Ásmundur Tryggvason hættur hjá Íslandsbanka Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2023 18:59 Ásmundur Tryggvason keypti rúmlega 96 þúsund hluti fyrir rúmar ellefu milljónir í útboðinu og hafði einnig samband við regluvörð til að liðka fyrir kaupum starfsmanna. Hann hefur nú stigið til hliðar. Aðsent Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri á sviði fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar. Kristín Hrönn Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í hans stað. Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka frá því í kvöld. Ásmundur Tryggvason hefur gegnt stöðunni frá árinu 2019. Það hefur verið mikil ólga í kringum Íslandsbanka undanfarið í kjölfar skýrslu Fjármálaeftirlitsins um bankasöluna sem sýndi að bankinn hefði framið alvarleg brot við söluna. Í skýrslunni kom fram að Ásmundur hefði sett sig í samband við regluvörð Íslandsbanka til að liðka fyrir kaupum starfsmanna bankans í útboðinu en sjálfur keypti hann rúmlega 96 þúsund hluti fyrir rúmar ellefu milljónir. Þess ber einnig að geta að hann er eiginmaður Önnu Lísu Björnsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Vinstri grænna. Fylgir í fótspor Birnu Birna Einarsdóttir, bankastjóri, sagði upp störfum í vikunni og var Jón Guðni Ómarsson ráðinn í hennar stað. Nú er Ásmundur líka hættur og hefur Kristín Hrönn Guðmundsdóttir verið ráðin í staðinn. Í tilkynningu Íslandsbanka segir að Kristín Hrönn sé með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands, stjórnendagráðu frá IESE Business School í Barcelona og hafi lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hún hafi yfir tuttugu ára reynslu sem stjórnandi á fjármálamörkuðum. Hún stýrði teymi verslunar og þjónustu meðal stærri fyrirtækja á árunum 2013-2019 og hefur síðan þá verið forstöðumaður Fjármála, reksturs og stefnumótunar á sviðinu auk þess að sitja í lánanefndum, efnahagsnefnd og fjárfestingarráði bankans. „Um leið og við þökkum Ásmundi fyrir hans störf bjóðum við Kristínu Hrönn velkomna í framkvæmdastjórn. Hún hefur víðtæka reynslu sem á eftir að nýtast vel í störfum hennar fyrir bankann,“ sagði Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka. Salan á Íslandsbanka Vistaskipti Íslenskir bankar Íslandsbanki Tengdar fréttir Segist maðurinn til að leiða bankann áfram og tekur varnaðarorðum VR alvarlega Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. 29. júní 2023 18:47 Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07 Katastrófísk krísustjórnun Íslandsbanka Þeir sem sinna almannatengslum klóra sér margir hverjir í kolli vegna viðbragða Birnu Einarsdóttur fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka og samskiptadeildar bankans í aðdraganda þess að hún þurfti svo nauðbeygð að segja upp störfum. 28. júní 2023 17:15 Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Íslandsbanka frá því í kvöld. Ásmundur Tryggvason hefur gegnt stöðunni frá árinu 2019. Það hefur verið mikil ólga í kringum Íslandsbanka undanfarið í kjölfar skýrslu Fjármálaeftirlitsins um bankasöluna sem sýndi að bankinn hefði framið alvarleg brot við söluna. Í skýrslunni kom fram að Ásmundur hefði sett sig í samband við regluvörð Íslandsbanka til að liðka fyrir kaupum starfsmanna bankans í útboðinu en sjálfur keypti hann rúmlega 96 þúsund hluti fyrir rúmar ellefu milljónir. Þess ber einnig að geta að hann er eiginmaður Önnu Lísu Björnsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Vinstri grænna. Fylgir í fótspor Birnu Birna Einarsdóttir, bankastjóri, sagði upp störfum í vikunni og var Jón Guðni Ómarsson ráðinn í hennar stað. Nú er Ásmundur líka hættur og hefur Kristín Hrönn Guðmundsdóttir verið ráðin í staðinn. Í tilkynningu Íslandsbanka segir að Kristín Hrönn sé með B.Sc. gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands, stjórnendagráðu frá IESE Business School í Barcelona og hafi lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Hún hafi yfir tuttugu ára reynslu sem stjórnandi á fjármálamörkuðum. Hún stýrði teymi verslunar og þjónustu meðal stærri fyrirtækja á árunum 2013-2019 og hefur síðan þá verið forstöðumaður Fjármála, reksturs og stefnumótunar á sviðinu auk þess að sitja í lánanefndum, efnahagsnefnd og fjárfestingarráði bankans. „Um leið og við þökkum Ásmundi fyrir hans störf bjóðum við Kristínu Hrönn velkomna í framkvæmdastjórn. Hún hefur víðtæka reynslu sem á eftir að nýtast vel í störfum hennar fyrir bankann,“ sagði Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka.
Salan á Íslandsbanka Vistaskipti Íslenskir bankar Íslandsbanki Tengdar fréttir Segist maðurinn til að leiða bankann áfram og tekur varnaðarorðum VR alvarlega Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. 29. júní 2023 18:47 Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07 Katastrófísk krísustjórnun Íslandsbanka Þeir sem sinna almannatengslum klóra sér margir hverjir í kolli vegna viðbragða Birnu Einarsdóttur fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka og samskiptadeildar bankans í aðdraganda þess að hún þurfti svo nauðbeygð að segja upp störfum. 28. júní 2023 17:15 Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Segist maðurinn til að leiða bankann áfram og tekur varnaðarorðum VR alvarlega Formaður VR segir félagið hætta milljarða viðskiptum sínum við Íslandsbanka ef bankinn telji það eitt duga að bankastjórinn hætti störfum vegna fjölmargra brota við útboð bankans á hlut ríkisins í fyrra. Nýr bankastjóri leggur áherslu á að bankinn bregðist við umbótakröfum Fjármálaeftirlitsins og segir sjálfsagt að biðjast afsökunar á því sem fór úrskeiðis. 29. júní 2023 18:47
Birna lætur af störfum hjá Íslandsbanka Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur ákveðið að stíga til hliðar „með hagsmuni bankans að leiðarljósi“. Segist hún gera það til að „ró geti myndast vegna sáttar Íslandsbanka við fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands“. 28. júní 2023 06:07
Katastrófísk krísustjórnun Íslandsbanka Þeir sem sinna almannatengslum klóra sér margir hverjir í kolli vegna viðbragða Birnu Einarsdóttur fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka og samskiptadeildar bankans í aðdraganda þess að hún þurfti svo nauðbeygð að segja upp störfum. 28. júní 2023 17:15
Ríkharður keypti í Íslandsbanka fyrir 27 milljónir Ríkharður Daðason, fagfjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti tæplega 231 þúsund hluti í Íslandsbanka í lokuðu útboði Bankasýslu ríkisins á þriðjudag fyrir tæpar 27 milljónir króna. 24. mars 2022 13:18