Brotthvarf Rússa frá kornsamkomulagi fordæmt um allan heim Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2023 19:41 Úkraína hefur verið kölluð brauðkarfa heimsins vegna þess mikla magns af korni sem þar er ræktað og alla jafna flutt út til ríkja í Afríku og Asíu. AP//Efrem Lukatsky Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna auk leiðtoga fjölmargra ríkja hafa í dag fordæmt ákvörðun Rússa um að segja sig frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu. Ákvörðun Rússa felur í sér óbeina hótun um að þeir muni ráðast á skip sem flytja korn og áburð frá Úkraínu um Svartahaf. Rússar vilja með þessu þrýsta á Vesturlönd að láta af ýmsum refsiaðgerðum gegn þeim. Með samkomulagi Sameinuðu þjóðanna fyrir tilstuðlan forseta Tyrklands í fyrra tókst að semja við Rússa um að ógna ekki skipum sem sigla með korn um Svartahaf frá Úkraínu. Nú hóta þeir óbeint að ráðast á skipin.AP/Andrew Kravchenko Þótt þeir segi Vesturlönd hindra þeirra kornútflutning, hafa Rússar slegið met í sínum útflutningi á korni og áburði í sumar. Stjórnvöld í Úkraínu leggja áherslu á að allra leiða verði leitað til að tryggja útflutning þeirra bæði á sjó og á landi. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir að stöðva þurfi skollaleik Rússa með líf allra þeirra sem þurfi á korni frá Úkraínu að halda.AP/Mary Altaffer Dmytro Kulebautanríkisráðherra Úkraínu fundaði með Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og fleirum í New York í dag. Ef pólitískur vilji væri fyrir hendi væri hægt að finna lausn á málinu. „Rússar auka líkurnar á hungursneyð í ríkjum Asíu og Afríku og að verð á matvælum hækki.,“ segir Kuleba. Nú hefðu Rússar gefið umheiminum enn einn hausverkinn. Þessum skollaleik Rússa verði að ljúka. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að á meðan Rússar eru á Krím og að á meðan þeir komast upp með að kúga og þröngva vilja sínum upp á alla aðra verður þessi vandi viðvarandi. Þótt við leysum þennan vanda stöndum við frammi fyrir öðrum vanda eftir einn eða tvo mánuði. Besta lausnin væri því að sigra Rússa og þvinga þá til að draga herlið sitt til baka,“ sagði Dmytro Kuleba í New York í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Sjá meira
Ákvörðun Rússa felur í sér óbeina hótun um að þeir muni ráðast á skip sem flytja korn og áburð frá Úkraínu um Svartahaf. Rússar vilja með þessu þrýsta á Vesturlönd að láta af ýmsum refsiaðgerðum gegn þeim. Með samkomulagi Sameinuðu þjóðanna fyrir tilstuðlan forseta Tyrklands í fyrra tókst að semja við Rússa um að ógna ekki skipum sem sigla með korn um Svartahaf frá Úkraínu. Nú hóta þeir óbeint að ráðast á skipin.AP/Andrew Kravchenko Þótt þeir segi Vesturlönd hindra þeirra kornútflutning, hafa Rússar slegið met í sínum útflutningi á korni og áburði í sumar. Stjórnvöld í Úkraínu leggja áherslu á að allra leiða verði leitað til að tryggja útflutning þeirra bæði á sjó og á landi. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu segir að stöðva þurfi skollaleik Rússa með líf allra þeirra sem þurfi á korni frá Úkraínu að halda.AP/Mary Altaffer Dmytro Kulebautanríkisráðherra Úkraínu fundaði með Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og fleirum í New York í dag. Ef pólitískur vilji væri fyrir hendi væri hægt að finna lausn á málinu. „Rússar auka líkurnar á hungursneyð í ríkjum Asíu og Afríku og að verð á matvælum hækki.,“ segir Kuleba. Nú hefðu Rússar gefið umheiminum enn einn hausverkinn. Þessum skollaleik Rússa verði að ljúka. „Við verðum að gera okkur grein fyrir því að á meðan Rússar eru á Krím og að á meðan þeir komast upp með að kúga og þröngva vilja sínum upp á alla aðra verður þessi vandi viðvarandi. Þótt við leysum þennan vanda stöndum við frammi fyrir öðrum vanda eftir einn eða tvo mánuði. Besta lausnin væri því að sigra Rússa og þvinga þá til að draga herlið sitt til baka,“ sagði Dmytro Kuleba í New York í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00 Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27 Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Vilja ekki gera hermenn að fallbyssufóðri eins og Rússar Úkraínumenn hafa breytt um aðferðir í gagnsókn þeirra gegn Rússum í suður- og austurhluta landsins, eftir hæga og kostnaðarsama sókn undanfarnar vikur. Jarðsprengjur og þyrlur Rússa hafa reynst úkraínskum hermönnum sérstaklega erfiðar. 18. júlí 2023 13:00
Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. 18. júlí 2023 11:27
Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08