Einkavædd einkavæðing Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 29. júní 2023 10:30 Fjármálaráðherra hneykslast á þeim sem vilja kalla hann til ábyrgðar vegna alvarlegra og kerfislægra lögbrota sem framin voru við sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor. Sama hneykslun birtist í viðbrögðum forstjóra og stjórnarformanns Bankasýslunnar við spurningum á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Staðreyndin er engu að síður sú að Alþingi hefur sett sérstök lög sem fela fjármálaráðherra veigamikið hlutverk, ábyrgð, ákvörðunarvald og eftirlit við sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Framkvæmdin er í höndum Bankasýslunnar, sérstakrar stofnunar á málefnasviði fjármálaráðherra sem annast sölumeðferð „fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra“, en það er fjármálaráðherra sem ákveður hvort og hvernig skuli selja, kynnir fyrirhugaða sölu, hefur eftirlit með söluferlinu og tekur endanlega ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað. Fyrst löggjafinn hefur sérstaklega falið fjármálaráðherra það verkefni að selja eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum – og meira að segja sett á fót heila ríkisstofnun sem er ætlað að aðstoða hann við það – mætti ætla að um opinbert stjórnarmálefni væri að ræða sem ráðherra bæri ábyrgð á, og þá einnig ef í ljós kæmi að farið hefði verið á svig við lög við framkvæmd þess. Er það endilega svo fráleitt, að fjármálaráðherra og Bankasýsla ríkisins beri ábyrgð á því að farið sé að lögum við framkvæmd þeirra verkefna sem löggjafinn hefur falið þeim? Þegar spjótin stóðu á fjármálaráðherra vegna bankasölunnar í fyrravor var helst á honum að skilja að sjálfur hefði hann vart komið nálægt sölunni; ekki mátt það vegna „armslengdarreglu“ sem þó er hvergi að finna í lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þetta rímaði illa við málflutning stjórnenda Bankasýslunnar sem sögðu að stofnunin og ráðherra hefðu haft með sér „nána samvinnu í gegnum allt söluferlið“. Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í gær léku fulltrúar Bankasýslunnar sama leik og Bjarni: dembdu allri ábyrgð á næsta hlekk fyrir neðan sig, kynntu sig sem óheppna kaupendur fjármálaþjónustu sem reynst hefði gölluð. Áttu þeir, fórnarlömbin, að bera ábyrgð á eigin óláni? Eini vandinn við þessa annars hugvitsamlegu lausn á vandræðum fjármálaráðherra og bankasýslumanna er lagabókstafurinn. Stjórnvöldum er sem betur fer ekki frjálst að fela öðrum að vinna vinnuna sína og taka ábyrgð á henni þegar illa fer. Ólögmætt valdframsal er jafnvel enn alvarlegra lögbrot en mörg þeirra sem ráðherra og bankasýslumenn hafa verið að reyna að sverja af sér með því að vísa ábyrgð sinni á aðra, ráðherra á Bankasýsluna og Bankasýslan á „söluráðgjafa“ sem nú eiga að hafa séð nær alfarið um framkvæmd útboðsins. Staðreyndin er sú að fjármálaráðherra og Bankasýslan báru og bera enn lagalega ábyrgð á sölu 22,5% eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor. Undan þessari ábyrgð gátu þessir stjórnvaldshafar ekki komið sér með því að framselja vald sitt án lagaheimildar til annars stjórnvalds, hvað þá til einkaaðila, heldur felast í því sjálfstæð lögbrot ef rétt reynist. Þær skýringar sem ráðherra og Bankasýslumenn hafa veitt eru því ekki eins snilldarlegar og þær gætu virst við fyrstu sýn. Í ákafanum við að sverja af sér klúðrið við Íslandsbankasöluna gleyma þeir því að salan er lögbundið verkefni sem þeir fóru með og bera ábyrgð á – sama hvernig þeir ákváðu sjálfir að rækja það eða vanrækja. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Samfylkingin Tengdar fréttir Kúnstugt viðtal við Katrínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að úttekt Ríkisendurskoðunar sé ekki áfellisdómur yfir því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. „Ég lít hvorki á hana sem áfellisdóm eða hvítþvott,“ sagði hún í Sprengisandi nú á sunnudag. Það er full ástæða til að staldra við og rýna aðeins í málflutning forsætisráðherra í viðtalinu. 