Ætlaði að nota ruslatunnu til að ferja góssið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2023 06:24 Lögregla hafði í nægu að snúast á vaktinni í nótt ef marka má tilkynningu hennar í morgun. Vísir/Vilhelm Karlmaður var handtekinn á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir að hafa verið staðinn að verki við að stela munum úr skóla í miðborg Reykjavíkur. Sá hinn sami ætlaði að nýta sér ruslatunnu íbúa í borginni til þess að ferja góssið af vettvangi. Lögregla hafði hendur í hári hans eftir eftirför á fæti um hverfið. Þetta var líklega það verkefni sem reyndi mest á hlaupaþol lögreglumanna af þeim 66 sem lögregla sinnti á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan fimm síðdegis í gær og þar til tólf tímum síðar í morgun. Tilkynning barst til lögreglu um yfirstandandi innbrot í skóla í hverfi 101. Vitni lýsti því að aðili væri að bera muni út úr skólanum og ferja þá frá skólanum. Lögregla ræddi við vitnið á vettvangi en þá kom í ljós að innbrotsþjófurinn hafði reynt að stela sorptunnu fyrir utan heimili nærri skólanum í þeim tilgangi að ferja þýfið. Í tilkynningu lögreglu segir að fengist hafi greinargóð lýsing á þjófnum og myndskeið af honum. Eftir leit í hverfinu tókst lögreglu að finna innbrotsþjófinn sem ákvað að hlaupa undan lögreglu. Við það hófst eftirför á fæti um hverfið sem lauk með handtöku. Viðkomandi var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Lögregla fór sömuleiðis á vettvang í miðborginni eftir tilkynningu um aðila sem ógnaði fólki í hverfi 101. Var hann handtekinn vegna gruns um brot á lögreglusamþykkt sökum ástands síns. Var hann fluttur á lögreglustöð. Viðkomandi er sagður hafa verið óútreiknanlegur, með ógnandi tilburði í garð lögreglu og bölvað þeim í sand og ösku. Ítrekuð tækifæri til að gera grein fyrir sér með nafni og kennitölu hafi ekki skilað neinu. Var hann því vistaður í fangaklefa sökum ástands og þeirrar ástæðu að ekki var hægt að komast að því hver hann væri. Þá hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af réttindarlausum ökumönnum, ölvuðum ökumanni og einum sem hafði stigið heldur þétt á bensíngjöfina. Sá mældist á 133 kílómetra hraða á vegarkafla þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Þetta var líklega það verkefni sem reyndi mest á hlaupaþol lögreglumanna af þeim 66 sem lögregla sinnti á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan fimm síðdegis í gær og þar til tólf tímum síðar í morgun. Tilkynning barst til lögreglu um yfirstandandi innbrot í skóla í hverfi 101. Vitni lýsti því að aðili væri að bera muni út úr skólanum og ferja þá frá skólanum. Lögregla ræddi við vitnið á vettvangi en þá kom í ljós að innbrotsþjófurinn hafði reynt að stela sorptunnu fyrir utan heimili nærri skólanum í þeim tilgangi að ferja þýfið. Í tilkynningu lögreglu segir að fengist hafi greinargóð lýsing á þjófnum og myndskeið af honum. Eftir leit í hverfinu tókst lögreglu að finna innbrotsþjófinn sem ákvað að hlaupa undan lögreglu. Við það hófst eftirför á fæti um hverfið sem lauk með handtöku. Viðkomandi var vistaður í fangaklefa vegna málsins. Lögregla fór sömuleiðis á vettvang í miðborginni eftir tilkynningu um aðila sem ógnaði fólki í hverfi 101. Var hann handtekinn vegna gruns um brot á lögreglusamþykkt sökum ástands síns. Var hann fluttur á lögreglustöð. Viðkomandi er sagður hafa verið óútreiknanlegur, með ógnandi tilburði í garð lögreglu og bölvað þeim í sand og ösku. Ítrekuð tækifæri til að gera grein fyrir sér með nafni og kennitölu hafi ekki skilað neinu. Var hann því vistaður í fangaklefa sökum ástands og þeirrar ástæðu að ekki var hægt að komast að því hver hann væri. Þá hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af réttindarlausum ökumönnum, ölvuðum ökumanni og einum sem hafði stigið heldur þétt á bensíngjöfina. Sá mældist á 133 kílómetra hraða á vegarkafla þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund.
Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira