Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu byggt á rússneskri lygi Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2023 11:54 Rússar gerðu eina öflugustu loftárás sem þeir hafa gert á Odessa frá upphafi stríðsins í nótt. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á herstöð Rússa á Krímskaga. AP/Roman Chop Rússar gerðu mikla eldflauga- og drónaárás á hafnarborginna Odessa í Úkraínu í nótt. Fjöldi eldflauga og dróna náðu alla leið og ollu miklum skemmdum aðallega á hafnarsvæði borgarinnar. Úkraínumenn gerðu einnig eldflaugaárás á rússneska herstöð á suðurhluta Krímskaga. Í morgun hófust Rússar handa um brottflutning rúmlega tvö þúsund íbúa fjögurra þorpa á suðurhluta Krímskaga eftir eldflaugaárás Úkraínumanna á þjálfunarbúðir rússneska hersins. Þar virðast líka hafa verið vopnageymslur því miklar sprengingar hafa verið í búðunum eftir árásina. Rússar gerðu einnig eina öflugustu árás sem þeir hafa gert frá upphafi innrásar þeirra í Úkraínu á hafnarborgina Odessa við Svartahaf í nótt. Odessa er ein fjögurra útflutningshafna Úkraínu fyrir korn og áburð og sú stærsta þeirra. Í fyrradag sögðu Rússar sig frá samkomulagi Sameinuðu þjóðanna fyrir milligöngu Tyrkja sem tryggði útflutning á milljónum tonna af korni og áburði frá Úkraínu. Stöðvun kornútflutnings frá Úkraínu vegna aðgerða Rússa hefur mikil áhrif á matvælaframboð víðs vegar um Afríku og Asíu.AP/Sunday Alamba Það er augljóst samhengi á milli þess að Rússar sögðu sig frá samkomulaginu og árásanna á Odessa. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið 63 eldflaugum og sprengjudrónum á borgina. Þeim hafi tekist að skjóta niður fjórtán eldflaugar og 23 dróna. Matt MiIller talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu nú þegar hafa áhrif í Miðausturlöndum og Afríku. „Það er augljóst að Rússar halda áfram að nota aðgang að mat sem vopn. Að þessu sinni gætir áhrifanna ekki eingöngu í Úkraínu, heldur einnig á framboð á matvælum á heimsvísu. Sextíu og fimm prósent af þessum kornförmum hafa farið til veikburða landa og þjóða. Heimurinn ætti ekki að láta blekkjast af en einni lyginni frá Rússum,“ segir Miller. Áður en samkomulagið var gert hefði matvælaverð í heiminum hækkað um 22 prósent en síðan lækkað og náð jafnvægi með gildistöku samkomulagsins í fyrra. Nú væri verðið strax farið að hækka. Gífurlega harðir bardagar milli Úkraínumanna og Rússa hafa staðið yfir mánuðum saman við borgina Bakhmut á austurvígstöðvunum. Hér hleypir úkraínskur hermaður af fallbyssu skammt frá Bakhmut.AP/Libkos Miller segir að það væri rússnesk lygi að Vesturlönd hefðu sett hömlur á kornútflutning Rússa. Þeir græddu á tá og fingri á kornútflutningi sínum. Enda næðu refsiaðgerðir Vesturlanda og Sameinuðu þjóðanna ekki til útflutnings Rússa á matvælum. Það væri því skorað á Rússa að koma aftur að kornsamkomulaginu. „Við vonum að ríki heims séu að fylgjast með þessari þróun mála. Þá blasir við að það eru Rússar sem bera ábyrgð á því að koma í veg fyrir að matvæli berist fólki sem á þeim þurfa að halda. Það eru Rússar sem þurfa að breyta stefnu sinni án tafar,“ segir Matt Miller talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir „Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21 Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna auk leiðtoga fjölmargra ríkja hafa í dag fordæmt ákvörðun Rússa um að segja sig frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu. 18. júlí 2023 19:41 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Í morgun hófust Rússar handa um brottflutning rúmlega tvö þúsund íbúa fjögurra þorpa á suðurhluta Krímskaga eftir eldflaugaárás Úkraínumanna á þjálfunarbúðir rússneska hersins. Þar virðast líka hafa verið vopnageymslur því miklar sprengingar hafa verið í búðunum eftir árásina. Rússar gerðu einnig eina öflugustu árás sem þeir hafa gert frá upphafi innrásar þeirra í Úkraínu á hafnarborgina Odessa við Svartahaf í nótt. Odessa er ein fjögurra útflutningshafna Úkraínu fyrir korn og áburð og sú stærsta þeirra. Í fyrradag sögðu Rússar sig frá samkomulagi Sameinuðu þjóðanna fyrir milligöngu Tyrkja sem tryggði útflutning á milljónum tonna af korni og áburði frá Úkraínu. Stöðvun kornútflutnings frá Úkraínu vegna aðgerða Rússa hefur mikil áhrif á matvælaframboð víðs vegar um Afríku og Asíu.AP/Sunday Alamba Það er augljóst samhengi á milli þess að Rússar sögðu sig frá samkomulaginu og árásanna á Odessa. Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið 63 eldflaugum og sprengjudrónum á borgina. Þeim hafi tekist að skjóta niður fjórtán eldflaugar og 23 dróna. Matt MiIller talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins segir brotthvarf Rússa frá kornsamkomulaginu nú þegar hafa áhrif í Miðausturlöndum og Afríku. „Það er augljóst að Rússar halda áfram að nota aðgang að mat sem vopn. Að þessu sinni gætir áhrifanna ekki eingöngu í Úkraínu, heldur einnig á framboð á matvælum á heimsvísu. Sextíu og fimm prósent af þessum kornförmum hafa farið til veikburða landa og þjóða. Heimurinn ætti ekki að láta blekkjast af en einni lyginni frá Rússum,“ segir Miller. Áður en samkomulagið var gert hefði matvælaverð í heiminum hækkað um 22 prósent en síðan lækkað og náð jafnvægi með gildistöku samkomulagsins í fyrra. Nú væri verðið strax farið að hækka. Gífurlega harðir bardagar milli Úkraínumanna og Rússa hafa staðið yfir mánuðum saman við borgina Bakhmut á austurvígstöðvunum. Hér hleypir úkraínskur hermaður af fallbyssu skammt frá Bakhmut.AP/Libkos Miller segir að það væri rússnesk lygi að Vesturlönd hefðu sett hömlur á kornútflutning Rússa. Þeir græddu á tá og fingri á kornútflutningi sínum. Enda næðu refsiaðgerðir Vesturlanda og Sameinuðu þjóðanna ekki til útflutnings Rússa á matvælum. Það væri því skorað á Rússa að koma aftur að kornsamkomulaginu. „Við vonum að ríki heims séu að fylgjast með þessari þróun mála. Þá blasir við að það eru Rússar sem bera ábyrgð á því að koma í veg fyrir að matvæli berist fólki sem á þeim þurfa að halda. Það eru Rússar sem þurfa að breyta stefnu sinni án tafar,“ segir Matt Miller talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir „Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21 Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna auk leiðtoga fjölmargra ríkja hafa í dag fordæmt ákvörðun Rússa um að segja sig frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu. 18. júlí 2023 19:41 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
„Djöfulleg“ árás gerð á Odessa í nótt Rússar létu sprengjum rigna yfir hafnarborgina Odessa í nótt en árásin beindist sérstaklega að höfn borgarinnar. Úkraínumenn lýsa árásinni sem djöfullegri en upplýsingar um skemmdir og mannfall liggja ekki fyrir. Þá þurftu á þriðja þúsund manns að flýja heimili sín á Krímskaga eftir árás Úkraínumanna. 19. júlí 2023 08:21
Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna auk leiðtoga fjölmargra ríkja hafa í dag fordæmt ákvörðun Rússa um að segja sig frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu. 18. júlí 2023 19:41
Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27