„Á að vera leyfilegt að mótmæla en þetta er ótrúlegt lélegt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júlí 2023 07:00 Heims- og ólympíumeistarinn Karsten Warholm rétt slapp áður en mótmælendurnir hlupu inn á hlaupabrautina. Vísir/EPA Umhverfissinnar hlupu inn á hlaupabrautina við lok 400 metra grindahlaupsins á Demantamótinu í Stokkhólmi í gær. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Svíar lenda í vandræðum vegna svipaðra mótmæla á stórviðburðum. Dementamótaröðin í frjálsum íþróttum er í fullum gangi þessar vikurnar og í gær fór mót fram í Stokkhólmi þar sem margar af stærstu stjörnum frjálsíþróttaheimsins voru samankomnar. Norðmaðurinn Karsten Warholm kom fyrstur í mark í 400 metra hlaupi karla en minnstu munaði að heims- og ólympíumeistarinn gæti ekki klárað hlaupið. Í þann mund sem hann hljóp yfir marklínuna fóru mótmælendur inn á hlaupabrautina og stilltu sér upp fyrir þeim keppendur sem áttu eftir að hlaupa í mark. „Ég varð reiður. Þetta er kjánalegt og forkastanlegt,“ sagði Warholm í samtali við sænska ríkissjónvarpið SVT eftir hlaupið. „Það á að vera leyfilegt að mótmæla en þetta er ótrúlega lélegt. Þetta er ekki rétta aðferðin, sama um hvað málið snýst.“ Protestors disrupt the conclusion of the 400m hurdles at tonight's Diamond League event in Stockholmpic.twitter.com/OMGxXo6G0k— Balls.ie (@ballsdotie) July 2, 2023 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Svíar lenda í vandræðum á stórviðburðum vegna mótmæla umhverfissinna. Þegar Loreen söng á úrslitakvöldi Melodifestivalen var hún trufluð af mótmælendum og þurfti að endurtaka atriði sitt. Þá hafa mótmælendur hlaupið inn á völlinn í miðjum bikarúrslitaleik í knattspyrnu, truflað úrslitaþátt Idol og fleiri stóra viðburði. „Ótrúlega leiðinlegt að þetta hafi gerst, að þeir ráðist inn á okkar viðburð. Hlaupararnir voru næstum því keyrðir niður,“ sagði Jan Kowalski sem var framkvæmdastjóri Demantamótsins í gær. „Við höfum séð þetta gerast á öðrum viðburðum og vorum tilbúin. Við vissum hvað við ættum að gera ef þetta myndi gerast, að sama skapi getum við ekki sett óeirðagirðingu í kringum allan völlinn á svona viðburði. Við gerðum það sem við gátum og vorum fljót að bregðast við.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Sjá meira
Dementamótaröðin í frjálsum íþróttum er í fullum gangi þessar vikurnar og í gær fór mót fram í Stokkhólmi þar sem margar af stærstu stjörnum frjálsíþróttaheimsins voru samankomnar. Norðmaðurinn Karsten Warholm kom fyrstur í mark í 400 metra hlaupi karla en minnstu munaði að heims- og ólympíumeistarinn gæti ekki klárað hlaupið. Í þann mund sem hann hljóp yfir marklínuna fóru mótmælendur inn á hlaupabrautina og stilltu sér upp fyrir þeim keppendur sem áttu eftir að hlaupa í mark. „Ég varð reiður. Þetta er kjánalegt og forkastanlegt,“ sagði Warholm í samtali við sænska ríkissjónvarpið SVT eftir hlaupið. „Það á að vera leyfilegt að mótmæla en þetta er ótrúlega lélegt. Þetta er ekki rétta aðferðin, sama um hvað málið snýst.“ Protestors disrupt the conclusion of the 400m hurdles at tonight's Diamond League event in Stockholmpic.twitter.com/OMGxXo6G0k— Balls.ie (@ballsdotie) July 2, 2023 Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Svíar lenda í vandræðum á stórviðburðum vegna mótmæla umhverfissinna. Þegar Loreen söng á úrslitakvöldi Melodifestivalen var hún trufluð af mótmælendum og þurfti að endurtaka atriði sitt. Þá hafa mótmælendur hlaupið inn á völlinn í miðjum bikarúrslitaleik í knattspyrnu, truflað úrslitaþátt Idol og fleiri stóra viðburði. „Ótrúlega leiðinlegt að þetta hafi gerst, að þeir ráðist inn á okkar viðburð. Hlaupararnir voru næstum því keyrðir niður,“ sagði Jan Kowalski sem var framkvæmdastjóri Demantamótsins í gær. „Við höfum séð þetta gerast á öðrum viðburðum og vorum tilbúin. Við vissum hvað við ættum að gera ef þetta myndi gerast, að sama skapi getum við ekki sett óeirðagirðingu í kringum allan völlinn á svona viðburði. Við gerðum það sem við gátum og vorum fljót að bregðast við.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Mörk og fagnaðarlæti Íra í Búdapest Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði Jökull Andrésson í FH „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Reynslumiklar Valskonur kveðja „Þetta er allt annað dæmi“ „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Skrýtið að spila þennan leik“ „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi „Hrikalega stoltur af stelpunum“ England og Frakkland gulltryggðu farseðilinn á HM Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Tryggvi fyllti í tölfræðiskýrsluna en Real vann leikinn Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ „Óhræddir við að vinna þennan leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Sjá meira