Stærsti skjálftinn 4,8 að stærð Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2023 08:40 Skjálftavirknin í Fagradalsfjalli hefur verið linnulaus í morgun. Vísir/Vilhelm Fjórir skjálftar við Fagradalsfjall hafa mælst stærri en 4 frá klukkan 7:30 í morgun. Stærsti skjálftinn hefur mælst 4,8 að stærð en hann varð klukkan 8:21. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að virknin sem hófst við Fagradalsfjall í gær hafi haldið linnulaust áfram í nótt og hafi yfir 1.600 jarðskjálftar mælst. „Alls hafa átta skjálftar mælst yfir þremur að stærð og hafa þeir fundist vel á Reykjanesskaganum, höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Frá um kl. 07:30 hafa fjórir skjálftar yfir fjórum að stærð mælst, sá stærsti kl. 08:21, 4,6 að stærð. Búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni næstu daga og er fólki ráðlagt frá því að ferðast um á svæðinu þar sem auknar líkur eru á grjóthruni,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt yfirförnum niðurstöðum á vef Veðurstofunnar er skjálftinn þó staðfestur sem 4,8 að stærð. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, er nú á leið til Grindavíkur en hann hefur verið í sumarfríi á Suðurlandi. Vísir/Arnar Grindvíkingar rólegir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir Grindvíkinga rólega vegna stöðuna enda öllu vanir. „Það er rólegt yfir fólkinu í bænum. Það voru einhverjir sem fundu fyrir skjálftunum í nótt og í morgun en aðrir sem sváfu þetta af sér.“ Fannar hefur sjálfur verið í fríi á Suðurlandi síðustu daga en er nú á leiðinni til Grindavíkur vegna stöðunnar. „Ég er búinn að heyra í nokkrum og fólk er rólegt. Við þekkjum þetta orðið og erum með allt klárt ef þarf. Almannavarnateymið fundar og samskipti eru mikil. Búast má við miklum straumi ferðamanna, en það er auðvitað þannig að það er ekki gott að vera þarna um þessar mundir þegar staðan er þessi,“ segir Fannar. Kvikuinnskot Í byrjun apríl á þessu ári hófst landris við Fagradalsfjall og er talið að virknin nú stafi af völdum kvikuinnskots á um fimm kílómetradýpi. Í tilkynningunni frá Veðurstofunni segir að sólarhringsvakt Veðurstofunnar muni halda áfram að vakta svæðið náið. „Vísindamenn Veðurstofunnar og Háskóla Íslands munu funda með Almannavörnum kl. 9 og fara yfir frekari gögn,“ segir í tilkynningunni. Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar klukkan 7:30 í morgun. Stórir skjálftar urðu einnig klukkan 7:42 og 7:46. Klukkan 8:21 varð skjálfti í kringum 4 að stærð. 5. júlí 2023 07:38 Almannavarnir funda með vísindamönnum klukkan 9 Yfir 1.600 jarðskjálftar hafa mælst við Fagradalsfjall frá því að hrina hófst í gær. Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð og frá klukkan 7.30 fjórir yfir fjórum, sá stærsti 4,6 stig. 5. júlí 2023 06:09 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að virknin sem hófst við Fagradalsfjall í gær hafi haldið linnulaust áfram í nótt og hafi yfir 1.600 jarðskjálftar mælst. „Alls hafa átta skjálftar mælst yfir þremur að stærð og hafa þeir fundist vel á Reykjanesskaganum, höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Frá um kl. 07:30 hafa fjórir skjálftar yfir fjórum að stærð mælst, sá stærsti kl. 08:21, 4,6 að stærð. Búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni næstu daga og er fólki ráðlagt frá því að ferðast um á svæðinu þar sem auknar líkur eru á grjóthruni,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt yfirförnum niðurstöðum á vef Veðurstofunnar er skjálftinn þó staðfestur sem 4,8 að stærð. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, er nú á leið til Grindavíkur en hann hefur verið í sumarfríi á Suðurlandi. Vísir/Arnar Grindvíkingar rólegir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir Grindvíkinga rólega vegna stöðuna enda öllu vanir. „Það er rólegt yfir fólkinu í bænum. Það voru einhverjir sem fundu fyrir skjálftunum í nótt og í morgun en aðrir sem sváfu þetta af sér.“ Fannar hefur sjálfur verið í fríi á Suðurlandi síðustu daga en er nú á leiðinni til Grindavíkur vegna stöðunnar. „Ég er búinn að heyra í nokkrum og fólk er rólegt. Við þekkjum þetta orðið og erum með allt klárt ef þarf. Almannavarnateymið fundar og samskipti eru mikil. Búast má við miklum straumi ferðamanna, en það er auðvitað þannig að það er ekki gott að vera þarna um þessar mundir þegar staðan er þessi,“ segir Fannar. Kvikuinnskot Í byrjun apríl á þessu ári hófst landris við Fagradalsfjall og er talið að virknin nú stafi af völdum kvikuinnskots á um fimm kílómetradýpi. Í tilkynningunni frá Veðurstofunni segir að sólarhringsvakt Veðurstofunnar muni halda áfram að vakta svæðið náið. „Vísindamenn Veðurstofunnar og Háskóla Íslands munu funda með Almannavörnum kl. 9 og fara yfir frekari gögn,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar klukkan 7:30 í morgun. Stórir skjálftar urðu einnig klukkan 7:42 og 7:46. Klukkan 8:21 varð skjálfti í kringum 4 að stærð. 5. júlí 2023 07:38 Almannavarnir funda með vísindamönnum klukkan 9 Yfir 1.600 jarðskjálftar hafa mælst við Fagradalsfjall frá því að hrina hófst í gær. Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð og frá klukkan 7.30 fjórir yfir fjórum, sá stærsti 4,6 stig. 5. júlí 2023 06:09 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Sjá meira
Skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar klukkan 7:30 í morgun. Stórir skjálftar urðu einnig klukkan 7:42 og 7:46. Klukkan 8:21 varð skjálfti í kringum 4 að stærð. 5. júlí 2023 07:38
Almannavarnir funda með vísindamönnum klukkan 9 Yfir 1.600 jarðskjálftar hafa mælst við Fagradalsfjall frá því að hrina hófst í gær. Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð og frá klukkan 7.30 fjórir yfir fjórum, sá stærsti 4,6 stig. 5. júlí 2023 06:09