Hópur manna reyndi að synda í Reynisfjöru Eiður Þór Árnason skrifar 10. júlí 2023 07:00 Bannað er fara út í sjóinn við Reynisfjöru en erfitt er að framfylgja reglunni. Aðsend Hópur manna sást í gær stinga sér til sunds í Reynisfjöru þar sem sterkir hafstraumar hafa áður stefnt lífi margra erlendra ferðamanna í hættu. Mönnunum virtist ekki hafa orðið meint af en fimm banaslys hafa orðið í fjörunni á síðustu sex árum. Samkvæmt sjónarvotti var um að ræða fjóra unga menn og jafnvel drengi sem gáfu lítið fyrir viðvörunarorð fólks á staðnum. Engin gæsla er á svæðinu en að sögn lögreglunnar á Suðurlandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar barst engin tilkynning um atvikið inn á þeirra borð. Íris Guðnadóttir sem er meðal landeigenda að Reynisfjöru hafði ekki heldur heyrt af málinu þegar fréttastofa náði af henni tali en sagði það skýrt að óheimilt væri að synda í fjörunni. Það kæmi til að mynda fram á viðvörunarskilti á svæðinu. Mennirnir voru ekki að stressa sig mikið á öldurótinu.Aðsend Reynt að auka öryggi á svæðinu Hópur landeigenda hefur átt í samtali við stjórnvöld um að auka öryggi ferðamanna á þessum vinsæla ferðamannastað og var sérstakur samráðshópur myndaður til að vinna að því markmiði. Íris segir að afrakstur þeirrar vinnu sé meðal annars nýlegt ölduspákerfi, fleiri og betri merkingar með korti sem sýnir hvar hættusvæði liggi, viðvörunarljós og heimasíða. Hún segir samstarf landeigenda við ferðamálastofu, ráðherra ferðamála, Landsbjörg og Vegagerðina vera farsælt en ekki hafi verið tekið til skoðunar að koma upp mannaðri gæslu í fjörunni. Aðsend Aðsend „Það er í rauninni búið að skila af sér sinni vinnu en það stóð í raun aldrei til að fara í einhverja öryggisgæslu. En við landeigendur erum svo sem alltaf að hugsa um hvað við getum gert til að bæta öryggi og höfum alveg rætt það en það er svo sem engin niðurstaða varðandi það enn þá,“ segir Íris, einn landeigenda að Reynisfjöru. Þegar uppi er staðið sé erfitt að koma alfarið í veg fyrir að fólk fari óvarlega í Reynisfjöru. „Þetta er náttúrlega bara frjálst land, við gerum ekki gert annað en að upplýsa og benda á.“ Aðsend Aðsend Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Sjósund Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Samkvæmt sjónarvotti var um að ræða fjóra unga menn og jafnvel drengi sem gáfu lítið fyrir viðvörunarorð fólks á staðnum. Engin gæsla er á svæðinu en að sögn lögreglunnar á Suðurlandi og Slysavarnafélagsins Landsbjargar barst engin tilkynning um atvikið inn á þeirra borð. Íris Guðnadóttir sem er meðal landeigenda að Reynisfjöru hafði ekki heldur heyrt af málinu þegar fréttastofa náði af henni tali en sagði það skýrt að óheimilt væri að synda í fjörunni. Það kæmi til að mynda fram á viðvörunarskilti á svæðinu. Mennirnir voru ekki að stressa sig mikið á öldurótinu.Aðsend Reynt að auka öryggi á svæðinu Hópur landeigenda hefur átt í samtali við stjórnvöld um að auka öryggi ferðamanna á þessum vinsæla ferðamannastað og var sérstakur samráðshópur myndaður til að vinna að því markmiði. Íris segir að afrakstur þeirrar vinnu sé meðal annars nýlegt ölduspákerfi, fleiri og betri merkingar með korti sem sýnir hvar hættusvæði liggi, viðvörunarljós og heimasíða. Hún segir samstarf landeigenda við ferðamálastofu, ráðherra ferðamála, Landsbjörg og Vegagerðina vera farsælt en ekki hafi verið tekið til skoðunar að koma upp mannaðri gæslu í fjörunni. Aðsend Aðsend „Það er í rauninni búið að skila af sér sinni vinnu en það stóð í raun aldrei til að fara í einhverja öryggisgæslu. En við landeigendur erum svo sem alltaf að hugsa um hvað við getum gert til að bæta öryggi og höfum alveg rætt það en það er svo sem engin niðurstaða varðandi það enn þá,“ segir Íris, einn landeigenda að Reynisfjöru. Þegar uppi er staðið sé erfitt að koma alfarið í veg fyrir að fólk fari óvarlega í Reynisfjöru. „Þetta er náttúrlega bara frjálst land, við gerum ekki gert annað en að upplýsa og benda á.“ Aðsend Aðsend
Ferðamennska á Íslandi Reynisfjara Mýrdalshreppur Sjósund Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira