„Þeim leið bara illa frá fyrstu mínútu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. júlí 2023 21:21 Eggert Aron skoraði annað mark Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Diego „Þetta var bara frábær sigur. Við gefumst aldrei upp og þeim leið bara illa frá fyrstu mínútu,“ sagði Eggert aron Guðmundsson, sem skoraði annað mark Stjörnunnar er liðið vann 2-0 sigur gegn Val í kvöld. „Við sýndum bara hversu góðir við getum verið og við höldum áfram frá 5-0 sigrinum á móti FH. Þetta var bara frábær frammistaða í alla staði.“ Hann ítrekar að hann og liðsfélagar hans hafi látið Valsmönnum líða illa. „Já, þetta eru frábærir leikmenn þarna, en við létum þeim líða illa með því að vera aggresívir í öllum návígum. Við settum tóninn frá byrjun og þeir voru bara í köðlunum.“ Stjörnumenn voru án síns besta manns í sumar, Ísaks Andra Sigurgeirssonar, sem er á leið frá liðinu og út fyrir landsteinana. Eggert segir það þó ekki hafa haft áhrif á undirbúning liðsins. „Það er náttúrulega leiðinlegt að missa Ísak en við erum frábært lið og hann er frábær leikmaður. Ef hann fer út þá óska ég honum bara góðs gengis, en við sýndum bara í dag að við erum frábært lið. Við erum með góða einstaklinga, en við sýndum það í dag að við erum með frábæra liðsheild og þegar við erum á okkar degi vinnum við öll lið.“ Þá segir Eggert að hans eigið sjálfstraust sé í botni eftir að hafa staðið sig vel með U19 ára landsliðinu á dögunum. „Það má alveg segja það. Mér gekk vel úti og þetta var frábær ferð í alla staði. Ég mun aldrei gleyma þessu. Sjálfstaustið sýndi sig bara í dag og ég átti góðan leik.“ Hann var svo að sjálfsögðu sáttur með markið sem hann skoraði í kvöld, en hefði þó viljað gera aðeins betur. „Þetta var bara fínasta mark, en ég viðurkenni alveg að ég hefði viljað fastara skot. En það er alltaf gaman að sjá hann inni í markinu.“ Stjörnumenn hafa aðeins tapað einum leik í seinustu fimm deildarleikjum og liðið er búið að slíta sig frá botnbaráttunni og komið upp í efri hlutann. „Þessi deild er náttúrulega bara eins og hún er. Þetta er Besta-deildin og það er fjör í henni. Einn sigur gefur manni bara eitthvað nýtt hlutverk,“ sagði Eggert að lokum. Besta deild karla Stjarnan Valur Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 2-0 | Stjarnan í efri hlutann en Valur að missa af toppliðinu Stjarnan vann nokkuð öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Val á Samsung-vellinum í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn stukku upp um þrjú sæti með sigrinum, en Valsmönnum mistókst að minnka bilið í topplið Víkings. 17. júlí 2023 21:05 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira
„Við sýndum bara hversu góðir við getum verið og við höldum áfram frá 5-0 sigrinum á móti FH. Þetta var bara frábær frammistaða í alla staði.“ Hann ítrekar að hann og liðsfélagar hans hafi látið Valsmönnum líða illa. „Já, þetta eru frábærir leikmenn þarna, en við létum þeim líða illa með því að vera aggresívir í öllum návígum. Við settum tóninn frá byrjun og þeir voru bara í köðlunum.“ Stjörnumenn voru án síns besta manns í sumar, Ísaks Andra Sigurgeirssonar, sem er á leið frá liðinu og út fyrir landsteinana. Eggert segir það þó ekki hafa haft áhrif á undirbúning liðsins. „Það er náttúrulega leiðinlegt að missa Ísak en við erum frábært lið og hann er frábær leikmaður. Ef hann fer út þá óska ég honum bara góðs gengis, en við sýndum bara í dag að við erum frábært lið. Við erum með góða einstaklinga, en við sýndum það í dag að við erum með frábæra liðsheild og þegar við erum á okkar degi vinnum við öll lið.“ Þá segir Eggert að hans eigið sjálfstraust sé í botni eftir að hafa staðið sig vel með U19 ára landsliðinu á dögunum. „Það má alveg segja það. Mér gekk vel úti og þetta var frábær ferð í alla staði. Ég mun aldrei gleyma þessu. Sjálfstaustið sýndi sig bara í dag og ég átti góðan leik.“ Hann var svo að sjálfsögðu sáttur með markið sem hann skoraði í kvöld, en hefði þó viljað gera aðeins betur. „Þetta var bara fínasta mark, en ég viðurkenni alveg að ég hefði viljað fastara skot. En það er alltaf gaman að sjá hann inni í markinu.“ Stjörnumenn hafa aðeins tapað einum leik í seinustu fimm deildarleikjum og liðið er búið að slíta sig frá botnbaráttunni og komið upp í efri hlutann. „Þessi deild er náttúrulega bara eins og hún er. Þetta er Besta-deildin og það er fjör í henni. Einn sigur gefur manni bara eitthvað nýtt hlutverk,“ sagði Eggert að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Valur Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 2-0 | Stjarnan í efri hlutann en Valur að missa af toppliðinu Stjarnan vann nokkuð öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Val á Samsung-vellinum í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn stukku upp um þrjú sæti með sigrinum, en Valsmönnum mistókst að minnka bilið í topplið Víkings. 17. júlí 2023 21:05 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Leik lokið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Valur 2-0 | Stjarnan í efri hlutann en Valur að missa af toppliðinu Stjarnan vann nokkuð öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Val á Samsung-vellinum í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Stjörnumenn stukku upp um þrjú sæti með sigrinum, en Valsmönnum mistókst að minnka bilið í topplið Víkings. 17. júlí 2023 21:05