Wise kaupir Þekkingu Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2023 09:23 Jóhannes Guðjónsson, forstjóri Wise, og Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekkingar. Aðsend Upplýsingatæknifyrirtækið Wise hefur fest kaup á öllu hlutafé Þekkingar sem sérhæfir sig í rekstri og hýsingu á tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Sameinað félag verður með tæplega 200 starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og yfir fjögurra milljarða króna veltu, að sögn forsvarsmanna. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Greint er frá kaupunum í tilkynningu en Wise sérhæfir sig í þróun, þjónustu og innleiðingu hugbúnaðarlausna á sviði viðskipta. Þekking hf. er í eigu KEA og eignarhaldsfélagsins Fjöru en það var upphaflega stofnað af KEA og Íslenska hugbúnaðarsjóðnum árið 1999. Var félagið stofnað á grundvelli tölvudeildar Kaupfélags Eyfirðinga (KEA) sem hóf starfsemi árið 1974. Stærstu eigendur Wise lausna ehf. eru Jónas Hagan Guðmundsson, Edward Mac Gillivray Schmidt og Valgarður Már Valgarðsson. „Við sjáum gríðarleg tækifæri í því að sameina krafta Wise og Þekkingar. Kjarnastarfsemi fyrirtækjanna er ólík og með styrkleikum beggja getum við boðið viðskiptavinum Wise og Þekkingar mun sterkara og breiðara lausna- og þjónustuframboð“, segir Jóhannes Helgi Guðjónsson, forstjóri Wise, í tilkynningu. Henti breikkuðu vöruframboði Wise hefur séð um sölu og þjónustu á Microsoft Dynamics 365 Business Central viðskiptakerfinu og þróun á viðskiptalausnum því tengdu. Að sögn forsvarsmanna hefur fyrirtækið breikkað vöruframboð sitt á síðustu árum og fært þjónustur sínar í skýjaþjónustur sem hafi kallað á aukið umfang í þjónustu, rekstri og öryggismálum. Um 60 manns starfa hjá Þekkingu á Akureyri og í Kópavogi sem hefur séð um rekstur tölvukerfa og öryggismál þeirra. „Starfsfólk Þekkingar býr yfir mikilli reynslu og sérhæfingu sem fellur vel að vegferð Wise og við erum spennt fyrir því að taka þátt í framtíðar uppbyggingu félagsins,“ segir Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekkingar. Fréttin hefur verið uppfærð. Kaup og sala fyrirtækja Upplýsingatækni Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Siggi til Varist Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Greint er frá kaupunum í tilkynningu en Wise sérhæfir sig í þróun, þjónustu og innleiðingu hugbúnaðarlausna á sviði viðskipta. Þekking hf. er í eigu KEA og eignarhaldsfélagsins Fjöru en það var upphaflega stofnað af KEA og Íslenska hugbúnaðarsjóðnum árið 1999. Var félagið stofnað á grundvelli tölvudeildar Kaupfélags Eyfirðinga (KEA) sem hóf starfsemi árið 1974. Stærstu eigendur Wise lausna ehf. eru Jónas Hagan Guðmundsson, Edward Mac Gillivray Schmidt og Valgarður Már Valgarðsson. „Við sjáum gríðarleg tækifæri í því að sameina krafta Wise og Þekkingar. Kjarnastarfsemi fyrirtækjanna er ólík og með styrkleikum beggja getum við boðið viðskiptavinum Wise og Þekkingar mun sterkara og breiðara lausna- og þjónustuframboð“, segir Jóhannes Helgi Guðjónsson, forstjóri Wise, í tilkynningu. Henti breikkuðu vöruframboði Wise hefur séð um sölu og þjónustu á Microsoft Dynamics 365 Business Central viðskiptakerfinu og þróun á viðskiptalausnum því tengdu. Að sögn forsvarsmanna hefur fyrirtækið breikkað vöruframboð sitt á síðustu árum og fært þjónustur sínar í skýjaþjónustur sem hafi kallað á aukið umfang í þjónustu, rekstri og öryggismálum. Um 60 manns starfa hjá Þekkingu á Akureyri og í Kópavogi sem hefur séð um rekstur tölvukerfa og öryggismál þeirra. „Starfsfólk Þekkingar býr yfir mikilli reynslu og sérhæfingu sem fellur vel að vegferð Wise og við erum spennt fyrir því að taka þátt í framtíðar uppbyggingu félagsins,“ segir Stefán Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þekkingar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kaup og sala fyrirtækja Upplýsingatækni Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Siggi til Varist Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira