Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2023 11:27 Síðasta kornflutningaskipið frá Úkraínu undan ströndum Istanbúl í gærkvöldi. Rússar hóta því nú ljóst og leynt að ráðast á skipin. AP/Sercan Ozkurnazli Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum. Síðasta kornflutningaskipið frá Úkraínu eftir að Rússar drógu sig út úr samkomulagi Sameinuðu þjóðanna sást úti fyrir ströndum Istanbul í Tyrklandi í morgun. Í samkomulagi Sameinuðu þjóðanna sem Tyrkir höfðu milligöngu um, var komið upp sameiginlegri miðstöð fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi sem fylgdist með flutningaskipunum á ferðum þeirra til og frá útflutningshöfnum í Úkraínu um Svartahaf og og sá um skoðanir á förmum skipanna. Þegar Rússar hafa nú dregið sig út úr samkomulaginu þýðir það að þeir ábyrgjast ekki að ekki verði gerðar árásir á flutningaskipin. Korn flutt í skip í borginni Izmail í Úkraínu sl. vor.AP/Andrew Kravchenko Í nótt skutu Rússar sex stýriflaugum og fjölda sprengjudróna að Ódessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu við Svartahaf. Úkraínumenn segjast hafa skotið allar flaugarnar og drónana niður, en brak úr þeim hafi náð að valda skemmdum á höfninni í borginni. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ákvörðun Rússa áfall fyrir fólk um allan heim. Sameinuðu þjóðirnar muni áfram reyna að koma korni og áburði frá bæði Úkraínu og Rússlandi til þeirra sem þurfi á að halda. Hann sendi Vladimir Putin forseta Rússlands bréf með nýjum tillögum í gær en því bréfi hefur ekki verið svarað. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði í höfuðstöðvum Sameinu þjóðanna í gær að Rússar muni halda áfram að kúga umheiminn eins lengi og þeir kæmust upp með það.AP/Mary Altaffer Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu fundaði með Guterres í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann segir Rússa sýna fullkomið ábyrgðarleysi og þeir stefndu fæðuöryggi heimsins í voða á sama tíma og þeir væru sjálfir að stórauka útflutning sinn á korni á áburði. Tryggja þyrfti útflutning Úkraínu á sjó og landi með öllum ráðum. „Rússar auka aðallega líkurnar á hungursneyð í ríkjum Asíu og Afríku og að verð á matvælum fari hækkandi,“ sagði Kuleba. Rússar hefðu valdið umheiminum enn einum hausverknum, ábyrgðust ekki lengur öryggi skipa til og frá Úkraínu og hótuðu þar með að ráðast á þau. Umheimurinn yrði að skilja eitt einfalt grundvallaratriði: „Eins lengi Rússar eru á Krím og komast upp með að kúga og þröngva vilja sínum upp á alla aðra, heldur þetta vandamál áfram," sagði Kuleba. Besta lausnin væri því að sigra Rússa og þvinga þá til að draga herlið sitt til baka. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. 18. júlí 2023 08:03 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08 Síðasta kornfyllta skipið siglt úr höfn Síðasta flutningaskipið, með úkraínskt korn innanborðs, hefur siglt úr höfn í bili. Samningur sem greiðir fyrir útflutningi korns frá Úkraínu rennur út á morgun en Rússar hafa hótað því undanfarið að framlengja ekki samninginn. 17. júlí 2023 00:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Síðasta kornflutningaskipið frá Úkraínu eftir að Rússar drógu sig út úr samkomulagi Sameinuðu þjóðanna sást úti fyrir ströndum Istanbul í Tyrklandi í morgun. Í samkomulagi Sameinuðu þjóðanna sem Tyrkir höfðu milligöngu um, var komið upp sameiginlegri miðstöð fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, Rússlands og Úkraínu í Tyrklandi sem fylgdist með flutningaskipunum á ferðum þeirra til og frá útflutningshöfnum í Úkraínu um Svartahaf og og sá um skoðanir á förmum skipanna. Þegar Rússar hafa nú dregið sig út úr samkomulaginu þýðir það að þeir ábyrgjast ekki að ekki verði gerðar árásir á flutningaskipin. Korn flutt í skip í borginni Izmail í Úkraínu sl. vor.AP/Andrew Kravchenko Í nótt skutu Rússar sex stýriflaugum og fjölda sprengjudróna að Ódessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu við Svartahaf. Úkraínumenn segjast hafa skotið allar flaugarnar og drónana niður, en brak úr þeim hafi náð að valda skemmdum á höfninni í borginni. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir ákvörðun Rússa áfall fyrir fólk um allan heim. Sameinuðu þjóðirnar muni áfram reyna að koma korni og áburði frá bæði Úkraínu og Rússlandi til þeirra sem þurfi á að halda. Hann sendi Vladimir Putin forseta Rússlands bréf með nýjum tillögum í gær en því bréfi hefur ekki verið svarað. Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu sagði í höfuðstöðvum Sameinu þjóðanna í gær að Rússar muni halda áfram að kúga umheiminn eins lengi og þeir kæmust upp með það.AP/Mary Altaffer Dmytro Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu fundaði með Guterres í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann segir Rússa sýna fullkomið ábyrgðarleysi og þeir stefndu fæðuöryggi heimsins í voða á sama tíma og þeir væru sjálfir að stórauka útflutning sinn á korni á áburði. Tryggja þyrfti útflutning Úkraínu á sjó og landi með öllum ráðum. „Rússar auka aðallega líkurnar á hungursneyð í ríkjum Asíu og Afríku og að verð á matvælum fari hækkandi,“ sagði Kuleba. Rússar hefðu valdið umheiminum enn einum hausverknum, ábyrgðust ekki lengur öryggi skipa til og frá Úkraínu og hótuðu þar með að ráðast á þau. Umheimurinn yrði að skilja eitt einfalt grundvallaratriði: „Eins lengi Rússar eru á Krím og komast upp með að kúga og þröngva vilja sínum upp á alla aðra, heldur þetta vandamál áfram," sagði Kuleba. Besta lausnin væri því að sigra Rússa og þvinga þá til að draga herlið sitt til baka.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. 18. júlí 2023 08:03 Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20 Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08 Síðasta kornfyllta skipið siglt úr höfn Síðasta flutningaskipið, með úkraínskt korn innanborðs, hefur siglt úr höfn í bili. Samningur sem greiðir fyrir útflutningi korns frá Úkraínu rennur út á morgun en Rússar hafa hótað því undanfarið að framlengja ekki samninginn. 17. júlí 2023 00:00 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Sjá meira
Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna. 18. júlí 2023 08:03
Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt. 17. júlí 2023 19:20
Ætla ekki að leyfa útflutning korns lengur Yfirvöld í Rússlandi ætla ekki að framlengja kornsamkomulagið svokallaða, sem gert hefur Úkraínumönnum kleift að flytja út korn. Talsmaður Valdimírs Pútín, forseta Rússlands, segir ákvörðunina ekki tengjast árásinni á brúnna yfir Kerch-sund. 17. júlí 2023 11:08
Síðasta kornfyllta skipið siglt úr höfn Síðasta flutningaskipið, með úkraínskt korn innanborðs, hefur siglt úr höfn í bili. Samningur sem greiðir fyrir útflutningi korns frá Úkraínu rennur út á morgun en Rússar hafa hótað því undanfarið að framlengja ekki samninginn. 17. júlí 2023 00:00