„Verst bara að Gylfi sé ekki kominn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. júlí 2023 11:00 Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, kveðst hafa viljað mæta Gylfa Þór að Hlíðarenda í kvöld. Samsett/Vísir Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, segir spennu á meðal leikmanna liðsins fyrir leik þess við Val að Hlíðarenda í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Verst sé að Gylfi Þór Sigurðsson sé ekki á meðal andstæðinga kvöldsins. Fylkir bindur í kvöld enda á erfiða leikjatörn eftir töp fyrir toppliðum Víkings og Breiðabliks í síðustu tveimur leikjum er Valur, sem mannar ásamt þeim efstu þrjú sæti deildarinnar, andstæðingur kvöldsins. „Þetta er þriggja leikja períóda, sem við vissum náttúrulega af fyrirfram, að yrði mikil áskorun. En samt sem áður bara spennandi verkefni. Við áttum feykigóðan leik á móti Víkingi og mjög fínar fyrstu 60 mínútur á móti Breiðabliki og sá leikur endaði með stærri mun en maður hefði viljað. Svo eru það bara Valsararnir í kvöld sem verður spennandi og skemmtilegt verkefni. Það verður gaman að fara á Valsvöllinn en verst bara að Gylfi sé ekki kominn, að maður fái ekki mæta honum,“ segir Ragnar Bragi. Sigurleysið bítur ekki á menn Fylkir hefur spilað fimm leiki í deildinni án þess að fagna sigri og situr í ellefta sæti, efra fallsætinu, með tólf stig. Það eru þó aðeins tvö stig upp í næstu lið og fimm stig upp í efri helming jafnrar deildarinnar. Ragnar segir sigurlausu hrinuna ekki farna að taka á hópinn. „Nei, alls ekki. Það er alltaf gamla tuggan með næsta leik og nýtt verkefni. Þetta er svo fljótt að breytast. Við sjáum tvo sigra í röð hjá ÍBV þá eru þeir allt í einu komnir í 7.-8. sæti. Núna eigum við Valsarana í kvöld en svo eigum við einhverja tólf leiki á móti liðunum í kringum okkur eftir. Það verður bara skemmtileg barátta og við förum fullir sjálfstrausts inn í þau verkefni.“ Ekkert erfiðara en að sitja aðgerðalaus í stúkunni Ragnar var í leikbanni þegar Fylkir tapaði 5-1 fyrir Breiðabliki á föstudaginn var og segir það ávallt erfitt. Hann mæti þeim mun ákveðnari til leiks í kvöld eftir fríið á föstudagskvöldið. „Það er alltaf langerfiðast að vera í stúkunni og geta ekki haft nein áhrif á neitt. Sérstaklega ef að illa fer,“ segir Ragnar og bætir við: „Maður mætir þeim mun spenntari til leiks í kvöld. Svo er bara langt síðan að maður hefur fengið að spila í góðu veðri. Við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og erum spenntir að mæta á Hlíðarenda að sækja þrjú stig.“ Leikur Vals og Fylkis er klukkan 19:15 í kvöld og hefst bein útsending klukkan 19:05 á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Valur Fylkir Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira
Fylkir bindur í kvöld enda á erfiða leikjatörn eftir töp fyrir toppliðum Víkings og Breiðabliks í síðustu tveimur leikjum er Valur, sem mannar ásamt þeim efstu þrjú sæti deildarinnar, andstæðingur kvöldsins. „Þetta er þriggja leikja períóda, sem við vissum náttúrulega af fyrirfram, að yrði mikil áskorun. En samt sem áður bara spennandi verkefni. Við áttum feykigóðan leik á móti Víkingi og mjög fínar fyrstu 60 mínútur á móti Breiðabliki og sá leikur endaði með stærri mun en maður hefði viljað. Svo eru það bara Valsararnir í kvöld sem verður spennandi og skemmtilegt verkefni. Það verður gaman að fara á Valsvöllinn en verst bara að Gylfi sé ekki kominn, að maður fái ekki mæta honum,“ segir Ragnar Bragi. Sigurleysið bítur ekki á menn Fylkir hefur spilað fimm leiki í deildinni án þess að fagna sigri og situr í ellefta sæti, efra fallsætinu, með tólf stig. Það eru þó aðeins tvö stig upp í næstu lið og fimm stig upp í efri helming jafnrar deildarinnar. Ragnar segir sigurlausu hrinuna ekki farna að taka á hópinn. „Nei, alls ekki. Það er alltaf gamla tuggan með næsta leik og nýtt verkefni. Þetta er svo fljótt að breytast. Við sjáum tvo sigra í röð hjá ÍBV þá eru þeir allt í einu komnir í 7.-8. sæti. Núna eigum við Valsarana í kvöld en svo eigum við einhverja tólf leiki á móti liðunum í kringum okkur eftir. Það verður bara skemmtileg barátta og við förum fullir sjálfstrausts inn í þau verkefni.“ Ekkert erfiðara en að sitja aðgerðalaus í stúkunni Ragnar var í leikbanni þegar Fylkir tapaði 5-1 fyrir Breiðabliki á föstudaginn var og segir það ávallt erfitt. Hann mæti þeim mun ákveðnari til leiks í kvöld eftir fríið á föstudagskvöldið. „Það er alltaf langerfiðast að vera í stúkunni og geta ekki haft nein áhrif á neitt. Sérstaklega ef að illa fer,“ segir Ragnar og bætir við: „Maður mætir þeim mun spenntari til leiks í kvöld. Svo er bara langt síðan að maður hefur fengið að spila í góðu veðri. Við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og erum spenntir að mæta á Hlíðarenda að sækja þrjú stig.“ Leikur Vals og Fylkis er klukkan 19:15 í kvöld og hefst bein útsending klukkan 19:05 á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Valur Fylkir Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Sjá meira