Varar við mótmælum sem gætu valdið alvarlegum meiðslum eða dauða Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. júlí 2023 07:01 Framkvæmdarstjóri breska Silverstone-kappakstursins í Formúlu 1 hefur engan áhuga á því að sjá mótmælendur hlaupa út á brautina. Eðlilega svo sem. Vísir/Getty Stuart Pringle, framkvæmdarstjóri breska Silverstone-kappakstursins í Formúlu 1, varar þá sem gætu ætlað sér að nýta kappaksturinn til mótmæla við því að hlaupa inn á brautina þar sem það gæti valdið alvarlegum slysum eða dauða. Nokkrir íþróttaviðburðir hafa verið truflaðir undanfarnar vikur og mánuði af umhverfis- og dýraverndunarsamtökum sem hafa nýtt vel sótta viðburði til að vekja athygli á malstað sínum. Nýlegasta dæmið er frá Wimbledon-mótinu í tennis þar sem einstaklingar á vegum samtakanna Just Stop Oil sá til þess að gera þurfti hlé á viðureignum. Pringle segir hins vegar að munurinn á því að stöðva tennisleik og kappakstur í Formúlu 1 sé sá að það síðarnefnda geti haft mun alvarlegri afleiðingar í för með sér. „Það er fáránlegt kæruleysi að leggja eigið líf að veði fyrir málstaðinn,“ sagði Pringle. „Þetta gæti líka sett líf ökumanna, áhorfenda og starfsmanna í hættu.“ Hann segir að um 480 þúsund manns verði á svæðinu þegar Silverstone-kappaksturinn fer fram um helgina og að þrátt fyrir að brautin sé girt af sé girðingin ekki hönnuð til að halda fólki af brautinni. „Þetta er öðruvísi en í krikket eða tennis. Við erum með girðingu sem er hönnuð til að koma í veg fyrir að fljúgandi partar úr kappakstursbíl fari upp í stúku ef slys verður,“ bætti hann við. „Það hjálpar klárlega, en girðingin er hönnuð til þess en ekki til að stöðva einhverja manneskju sem er ákveðin í því að komast inn á brautina og leggja líf sitt í hættu.“ Akstursíþróttir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Nokkrir íþróttaviðburðir hafa verið truflaðir undanfarnar vikur og mánuði af umhverfis- og dýraverndunarsamtökum sem hafa nýtt vel sótta viðburði til að vekja athygli á malstað sínum. Nýlegasta dæmið er frá Wimbledon-mótinu í tennis þar sem einstaklingar á vegum samtakanna Just Stop Oil sá til þess að gera þurfti hlé á viðureignum. Pringle segir hins vegar að munurinn á því að stöðva tennisleik og kappakstur í Formúlu 1 sé sá að það síðarnefnda geti haft mun alvarlegri afleiðingar í för með sér. „Það er fáránlegt kæruleysi að leggja eigið líf að veði fyrir málstaðinn,“ sagði Pringle. „Þetta gæti líka sett líf ökumanna, áhorfenda og starfsmanna í hættu.“ Hann segir að um 480 þúsund manns verði á svæðinu þegar Silverstone-kappaksturinn fer fram um helgina og að þrátt fyrir að brautin sé girt af sé girðingin ekki hönnuð til að halda fólki af brautinni. „Þetta er öðruvísi en í krikket eða tennis. Við erum með girðingu sem er hönnuð til að koma í veg fyrir að fljúgandi partar úr kappakstursbíl fari upp í stúku ef slys verður,“ bætti hann við. „Það hjálpar klárlega, en girðingin er hönnuð til þess en ekki til að stöðva einhverja manneskju sem er ákveðin í því að komast inn á brautina og leggja líf sitt í hættu.“
Akstursíþróttir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira