Arnór skilur sáttur við Danina: „Mikill munur á að lenda í fimmta sæti eða því áttunda“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2023 12:28 Arnór Atlason stýrði danska U-21 árs landsliðinu í síðasta sinn í dag. vísir/getty Arnór Atlason var ánægður með að dönsku strákarnir hans hefðu tryggt sér 5. sætið á HM U-21 árs liða með sigri á Portúgal, 30-25, í dag. Danir hristu af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum HM og unnu Færeyinga og Portúgali í síðustu tveimur leikjum sínum. Arnór kveðst ánægður með árangur danska liðsins en segir að það hefði samt getað náð enn lengra á mótinu. „Þetta er frábær endir og þetta var það sem við ætluðum okkur eftir að við duttum út á móti Þjóðverjunum. Við endum í 5. sæti og einu leikirnir sem við höfum tapað eru gegn Ungverjalandi og Þýskalandi sem eru sennilega langsterkustu liðin hérna,“ sagði Arnór í samtali við Vísi eftir leikinn um 5. sætið. Ungverjar og Þjóðverjar mætast einmitt í úrslitaleik HM seinna í dag. „Við getum farið sáttir heim. Það er mikill munur á að lenda í 5. sæti eða því áttunda. Heilt yfir spiluðum við fínt mót en mér finnst eins og það búi aðeins í meira í liðinu. Ef við hefðum lyft nokkrum leikmönnum á aðeins hærra plan hefðum við kannski getað gert meira gegn Ungverjum eða Þjóðverjum en það eru frábær lið og verðskuldað að þau spili úrslitaleikinn.“ Leikurinn í dag var sá síðasti hjá Arnóri sem þjálfara U-21 árs liðs Danmerkur. Hann skilur sáttur við danska handknattleikssambandið. „Mjög svo. Þetta er búið að vera frábær ár og mjög áhugavert að sjá hvernig svona stórt handboltasamband virkar. Ég bý alltaf að þessu. Mér finnst þetta hafa verið frábær tími og ég er stoltur að það hafi verið leitað til mín á sínum tíma. Ég hef prófað ýmislegt en það hefur verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að vinna með þessum strákum,“ sagði Arnór sem tekur við tveimur nýjum störfum í sumar, sem þjálfari Team Tvis Holstebro í Danmörku og sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira
Danir hristu af sér vonbrigðin eftir tapið fyrir Þjóðverjum í átta liða úrslitum HM og unnu Færeyinga og Portúgali í síðustu tveimur leikjum sínum. Arnór kveðst ánægður með árangur danska liðsins en segir að það hefði samt getað náð enn lengra á mótinu. „Þetta er frábær endir og þetta var það sem við ætluðum okkur eftir að við duttum út á móti Þjóðverjunum. Við endum í 5. sæti og einu leikirnir sem við höfum tapað eru gegn Ungverjalandi og Þýskalandi sem eru sennilega langsterkustu liðin hérna,“ sagði Arnór í samtali við Vísi eftir leikinn um 5. sætið. Ungverjar og Þjóðverjar mætast einmitt í úrslitaleik HM seinna í dag. „Við getum farið sáttir heim. Það er mikill munur á að lenda í 5. sæti eða því áttunda. Heilt yfir spiluðum við fínt mót en mér finnst eins og það búi aðeins í meira í liðinu. Ef við hefðum lyft nokkrum leikmönnum á aðeins hærra plan hefðum við kannski getað gert meira gegn Ungverjum eða Þjóðverjum en það eru frábær lið og verðskuldað að þau spili úrslitaleikinn.“ Leikurinn í dag var sá síðasti hjá Arnóri sem þjálfara U-21 árs liðs Danmerkur. Hann skilur sáttur við danska handknattleikssambandið. „Mjög svo. Þetta er búið að vera frábær ár og mjög áhugavert að sjá hvernig svona stórt handboltasamband virkar. Ég bý alltaf að þessu. Mér finnst þetta hafa verið frábær tími og ég er stoltur að það hafi verið leitað til mín á sínum tíma. Ég hef prófað ýmislegt en það hefur verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt að vinna með þessum strákum,“ sagði Arnór sem tekur við tveimur nýjum störfum í sumar, sem þjálfari Team Tvis Holstebro í Danmörku og sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins.
Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Rísa þær upp eftir risatap? Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ Sjá meira