„Þetta er mjög erfitt en okkur gengur vel“ Ólafur Björn Sverrisson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 14. júlí 2023 21:28 Frá slökkvistörfum á Reykjanesskaga. vísir/arnar Slökkviliðsmenn börðust við gróðurelda á gossvæðinu á Reykjanesi í allan dag meðal annars með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ríkisstjórnin ákvað í morgun að styrkja Björgunarsveitina í Grindavik um tíu milljónir króna og verið er að athuga gerð á nýju bílastæði sem myndi stytta göngu að gosstöðvunum verulega. „Ég er ágætlega sáttur,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík spurður út í hvernig hafi gengið að ráða við gróðureldana. „Við bættum aðeins í mannskap og búnað, fengum landsliðsgengi frá brunavörnum Suðurnesja og bíla frá þeim. Þetta hefur bara gengið vel þrátt fyrir krefjandi aðstæður og meiri mengun frá mosanum.“ Frétt Stöðvar 2: Rok hefur verið á svæðinu sem gerir slökkvistörf erfiðari. „Þetta er alls ekki þægilegt, þetta er mjög erfitt en okkur gengur vel. Við höfum fundið ákveðna taktík við þetta.“ Einar Sveinn segir slökkvilið hafa fundið ákveðna taktík í baráttunni við eldana.vísir/arnar Einar telur að slökkvilið verðið komið langt með að ná tökum á eldunum í kvöld. „Við förum langleiðina með markmið okkar í dag en við náum ekki að slökkva þetta í dag,“ segir Einar Sveinn. Slökkvilið hefur einnig notið aðstoðar þyrsu Landhelgisgæslunnar við slökkvistörf. Þar er notast við skjólur sem rúma um tvö tonn af vatni. Slökkvistarf Landhelgisgæslunnar gekk vel að sögn stýrimannsvísir/Steingrímur Dúi vísir/Steingrímur Dúi Styrkur til brunavarna Í vikunni hvatti Otti Rafn Sigmarsson formaður Landsbjargar stjórnvöld til að stíga strax inn í og styrkja björgunarsveitir sem vinna að öryggi og aðbúnaði á svæðinu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti um 10 milljóna króna styrk til björgunarsveitarinnar Þorbjarnar til tækjakaupa til brunavarna. „Það er ánægjulegt að segja frá því að núna erum við á sama stað og við vorum eftir þrjár eða fjórar vikur þegar fyrst gaus á Reykjanesi,“ segir Guðrún. Hún segir brýnast nú að tryggja aðgengi. „Þetta er löng ganga sem ekki allir geta gengið. Ég legg áherslu á að sveitarfélög og landeigendur kortleggi núna vel landið þarna í kring.“ Eldgos og jarðhræringar Slökkvilið Landhelgisgæslan Gróðureldar á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
„Ég er ágætlega sáttur,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík spurður út í hvernig hafi gengið að ráða við gróðureldana. „Við bættum aðeins í mannskap og búnað, fengum landsliðsgengi frá brunavörnum Suðurnesja og bíla frá þeim. Þetta hefur bara gengið vel þrátt fyrir krefjandi aðstæður og meiri mengun frá mosanum.“ Frétt Stöðvar 2: Rok hefur verið á svæðinu sem gerir slökkvistörf erfiðari. „Þetta er alls ekki þægilegt, þetta er mjög erfitt en okkur gengur vel. Við höfum fundið ákveðna taktík við þetta.“ Einar Sveinn segir slökkvilið hafa fundið ákveðna taktík í baráttunni við eldana.vísir/arnar Einar telur að slökkvilið verðið komið langt með að ná tökum á eldunum í kvöld. „Við förum langleiðina með markmið okkar í dag en við náum ekki að slökkva þetta í dag,“ segir Einar Sveinn. Slökkvilið hefur einnig notið aðstoðar þyrsu Landhelgisgæslunnar við slökkvistörf. Þar er notast við skjólur sem rúma um tvö tonn af vatni. Slökkvistarf Landhelgisgæslunnar gekk vel að sögn stýrimannsvísir/Steingrímur Dúi vísir/Steingrímur Dúi Styrkur til brunavarna Í vikunni hvatti Otti Rafn Sigmarsson formaður Landsbjargar stjórnvöld til að stíga strax inn í og styrkja björgunarsveitir sem vinna að öryggi og aðbúnaði á svæðinu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti um 10 milljóna króna styrk til björgunarsveitarinnar Þorbjarnar til tækjakaupa til brunavarna. „Það er ánægjulegt að segja frá því að núna erum við á sama stað og við vorum eftir þrjár eða fjórar vikur þegar fyrst gaus á Reykjanesi,“ segir Guðrún. Hún segir brýnast nú að tryggja aðgengi. „Þetta er löng ganga sem ekki allir geta gengið. Ég legg áherslu á að sveitarfélög og landeigendur kortleggi núna vel landið þarna í kring.“
Eldgos og jarðhræringar Slökkvilið Landhelgisgæslan Gróðureldar á Íslandi Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira