„Verulega alvarleg áhrif á þetta ríkisstjórnarsamstarf“ Máni Snær Þorláksson skrifar 29. júní 2023 11:45 Jón Gunnarsson vildi ekki taka ríkisstjórnina af lífi í beinni útsendingu í morgun. Vísir/Vilhelm Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist ekki vilja taka ríkisstjórnina af lífi í beinni útsendingu í morgun. Hann sagði þó að þau deilumál sem hafa komið upp að undanförnu væru að hafa verulega alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Jón mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi þar við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar. Í upphafi töluðu þau um hvalveiðar en þegar líða fór á þáttinn færðist umræðan yfir í Íslandsbankamálið. Þorbjörg furðaði sig á því að Sjálfstæðismenn væru að hafa áhyggjur af „einhverjum mögulegum lögbrotum“ í tengslum við hvalveiðarnar á sama tíma og skýrsla frá fjármálaeftirlitinu sýnir að salan á Íslandsbanka var „drekkhlaðin lögbrotum.“ Hún segir lög um bankasöluna vera afskaplega skýr um að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra beri ábyrgð á sölunni. Einnig bendir hún á að umboðsmaður Alþingis sé að fjalla um það núna hvort Bjarni hafi farið gegn stjórnsýslulögum. „Ég heyri óskaplega lítið um þetta frá Jóni, um mikilvægi þess að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins séu réttum megin við lögin.“ „Það veit það öll þjóðin nema þá kannski þú“ Jón segir að það sé alveg rétt að umboðsmaður sé að skoða málið. Hann er þó á því að Þorbjörg og fleiri séu búin að dæma í málinu. „Nei, aldeilis ekki,“ segir Þorbjörg við því. „Jú, þið eruð víst búin að dæma, margoft talið um lögbrot. Alveg eins og þið töluðuð um lögbrot hjá mér og svo framvegis sem stóðst enga skoðun,“ segir Jón þá. „Jón Gunnarsson það voru framin lögbrot við sölu bankans, það veit það öll þjóðin nema þá kannski þú,“ segir Þorbjörg svo. Jón segir að það hafi verið mjög ítrekuð lögbrot hjá þeim aðilum sem sáum um framkvæmd sölunnar. „Þeir gáfu rangar upplýsingar til bankasýslunnar sem segir okkur það að fjármálaráðherra fékk rangar upplýsingar. En hvað er að halda í þessu kerfi? Jú, það er að halda eftirlitskerfið sem er að grípa þarna inn í.“ Aðspurður um hvort þetta eftirlitskerfi hefði kannski átt að grípa inn í fyrr segir Jón að það geti vel verið. „En það er samt að grípa þarna inn í. Það er kannski erfitt að grípa inn í hluti þegar þeir gerast svona hratt en það er verið að grípa inn í og hver hefur átt frumkvæði að þeirri lagasetningu sem þetta kerfi er í? Jú það er fjármálaráðherra, sem er búinn að herða lagasetninguna og umgjörð í þessu allan tímann.“ Rifjar upp frumvarp Bjarna Jón rifjar að fyrir fjórum árum síðan hafi Bjarni lagt fram frumvarp um að leggja niður bankasýsluna. Því hafi verið hafnað af stjórnarandstöðunni og samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Hann segir Bjarna hafa sagt á sínum tíma að það væri eðlilegt að pólitíkin taki ábyrgð og Bankasýslan verði lögð niður. „Því var hafnað af þinginu og hann var rekinn til baka með frumvarpið. En nú á hann að bera ábyrgð á öllu.“ Þorbjörg minnir þá á tilkynningu um „dauða bankasýslunnar“ sem ríkisstjórnin sendi út í apríl um fyrra. „Nú á þessi umboðslausa bankasýsla, sem ríkisstjórnin sjálf úrskurðaði látna, að mæta á hluthafafund fyrir hönd almennings til að ræða söluna.“ Bankasýslan sé umboðslaus í pólitísku samhengi Þorbjörg segir að vegna tilkynningarinnar sé Bankasýslan í pólitísku samhengi umboðslaus. „Aftur komum við að lögfræðinni hérna, og það er lögfræðingurinn sem talar,“ segir Jón við því en Þorbjörg skýtur þá inn í: „Ég kann mína lögfræði ágætlega þakka þér fyrir.“ Jón segir þá að samkvæmt lögum geti enginn tekið umboð Bankasýslunnar til baka nema Alþingi með því að breyta lögum. Þorbjörg segir þá að hún hafi verið að lýsa því hver pólitíski veruleikinn sé. Þorbjörg Sigríður segir Bankasýsluna vera umboðslausa í pólitísku samhengi.Vísir/Arnar „Þó að ríkisstjórnin segi að það sé á stefnuskrá þeirra núna að vera sammála því sem Bjarni Benediktsson vildi gera fyrir fjórum árum, að leggja niður bankasýsluna, þá er hún ekkert í umboðslaus í dag. Það er Alþingi sem verður að afgreiða það og breyta lögum,“ segir Jón. Undir lokin var Jón spurður hvort þetta eigi eftir að fella ríkisstjórnina: „Ég ætla nú ekki að taka hana af lífi hér í beinni útsendingu. En ég get alveg sagt það að þetta hefur verulega alvarleg áhrif á þetta ríkisstjórnarsamstarf og þau eiga eftir að koma í ljós.“ Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Jón mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi þar við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur, þingmann Viðreisnar. Í upphafi töluðu þau um hvalveiðar en þegar líða fór á þáttinn færðist umræðan yfir í Íslandsbankamálið. Þorbjörg furðaði sig á því að Sjálfstæðismenn væru að hafa áhyggjur af „einhverjum mögulegum lögbrotum“ í tengslum við hvalveiðarnar á sama tíma og skýrsla frá fjármálaeftirlitinu sýnir að salan á Íslandsbanka var „drekkhlaðin lögbrotum.“ Hún segir lög um bankasöluna vera afskaplega skýr um að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra beri ábyrgð á sölunni. Einnig bendir hún á að umboðsmaður Alþingis sé að fjalla um það núna hvort Bjarni hafi farið gegn stjórnsýslulögum. „Ég heyri óskaplega lítið um þetta frá Jóni, um mikilvægi þess að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins séu réttum megin við lögin.“ „Það veit það öll þjóðin nema þá kannski þú“ Jón segir að það sé alveg rétt að umboðsmaður sé að skoða málið. Hann er þó á því að Þorbjörg og fleiri séu búin að dæma í málinu. „Nei, aldeilis ekki,“ segir Þorbjörg við því. „Jú, þið eruð víst búin að dæma, margoft talið um lögbrot. Alveg eins og þið töluðuð um lögbrot hjá mér og svo framvegis sem stóðst enga skoðun,“ segir Jón þá. „Jón Gunnarsson það voru framin lögbrot við sölu bankans, það veit það öll þjóðin nema þá kannski þú,“ segir Þorbjörg svo. Jón segir að það hafi verið mjög ítrekuð lögbrot hjá þeim aðilum sem sáum um framkvæmd sölunnar. „Þeir gáfu rangar upplýsingar til bankasýslunnar sem segir okkur það að fjármálaráðherra fékk rangar upplýsingar. En hvað er að halda í þessu kerfi? Jú, það er að halda eftirlitskerfið sem er að grípa þarna inn í.“ Aðspurður um hvort þetta eftirlitskerfi hefði kannski átt að grípa inn í fyrr segir Jón að það geti vel verið. „En það er samt að grípa þarna inn í. Það er kannski erfitt að grípa inn í hluti þegar þeir gerast svona hratt en það er verið að grípa inn í og hver hefur átt frumkvæði að þeirri lagasetningu sem þetta kerfi er í? Jú það er fjármálaráðherra, sem er búinn að herða lagasetninguna og umgjörð í þessu allan tímann.“ Rifjar upp frumvarp Bjarna Jón rifjar að fyrir fjórum árum síðan hafi Bjarni lagt fram frumvarp um að leggja niður bankasýsluna. Því hafi verið hafnað af stjórnarandstöðunni og samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Hann segir Bjarna hafa sagt á sínum tíma að það væri eðlilegt að pólitíkin taki ábyrgð og Bankasýslan verði lögð niður. „Því var hafnað af þinginu og hann var rekinn til baka með frumvarpið. En nú á hann að bera ábyrgð á öllu.“ Þorbjörg minnir þá á tilkynningu um „dauða bankasýslunnar“ sem ríkisstjórnin sendi út í apríl um fyrra. „Nú á þessi umboðslausa bankasýsla, sem ríkisstjórnin sjálf úrskurðaði látna, að mæta á hluthafafund fyrir hönd almennings til að ræða söluna.“ Bankasýslan sé umboðslaus í pólitísku samhengi Þorbjörg segir að vegna tilkynningarinnar sé Bankasýslan í pólitísku samhengi umboðslaus. „Aftur komum við að lögfræðinni hérna, og það er lögfræðingurinn sem talar,“ segir Jón við því en Þorbjörg skýtur þá inn í: „Ég kann mína lögfræði ágætlega þakka þér fyrir.“ Jón segir þá að samkvæmt lögum geti enginn tekið umboð Bankasýslunnar til baka nema Alþingi með því að breyta lögum. Þorbjörg segir þá að hún hafi verið að lýsa því hver pólitíski veruleikinn sé. Þorbjörg Sigríður segir Bankasýsluna vera umboðslausa í pólitísku samhengi.Vísir/Arnar „Þó að ríkisstjórnin segi að það sé á stefnuskrá þeirra núna að vera sammála því sem Bjarni Benediktsson vildi gera fyrir fjórum árum, að leggja niður bankasýsluna, þá er hún ekkert í umboðslaus í dag. Það er Alþingi sem verður að afgreiða það og breyta lögum,“ segir Jón. Undir lokin var Jón spurður hvort þetta eigi eftir að fella ríkisstjórnina: „Ég ætla nú ekki að taka hana af lífi hér í beinni útsendingu. En ég get alveg sagt það að þetta hefur verulega alvarleg áhrif á þetta ríkisstjórnarsamstarf og þau eiga eftir að koma í ljós.“
Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira