„Konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júlí 2023 19:22 Ingunn Ása Mency Ingvadóttir syrgir ömmustelpuna sína, sem skotin var til bana í Detroit á fimmtudag. Vísir/ívar fannar Íslensk fjölskylda ungrar konu, sem skotin var til bana í Bandaríkjunum í vikunni, er frávita af sorg. Amma konunnar segir áfallið ólýsanlegt. Skömm sé að því hvernig kerfið vestanhafs taki á móti syrgjendum. Ingunn Ása Mency Ingvadóttir býr á Reykjanesi en bjó í fjörutíu ár í Bandaríkjunum með bandarískum eiginmanni sínum. Þau eiga saman þrjú börn, þar á meðal Esther Maríu, sem býr í Detroit. Það var svo síðasta fimmtudag, 13. júlí, sem hörmungarnar dundu yfir. Iyanna, dóttir Estherar og barnabarn Ingunnar, var skotin til bana í borginni, aðeins 23 ára. Viðtal við Ingunni sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Iyanna bjó um tíma á Íslandi með móður sinni sem barn en var alin upp í Bandaríkjunum. Ingunn segir að Iyanna hafi verið í bíl með vini sínum þegar skotið var á þau. Fjölskyldan telur að vinurinn hafi verið skotmark árásarmannanna en hann komst undan. „En það var búið að skjóta hana. Hún komst út úr bílnum, þetta var fyrir utan eitthvað hús, og konan í húsinu kom hlaupandi út og hringdi á lögreglu og sjúkralið. En Iyanna dó á lóðinni hjá þessari konu. Og konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó,“ segir Ingunn, bersýnilega harmi slegin yfir andláti ömmustelpunnar sinnar. Iyanna er lengst til vinstri á myndinni. Bróðir hennar stendur við hlið hennar og í miðið er Ingunn með eiginmann sinn sér á vinstri hönd. Esther, dóttir hjónanna og móðir Iyönnu, stendur lengst til hægri.úr einkasafni Snarbeygði inn á bílastæði og grét þegar hún fékk fréttirnar Ingunn segir árásarmennina enn ófundna, þau fjölskyldan viti lítið um framgang rannsóknar málsins. Fregnir af andláti Iyönnu hafi verið ólýsanlegt áfall. „Ég var að keyra, sem betur fer gat ég keyrt inn á bílaplan og sat bara þar og grét. Dóttir mín gat eiginlega ekki talað. Hún bara grét og grét og grét. En svona er þetta. Maður er ekki alveg búinn að ná því að þetta sé svona,“ segir Ingunn. „Þetta er bara skelfilegt. Þetta er barnabarnið mitt. Hún átti allt lífið framundan. Mjög falleg stúlka.“ Ingunn fer út til Detroit ásamt eiginmanni sínum og annarri dóttur þeirra á morgun til að aðstoða Esther, móður Iyönu. Hrundið hefur verið af stað söfnun fyrir hana til að standa straum af kostnaði við jarðarförina - og almennt til að hjálpa henni í sorginni. Esther starfar við hjúkrun en bakland hennar úti er lítið sem ekkert. „Hún fær „heila“ fimm daga borgaða. Svo er ekkert sem tekur við. Hún er einstæð móðir og þetta eru einu tekjurnar hennar. Það er enginn sem grípur þig í bandarísku þjóðfélagi.“ Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Ingunn Ása Mency Ingvadóttir býr á Reykjanesi en bjó í fjörutíu ár í Bandaríkjunum með bandarískum eiginmanni sínum. Þau eiga saman þrjú börn, þar á meðal Esther Maríu, sem býr í Detroit. Það var svo síðasta fimmtudag, 13. júlí, sem hörmungarnar dundu yfir. Iyanna, dóttir Estherar og barnabarn Ingunnar, var skotin til bana í borginni, aðeins 23 ára. Viðtal við Ingunni sem sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Iyanna bjó um tíma á Íslandi með móður sinni sem barn en var alin upp í Bandaríkjunum. Ingunn segir að Iyanna hafi verið í bíl með vini sínum þegar skotið var á þau. Fjölskyldan telur að vinurinn hafi verið skotmark árásarmannanna en hann komst undan. „En það var búið að skjóta hana. Hún komst út úr bílnum, þetta var fyrir utan eitthvað hús, og konan í húsinu kom hlaupandi út og hringdi á lögreglu og sjúkralið. En Iyanna dó á lóðinni hjá þessari konu. Og konan hélt víst í höndina á henni á meðan hún dó,“ segir Ingunn, bersýnilega harmi slegin yfir andláti ömmustelpunnar sinnar. Iyanna er lengst til vinstri á myndinni. Bróðir hennar stendur við hlið hennar og í miðið er Ingunn með eiginmann sinn sér á vinstri hönd. Esther, dóttir hjónanna og móðir Iyönnu, stendur lengst til hægri.úr einkasafni Snarbeygði inn á bílastæði og grét þegar hún fékk fréttirnar Ingunn segir árásarmennina enn ófundna, þau fjölskyldan viti lítið um framgang rannsóknar málsins. Fregnir af andláti Iyönnu hafi verið ólýsanlegt áfall. „Ég var að keyra, sem betur fer gat ég keyrt inn á bílaplan og sat bara þar og grét. Dóttir mín gat eiginlega ekki talað. Hún bara grét og grét og grét. En svona er þetta. Maður er ekki alveg búinn að ná því að þetta sé svona,“ segir Ingunn. „Þetta er bara skelfilegt. Þetta er barnabarnið mitt. Hún átti allt lífið framundan. Mjög falleg stúlka.“ Ingunn fer út til Detroit ásamt eiginmanni sínum og annarri dóttur þeirra á morgun til að aðstoða Esther, móður Iyönu. Hrundið hefur verið af stað söfnun fyrir hana til að standa straum af kostnaði við jarðarförina - og almennt til að hjálpa henni í sorginni. Esther starfar við hjúkrun en bakland hennar úti er lítið sem ekkert. „Hún fær „heila“ fimm daga borgaða. Svo er ekkert sem tekur við. Hún er einstæð móðir og þetta eru einu tekjurnar hennar. Það er enginn sem grípur þig í bandarísku þjóðfélagi.“
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Íslendingar erlendis Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira