Ekki viss um að Messi verði í byrjunarliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2023 13:01 Lionel Messi veifar til áhorfanda þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður Inter Miami -. AP/Rebecca Blackwell Lionel Messi spilar sinn fyrsta leik með Inter Miami annað kvöld en það er þó ekki öruggt að argentínski snillingurinn byrji leikinn. Tata Martino, þjálfari Inter Miami, sagði að Messi yrði líklega ekki í byrjunarliðinu en að hann myndi frá mínútur í leiknum sem er deildabikarleikur á móti Cruz Azul. Martino var að ræða bæði Messi og Sergio Busquets sem mun líka spila sinn fyrsta leik með liðinu. Lionel Messi and Sergio Busquets are all smiles in their first Inter Miami training session pic.twitter.com/xvXW1syB6O— ESPN FC (@ESPNFC) July 18, 2023 „Miðað við það sem ég hef séð hingað til þá eru þeir klárir í leikinn og fyrsti leikurinn þeirra verður líklega á föstudaginn,“ sagði Tata Martino við ESPN Fútbol 12 í Argentínu. ESPN segir frá. „Það á eftir að koma í ljós hvort hann byrji leikinn eða komi inn á í hálfleik. Við erum ekki búnir að taka þá ákvörðun ennþá. Eins og ég sé það þá munu Leo og Busi geta spilað í þessum leik,“ sagði Martino. Messi og Busquets mættu á sína fyrstu æfingu á þriðjudaginn. Messi skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning sem færir honum á bilinu 50 til 60 milljónir Bandaríkjadala á ári eða á bilinu 6,6 til 7,9 milljarða íslenskra króna. Verðið á miðum á leikinn hefur rokið upp eftir að fréttist að þetta yrði fyrsti leikur Messi og það er því mikil pressa á að hann byrji þennan leik. Það er líka ljóst að Inter Miami liðið þarf á hjálp að halda. Liðið hefur ekki unnið leik í MLS-deildinni í tvo mánuði en síðasti sigurinn var á móti New England Revolution 13. maí. Það þyrfti einhvern ótrúlegan endasprett til að koma liðinu í úrslitakeppnina. Leikurinn annað kvöld er hluti af deildabikar á milli liða úr bandarísku deildinni og deildinni í Mexíkó. Mótherjarnir í Cruz Azul hafa ekki byrjað vel og þetta er því kjörið tækifæri fyrir Inter Miami að koma sér í gang. Gerardo Tata Martino en @TyCSports: Leo Messi y Sergio Busquets van a jugar el viernes. No sé si de arranque. Lo primero que quiero es que sumen entrenamientos.Jordi Alba fue papá hoy y por eso va a llegar en los próximos días . pic.twitter.com/BDcAhHs7QX— Gastón Edul (@gastonedul) July 19, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Sjá meira
Tata Martino, þjálfari Inter Miami, sagði að Messi yrði líklega ekki í byrjunarliðinu en að hann myndi frá mínútur í leiknum sem er deildabikarleikur á móti Cruz Azul. Martino var að ræða bæði Messi og Sergio Busquets sem mun líka spila sinn fyrsta leik með liðinu. Lionel Messi and Sergio Busquets are all smiles in their first Inter Miami training session pic.twitter.com/xvXW1syB6O— ESPN FC (@ESPNFC) July 18, 2023 „Miðað við það sem ég hef séð hingað til þá eru þeir klárir í leikinn og fyrsti leikurinn þeirra verður líklega á föstudaginn,“ sagði Tata Martino við ESPN Fútbol 12 í Argentínu. ESPN segir frá. „Það á eftir að koma í ljós hvort hann byrji leikinn eða komi inn á í hálfleik. Við erum ekki búnir að taka þá ákvörðun ennþá. Eins og ég sé það þá munu Leo og Busi geta spilað í þessum leik,“ sagði Martino. Messi og Busquets mættu á sína fyrstu æfingu á þriðjudaginn. Messi skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning sem færir honum á bilinu 50 til 60 milljónir Bandaríkjadala á ári eða á bilinu 6,6 til 7,9 milljarða íslenskra króna. Verðið á miðum á leikinn hefur rokið upp eftir að fréttist að þetta yrði fyrsti leikur Messi og það er því mikil pressa á að hann byrji þennan leik. Það er líka ljóst að Inter Miami liðið þarf á hjálp að halda. Liðið hefur ekki unnið leik í MLS-deildinni í tvo mánuði en síðasti sigurinn var á móti New England Revolution 13. maí. Það þyrfti einhvern ótrúlegan endasprett til að koma liðinu í úrslitakeppnina. Leikurinn annað kvöld er hluti af deildabikar á milli liða úr bandarísku deildinni og deildinni í Mexíkó. Mótherjarnir í Cruz Azul hafa ekki byrjað vel og þetta er því kjörið tækifæri fyrir Inter Miami að koma sér í gang. Gerardo Tata Martino en @TyCSports: Leo Messi y Sergio Busquets van a jugar el viernes. No sé si de arranque. Lo primero que quiero es que sumen entrenamientos.Jordi Alba fue papá hoy y por eso va a llegar en los próximos días . pic.twitter.com/BDcAhHs7QX— Gastón Edul (@gastonedul) July 19, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Sjá meira