„Þeim leið bara illa frá fyrstu mínútu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júlí 2023 21:21 Eggert Aron skoraði annað mark Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Diego „Þetta var bara frábær sigur. Við gefumst aldrei upp og þeim leið bara illa frá fyrstu mínútu,“ sagði Eggert aron Guðmundsson, sem skoraði annað mark Stjörnunnar er liðið vann 2-0 sigur gegn Val í kvöld. „Við sýndum bara hversu góðir við getum verið og við höldum áfram frá 5-0 sigrinum á móti FH. Þetta var bara frábær frammistaða í alla staði.“ Hann ítrekar að hann og liðsfélagar hans hafi látið Valsmönnum líða illa. „Já, þetta eru frábærir leikmenn þarna, en við létum þeim líða illa með því að vera aggresívir í öllum návígum. Við settum tóninn frá byrjun og þeir voru bara í köðlunum.“ Stjörnumenn voru án síns besta manns í sumar, Ísaks Andra Sigurgeirssonar, sem er á leið frá liðinu og út fyrir landsteinana. Eggert segir það þó ekki hafa haft áhrif á undirbúning liðsins. „Það er náttúrulega leiðinlegt að missa Ísak en við erum frábært lið og hann er frábær leikmaður. Ef hann fer út þá óska ég honum bara góðs gengis, en við sýndum bara í dag að við erum frábært lið. Við erum með góða einstaklinga, en við sýndum það í dag að við erum með frábæra liðsheild og þegar við erum á okkar degi vinnum við öll lið.“ Þá segir Eggert að hans eigið sjálfstraust sé í botni eftir að hafa staðið sig vel með U19 ára landsliðinu á dögunum. „Það má alveg segja það. Mér gekk vel úti og þetta var frábær ferð í alla staði. Ég mun aldrei gleyma þessu. Sjálfstaustið sýndi sig bara í dag og ég átti góðan leik.“ Hann var svo að sjálfsögðu sáttur með markið sem hann skoraði í kvöld, en hefði þó viljað gera aðeins betur. „Þetta var bara fínasta mark, en ég viðurkenni alveg að ég hefði viljað fastara skot. En það er alltaf gaman að sjá hann inni í markinu.“ Stjörnumenn hafa aðeins tapað einum leik í seinustu fimm deildarleikjum og liðið er búið að slíta sig frá botnbaráttunni og komið upp í efri hlutann. „Þessi deild er náttúrulega bara eins og hún er. Þetta er Besta-deildin og það er fjör í henni. Einn sigur gefur manni bara eitthvað nýtt hlutverk,“ sagði Eggert að lokum. Besta deild karla Stjarnan Valur Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 2-0 | Stjarnan í efri hlutann en Valur að missa af toppliðinu Stjarnan vann nokkuð öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Val á Samsung-vellinum í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn stukku upp um þrjú sæti með sigrinum, en Valsmönnum mistókst að minnka bilið í topplið Víkings. 17. júlí 2023 21:05 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
„Við sýndum bara hversu góðir við getum verið og við höldum áfram frá 5-0 sigrinum á móti FH. Þetta var bara frábær frammistaða í alla staði.“ Hann ítrekar að hann og liðsfélagar hans hafi látið Valsmönnum líða illa. „Já, þetta eru frábærir leikmenn þarna, en við létum þeim líða illa með því að vera aggresívir í öllum návígum. Við settum tóninn frá byrjun og þeir voru bara í köðlunum.“ Stjörnumenn voru án síns besta manns í sumar, Ísaks Andra Sigurgeirssonar, sem er á leið frá liðinu og út fyrir landsteinana. Eggert segir það þó ekki hafa haft áhrif á undirbúning liðsins. „Það er náttúrulega leiðinlegt að missa Ísak en við erum frábært lið og hann er frábær leikmaður. Ef hann fer út þá óska ég honum bara góðs gengis, en við sýndum bara í dag að við erum frábært lið. Við erum með góða einstaklinga, en við sýndum það í dag að við erum með frábæra liðsheild og þegar við erum á okkar degi vinnum við öll lið.“ Þá segir Eggert að hans eigið sjálfstraust sé í botni eftir að hafa staðið sig vel með U19 ára landsliðinu á dögunum. „Það má alveg segja það. Mér gekk vel úti og þetta var frábær ferð í alla staði. Ég mun aldrei gleyma þessu. Sjálfstaustið sýndi sig bara í dag og ég átti góðan leik.“ Hann var svo að sjálfsögðu sáttur með markið sem hann skoraði í kvöld, en hefði þó viljað gera aðeins betur. „Þetta var bara fínasta mark, en ég viðurkenni alveg að ég hefði viljað fastara skot. En það er alltaf gaman að sjá hann inni í markinu.“ Stjörnumenn hafa aðeins tapað einum leik í seinustu fimm deildarleikjum og liðið er búið að slíta sig frá botnbaráttunni og komið upp í efri hlutann. „Þessi deild er náttúrulega bara eins og hún er. Þetta er Besta-deildin og það er fjör í henni. Einn sigur gefur manni bara eitthvað nýtt hlutverk,“ sagði Eggert að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Valur Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 2-0 | Stjarnan í efri hlutann en Valur að missa af toppliðinu Stjarnan vann nokkuð öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Val á Samsung-vellinum í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn stukku upp um þrjú sæti með sigrinum, en Valsmönnum mistókst að minnka bilið í topplið Víkings. 17. júlí 2023 21:05 Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Valur 2-0 | Stjarnan í efri hlutann en Valur að missa af toppliðinu Stjarnan vann nokkuð öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Val á Samsung-vellinum í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn stukku upp um þrjú sæti með sigrinum, en Valsmönnum mistókst að minnka bilið í topplið Víkings. 17. júlí 2023 21:05
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti