„Það þýðir bara að ríkisstjórnin er sprungin“ Árni Sæberg skrifar 10. júlí 2023 11:00 Þórhildur Sunna og Bergþór eru sammála um að ríkisstjórnin hangi á bláþræði. Vísir/Vilhelm Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ítrekað kallað eftir því undanfarið að þing verði kallað saman. Þingflokksformaður Miðflokksins segir neitun stjórnarflokkanna þess efnis til marks um það að stjórnin sé hreinlega sprungin. Öll spjót standa á Vinstri grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsókn um þessar mundir. Þar spila helst inn í þrjú mál; hvalveiðimálið, Íslandsbankamálið og Lindarhvolsmálið. Margir hafa jafnvel fullyrt að ríkisstjórnarsamstarfið rambi á barmi falls. Þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, og Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, ræddu málin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Gríðarlega athygli vakti í síðustu viku þegar Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ritaði harðorða grein í Morgunblaðið um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að fresta hvalveiðum út sumarið. Hann sagði ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar að fresta hvalveiðum væri „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þessum ummælum hefur Svandís vísað til föðurhúsanna og sagt þau fyrst og fremst til heimabrúks. Þetta telja þau Þórhildur og Bergþór til marks um misklíð á stjórnarheimilinu. Svandís sýni Óla Birni vanvirðingu „Vanvirðingin sem matvælaráðherra sýnir þingflokksformanni stærsta stjórnarflokksins í þessu máli, með því hvernig hún talaði um grein Óla Björns, það er mjög eftirtektarvert. Og það í rauninni segir bara það, að þegar Óli Björn segir í Sprengisandi í morgun að tvær til þrjár vikur í þinginu myndu ekki duga til að leysa málið, það þýðir auðvitað bara það að ríkisstjórnin er sprungin,“ sagði Bergþór. „Hún hefur rétt fyrir sér,“ sagði Þórhildur og vísaði þar til Svandísar Nefndir þingsins þurfi að fara í saumana á Lindarhvolsmálinu Þórhildur Sunna ákvað upp á eigin spýtur að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda í Lindahvolsmálinu, eftir að hafa fengið hana í pósthólf sitt á Alþingi. Hún segir nauðsynlegt að þing verði kallað saman til þess að nefndir þingsins geti farið almennilega í sauma á málinu. Í greinargerðinni segir að pottur hafi víða verið brotinn þegar Lindarhvoll seldi svokallaðar stöðugleikaeignir þingsins. „Hvers vegna er svona mikið misræmi? Hver var valdurinn af allri þessari leyndarhyggju í öll þessi ár? Nú erum við með þetta allt fyrir opnum tjöldum og getum þá rætt þetta vonandi af einhverjum vitrænum hætti, frekar en þessi sirkus sem við vorum óviljugir þátttakendur í fram að þessu.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Píratar Hvalveiðar Salan á Íslandsbanka Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Matvælaráðherra hafnar allri gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og segir hana ekki rétta. Samtökin séu augljóslega að túlka málið sér í hag. Ekki standi til að afturkalla ákvörðunina um að fresta hvalveiðum í sumar. 7. júlí 2023 23:31 Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02 Segir ákvörðun ráðherrans til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun Matvælaráðherra um tímabundið bann við hvalveiðum vera til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu. Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni koma saman til fundar sem allra fyrst til að fá skýringar frá ráðherranum. 21. júní 2023 12:37 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Öll spjót standa á Vinstri grænum, Sjálfstæðisflokki og Framsókn um þessar mundir. Þar spila helst inn í þrjú mál; hvalveiðimálið, Íslandsbankamálið og Lindarhvolsmálið. Margir hafa jafnvel fullyrt að ríkisstjórnarsamstarfið rambi á barmi falls. Þau Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, og Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, ræddu málin í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Gríðarlega athygli vakti í síðustu viku þegar Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ritaði harðorða grein í Morgunblaðið um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að fresta hvalveiðum út sumarið. Hann sagði ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að ákvörðun Svandísar að fresta hvalveiðum væri „bein ögrun“ við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Þessum ummælum hefur Svandís vísað til föðurhúsanna og sagt þau fyrst og fremst til heimabrúks. Þetta telja þau Þórhildur og Bergþór til marks um misklíð á stjórnarheimilinu. Svandís sýni Óla Birni vanvirðingu „Vanvirðingin sem matvælaráðherra sýnir þingflokksformanni stærsta stjórnarflokksins í þessu máli, með því hvernig hún talaði um grein Óla Björns, það er mjög eftirtektarvert. Og það í rauninni segir bara það, að þegar Óli Björn segir í Sprengisandi í morgun að tvær til þrjár vikur í þinginu myndu ekki duga til að leysa málið, það þýðir auðvitað bara það að ríkisstjórnin er sprungin,“ sagði Bergþór. „Hún hefur rétt fyrir sér,“ sagði Þórhildur og vísaði þar til Svandísar Nefndir þingsins þurfi að fara í saumana á Lindarhvolsmálinu Þórhildur Sunna ákvað upp á eigin spýtur að birta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda í Lindahvolsmálinu, eftir að hafa fengið hana í pósthólf sitt á Alþingi. Hún segir nauðsynlegt að þing verði kallað saman til þess að nefndir þingsins geti farið almennilega í sauma á málinu. Í greinargerðinni segir að pottur hafi víða verið brotinn þegar Lindarhvoll seldi svokallaðar stöðugleikaeignir þingsins. „Hvers vegna er svona mikið misræmi? Hver var valdurinn af allri þessari leyndarhyggju í öll þessi ár? Nú erum við með þetta allt fyrir opnum tjöldum og getum þá rætt þetta vonandi af einhverjum vitrænum hætti, frekar en þessi sirkus sem við vorum óviljugir þátttakendur í fram að þessu.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Miðflokkurinn Píratar Hvalveiðar Salan á Íslandsbanka Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir „SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Matvælaráðherra hafnar allri gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og segir hana ekki rétta. Samtökin séu augljóslega að túlka málið sér í hag. Ekki standi til að afturkalla ákvörðunina um að fresta hvalveiðum í sumar. 7. júlí 2023 23:31 Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02 Segir ákvörðun ráðherrans til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun Matvælaráðherra um tímabundið bann við hvalveiðum vera til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu. Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni koma saman til fundar sem allra fyrst til að fá skýringar frá ráðherranum. 21. júní 2023 12:37 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„SFS er augljóslega að túlka málið sér í hag og ég er ósammála þeirri túlkun“ Matvælaráðherra hafnar allri gagnrýni framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og segir hana ekki rétta. Samtökin séu augljóslega að túlka málið sér í hag. Ekki standi til að afturkalla ákvörðunina um að fresta hvalveiðum í sumar. 7. júlí 2023 23:31
Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18
Svandís endurheimti traust með því að draga ákvörðun sína til baka Traust og trúnaður þarf að ríkja á milli ríkisstjórnarflokkanna til að hægt sé að takast á við þau verkefni sem hún stendur frammi fyrir, segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Framganga matvælaráðherra við tímabundið bann hennar á hvalveiðum væri bein ögrun við stjórnarsamstarfið 5. júlí 2023 13:02
Segir ákvörðun ráðherrans til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun Matvælaráðherra um tímabundið bann við hvalveiðum vera til marks um ósanngjarna og óeðlilega stjórnsýslu. Formaður atvinnuveganefndar segir að nefndin muni koma saman til fundar sem allra fyrst til að fá skýringar frá ráðherranum. 21. júní 2023 12:37