„Það er allt í lagi að vera ekki alltaf fullkomin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2023 08:31 Sólveig Sigurðardóttir er enn að vinna út úr vonbrigðunum í undanúrslitamótinu þar sem hún var langt frá því að komast á heimsleikana. Instagram/@solasigurdardottir Íslenska CrossFit konan Sólveig Sigurðardóttir tókst ekki að komast á heimsleikana annað árið í röð og hún ræddi vonbrigði sín á undanúrslitamótinu í viðtali á Wit Fitness síðunni. Sólveig er bæði hreinskilin og auðmjúk í viðtalinu og talar þar beint frá hjartanu. Sólveig sprakk út sem CrossFit stjarna á 2022 tímabilinu og stimplaði sig inn með því að tryggja sér sæti á heimsleikunum þar sem hún endaði svo í 34. sæti. Í ár hefur hún æft með Anníe Mist Þórisdóttir og stefnan var sett á það að komast aftur á heimsleikana í ár. Svo fór ekki því Sólveig endaði bara í 24. sæti á undanúrslitamóti Evrópu þar sem aðeins ellefu efstu tryggðu sér sæti á heimsleikunum. Sólveig opnaði sig í þessu nýju viðtali sem er aðgengilegt á Wit Fitness síðunni. Skrýtið að tala um þetta „Ég var að setja mikla pressu á mig sjálfa. Eftir fyrstu æfinguna þá fannst mér að ég myndi vera í hópi tíu efstu. Svo komu úrslitin og ég var í 24. sætinu. Það var rosalega erfitt að byrja undanúrslitamótið þannig,“ sagði Sólveig Sigurðardóttir. „Það er svolítið skrýtið að vera tala um þetta því ég er í raun enn að ganga í gegnum þetta. Ég er núna að fara í gegn furðulegan hluta af íþróttaferli mínum,“ sagði Sólveig og það fór ekkert á milli mála að það reyndi á hana að ræða þessi vonbrigði. „Ég mætti í undanúrslitin í fyrra full af sjálfstrausti en á sama tíma þá átti ég ekki von á því að komast á heimsleikana. Ég hugsaði það bara sem bónus ef ég næði inn en ég mætti í keppnina og stóð mig súper vel. Það dugði mér til að tryggja mér sæti á heimsleikunum,“ sagði Sólveig. „Núna var þetta í fyrsta sinn sem það var búist við því að ég gerði eitthvað aftur. Auðvitað er þetta öðruvísi í ár af því að nú fórum við í gegnum Evrópukeppnina og aðeins ellefu sæti í boði en svo mikið af frábærum stelpum,“ sagði Sólveig. Hausinn var bara farinn „Það var strax ljóst þegar æfingarnar voru kynntar að þetta yrði brekka fyrir mig. Eftir fyrsta daginn var þetta mjög erfitt. Ég er ekki stolt af þessu en hausinn var bara farinn,“ viðurkenndi Sólveig. „Íþróttamaðurinn sem ég veit að ég get verið og íþróttamaðurinn sem ég hef sýnt að ég er eru mjög ólíkir. Ég er í vandræðum með að sjá fyrir mér hvernig ég næ í þennan íþróttamann aftur,“ sagði Sólveig. „Það lenda allir í því að eiga vonbrigðatímabil. Þá ná þau sér ekki á strik en þau koma síðan til baka. Það er allt í lagi að vera ekki alltaf fullkomin,“ sagði Sólveig eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) CrossFit Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Sjá meira
Sólveig sprakk út sem CrossFit stjarna á 2022 tímabilinu og stimplaði sig inn með því að tryggja sér sæti á heimsleikunum þar sem hún endaði svo í 34. sæti. Í ár hefur hún æft með Anníe Mist Þórisdóttir og stefnan var sett á það að komast aftur á heimsleikana í ár. Svo fór ekki því Sólveig endaði bara í 24. sæti á undanúrslitamóti Evrópu þar sem aðeins ellefu efstu tryggðu sér sæti á heimsleikunum. Sólveig opnaði sig í þessu nýju viðtali sem er aðgengilegt á Wit Fitness síðunni. Skrýtið að tala um þetta „Ég var að setja mikla pressu á mig sjálfa. Eftir fyrstu æfinguna þá fannst mér að ég myndi vera í hópi tíu efstu. Svo komu úrslitin og ég var í 24. sætinu. Það var rosalega erfitt að byrja undanúrslitamótið þannig,“ sagði Sólveig Sigurðardóttir. „Það er svolítið skrýtið að vera tala um þetta því ég er í raun enn að ganga í gegnum þetta. Ég er núna að fara í gegn furðulegan hluta af íþróttaferli mínum,“ sagði Sólveig og það fór ekkert á milli mála að það reyndi á hana að ræða þessi vonbrigði. „Ég mætti í undanúrslitin í fyrra full af sjálfstrausti en á sama tíma þá átti ég ekki von á því að komast á heimsleikana. Ég hugsaði það bara sem bónus ef ég næði inn en ég mætti í keppnina og stóð mig súper vel. Það dugði mér til að tryggja mér sæti á heimsleikunum,“ sagði Sólveig. „Núna var þetta í fyrsta sinn sem það var búist við því að ég gerði eitthvað aftur. Auðvitað er þetta öðruvísi í ár af því að nú fórum við í gegnum Evrópukeppnina og aðeins ellefu sæti í boði en svo mikið af frábærum stelpum,“ sagði Sólveig. Hausinn var bara farinn „Það var strax ljóst þegar æfingarnar voru kynntar að þetta yrði brekka fyrir mig. Eftir fyrsta daginn var þetta mjög erfitt. Ég er ekki stolt af þessu en hausinn var bara farinn,“ viðurkenndi Sólveig. „Íþróttamaðurinn sem ég veit að ég get verið og íþróttamaðurinn sem ég hef sýnt að ég er eru mjög ólíkir. Ég er í vandræðum með að sjá fyrir mér hvernig ég næ í þennan íþróttamann aftur,“ sagði Sólveig. „Það lenda allir í því að eiga vonbrigðatímabil. Þá ná þau sér ekki á strik en þau koma síðan til baka. Það er allt í lagi að vera ekki alltaf fullkomin,“ sagði Sólveig eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness)
CrossFit Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Fleiri fréttir Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Sjá meira