21. nóvember 2022 11:01 Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherra hneykslast á þeim sem vilja kalla hann til ábyrgðar vegna alvarlegra og kerfislægra lögbrota sem framin voru við sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor. Sama hneykslun birtist í viðbrögðum forstjóra og stjórnarformanns Bankasýslunnar við spurningum á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Staðreyndin er engu að síður sú að Alþingi hefur sett sérstök lög sem fela fjármálaráðherra veigamikið hlutverk, ábyrgð, ákvörðunarvald og eftirlit við sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Framkvæmdin er í höndum Bankasýslunnar, sérstakrar stofnunar á málefnasviði fjármálaráðherra sem annast sölumeðferð „fyrir hönd ríkisins í samræmi við ákvörðun ráðherra“, en það er fjármálaráðherra sem ákveður hvort og hvernig skuli selja, kynnir fyrirhugaða sölu, hefur eftirlit með söluferlinu og tekur endanlega ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað. Fyrst löggjafinn hefur sérstaklega falið fjármálaráðherra það verkefni að selja eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum – og meira að segja sett á fót heila ríkisstofnun sem er ætlað að aðstoða hann við það – mætti ætla að um opinbert stjórnarmálefni væri að ræða sem ráðherra bæri ábyrgð á, og þá einnig ef í ljós kæmi að farið hefði verið á svig við lög við framkvæmd þess. Er það endilega svo fráleitt, að fjármálaráðherra og Bankasýsla ríkisins beri ábyrgð á því að farið sé að lögum við framkvæmd þeirra verkefna sem löggjafinn hefur falið þeim? Þegar spjótin stóðu á fjármálaráðherra vegna bankasölunnar í fyrravor var helst á honum að skilja að sjálfur hefði hann vart komið nálægt sölunni; ekki mátt það vegna „armslengdarreglu“ sem þó er hvergi að finna í lögum um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Þetta rímaði illa við málflutning stjórnenda Bankasýslunnar sem sögðu að stofnunin og ráðherra hefðu haft með sér „nána samvinnu í gegnum allt söluferlið“. Á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í gær léku fulltrúar Bankasýslunnar sama leik og Bjarni: dembdu allri ábyrgð á næsta hlekk fyrir neðan sig, kynntu sig sem óheppna kaupendur fjármálaþjónustu sem reynst hefði gölluð. Áttu þeir, fórnarlömbin, að bera ábyrgð á eigin óláni? Eini vandinn við þessa annars hugvitsamlegu lausn á vandræðum fjármálaráðherra og bankasýslumanna er lagabókstafurinn. Stjórnvöldum er sem betur fer ekki frjálst að fela öðrum að vinna vinnuna sína og taka ábyrgð á henni þegar illa fer. Ólögmætt valdframsal er jafnvel enn alvarlegra lögbrot en mörg þeirra sem ráðherra og bankasýslumenn hafa verið að reyna að sverja af sér með því að vísa ábyrgð sinni á aðra, ráðherra á Bankasýsluna og Bankasýslan á „söluráðgjafa“ sem nú eiga að hafa séð nær alfarið um framkvæmd útboðsins. Staðreyndin er sú að fjármálaráðherra og Bankasýslan báru og bera enn lagalega ábyrgð á sölu 22,5% eignarhlutar ríkisins í Íslandsbanka síðastliðið vor. Undan þessari ábyrgð gátu þessir stjórnvaldshafar ekki komið sér með því að framselja vald sitt án lagaheimildar til annars stjórnvalds, hvað þá til einkaaðila, heldur felast í því sjálfstæð lögbrot ef rétt reynist. Þær skýringar sem ráðherra og Bankasýslumenn hafa veitt eru því ekki eins snilldarlegar og þær gætu virst við fyrstu sýn. Í ákafanum við að sverja af sér klúðrið við Íslandsbankasöluna gleyma þeir því að salan er lögbundið verkefni sem þeir fóru með og bera ábyrgð á – sama hvernig þeir ákváðu sjálfir að rækja það eða vanrækja. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Kúnstugt viðtal við Katrínu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur að úttekt Ríkisendurskoðunar sé ekki áfellisdómur yfir því hvernig staðið var að sölunni á Íslandsbanka. „Ég lít hvorki á hana sem áfellisdóm eða hvítþvott,“ sagði hún í Sprengisandi nú á sunnudag. Það er full ástæða til að staldra við og rýna aðeins í málflutning forsætisráðherra í viðtalinu. 21. nóvember 2022 11:01
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar