Láttu gott af þér leiða og fáðu skattaafslátt í staðinn Thelma Lind Jóhannsdóttir skrifar 4. júlí 2023 14:30 Þann 1. júní voru inneignir frá skattinum greiddar út. Í tilefni þess er ágætt að minna fólk á að í lok árs 2021 var ný löggjöf samþykkt sem felur í sér að einstaklingar geta fengið skattaafslátt/lækkun á tekjuskattsstofni fyrir allt að 350.000 krónur á ári, vegna framlaga til almannaheillafélaga. Almannaheillafélög eru óhagnaðardrifin félög sem starfa til dæmis við mannúðar- og líknarstarfsemi og æskulýðs- og menningarstarfsemi. Þessi nýju lög þýða að fólk sem greiðir framlög til almannaheillafélaga fá endurgreiðslu á skatti ef framlög eru hærri en 10.000 kr. á ári. Afslátturinn er reiknaður út sjálfkrafa á sama tíma og skattframtali er skilað. Mörg þessara félaga sjá alfarið um að ganga frá skattaafslættinum fyrir styrktaraðila sína. Förum aðeins nánar í útreikningana. Hafi einstaklingur greitt 5.000 krónur á mánuði til almannaheillafélags á borð við UN Women á Íslandi, fær sá einstaklingur sjálfkrafa 1.898 kr.* afslátt og greiðir því eingöngu 3.102 krónur úr eigin vasa. Heildarupphæðin rennur þó öll til félagsins. Einstaklingar sem greiða á annað borð framlög til almannaheillafélaga hafa því færi á að hækka mánaðarlegt framlag sitt úr 5.000 krónum upp í tæplega 8.000 krónur á mánuði en greiða áfram aðeins 5.000 krónur úr eigin vasa. Önnur dæmi: Einstaklingur sem greiðir 3.000 kr. á mánuði fær 1.139 kr. sjálfkrafa í afslátt. Það gerir um 13.670 kr. endurgreiðslu yfir árið. Einstaklingur sem veitir 50.000 kr. styrk til almannaheillafélags fær 18.975 kr. skattaafslátt og endurgreiðslu. Löggjöfin var samþykkt með það að leiðarljósi að hvetja einstaklinga til að styðja enn frekar við almannaheillafélög og láta þannig gott af sér leiða. Félagasamtök veita oft og tíðum þjónustu sem hið opinbera tekur ekki þátt í. Því er starfsemi almannaheillafélaga gríðarlega mikilvæg ekki aðeins okkar samfélagi, heldur samfélögum um allan heim. Við hvetjum öll sem styðja við störf almannaheillafélaga til þess að hafa þessa nýju löggjöf í huga. En vert er að taka fram að lögin ná einnig til fyrirtækja. Þannig geta fyrirtæki einnig fengið skattaafslátt sem nemur allt að 1.5% af tekjuskattsstofni. Baráttan fyrir jafnrétti hefur mætt mikilli mótstöðu undanfarin ár. Við höfum horft upp á hvernig konur og hinsegin fólk um allan heim hafa misst grundvallarmannréttindi sín á einu augnabliki. Það er erfitt að horfa upp á slíkt óréttlæti eiga sér stað og upplifa hjálparleysi andspænis því. Það hefur því sjaldan verið jafn mikilvægt og einmitt nú að styðja við réttindabaráttu þessara hópa. *Tekjuskattshlutfall er breytilegt og er skattaafsláttur einstaklinga frá 31.45% - 46.25%. Meðalskattaafsláttur er 37.95%. Miðað er við 37.95% afslátt í útreikningum. Höfundur er fjármála- og fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 1. júní voru inneignir frá skattinum greiddar út. Í tilefni þess er ágætt að minna fólk á að í lok árs 2021 var ný löggjöf samþykkt sem felur í sér að einstaklingar geta fengið skattaafslátt/lækkun á tekjuskattsstofni fyrir allt að 350.000 krónur á ári, vegna framlaga til almannaheillafélaga. Almannaheillafélög eru óhagnaðardrifin félög sem starfa til dæmis við mannúðar- og líknarstarfsemi og æskulýðs- og menningarstarfsemi. Þessi nýju lög þýða að fólk sem greiðir framlög til almannaheillafélaga fá endurgreiðslu á skatti ef framlög eru hærri en 10.000 kr. á ári. Afslátturinn er reiknaður út sjálfkrafa á sama tíma og skattframtali er skilað. Mörg þessara félaga sjá alfarið um að ganga frá skattaafslættinum fyrir styrktaraðila sína. Förum aðeins nánar í útreikningana. Hafi einstaklingur greitt 5.000 krónur á mánuði til almannaheillafélags á borð við UN Women á Íslandi, fær sá einstaklingur sjálfkrafa 1.898 kr.* afslátt og greiðir því eingöngu 3.102 krónur úr eigin vasa. Heildarupphæðin rennur þó öll til félagsins. Einstaklingar sem greiða á annað borð framlög til almannaheillafélaga hafa því færi á að hækka mánaðarlegt framlag sitt úr 5.000 krónum upp í tæplega 8.000 krónur á mánuði en greiða áfram aðeins 5.000 krónur úr eigin vasa. Önnur dæmi: Einstaklingur sem greiðir 3.000 kr. á mánuði fær 1.139 kr. sjálfkrafa í afslátt. Það gerir um 13.670 kr. endurgreiðslu yfir árið. Einstaklingur sem veitir 50.000 kr. styrk til almannaheillafélags fær 18.975 kr. skattaafslátt og endurgreiðslu. Löggjöfin var samþykkt með það að leiðarljósi að hvetja einstaklinga til að styðja enn frekar við almannaheillafélög og láta þannig gott af sér leiða. Félagasamtök veita oft og tíðum þjónustu sem hið opinbera tekur ekki þátt í. Því er starfsemi almannaheillafélaga gríðarlega mikilvæg ekki aðeins okkar samfélagi, heldur samfélögum um allan heim. Við hvetjum öll sem styðja við störf almannaheillafélaga til þess að hafa þessa nýju löggjöf í huga. En vert er að taka fram að lögin ná einnig til fyrirtækja. Þannig geta fyrirtæki einnig fengið skattaafslátt sem nemur allt að 1.5% af tekjuskattsstofni. Baráttan fyrir jafnrétti hefur mætt mikilli mótstöðu undanfarin ár. Við höfum horft upp á hvernig konur og hinsegin fólk um allan heim hafa misst grundvallarmannréttindi sín á einu augnabliki. Það er erfitt að horfa upp á slíkt óréttlæti eiga sér stað og upplifa hjálparleysi andspænis því. Það hefur því sjaldan verið jafn mikilvægt og einmitt nú að styðja við réttindabaráttu þessara hópa. *Tekjuskattshlutfall er breytilegt og er skattaafsláttur einstaklinga frá 31.45% - 46.25%. Meðalskattaafsláttur er 37.95%. Miðað er við 37.95% afslátt í útreikningum. Höfundur er fjármála- og fjáröflunarstýra UN Women á Íslandi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun