Kosið um sameiningu Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í október Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. júní 2023 11:53 Tálknafjörður er mitt á milli Patreksfjarðar og Bíldudals sem eru bæði hluti af Vesturbyggð. Nú á að kjósa um hvort Tálknafjarðarhreppur sameinist Vesturbyggð. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hafa samþykkt að fara að tillögu samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna og efna til kosninga um sameiningu á meðal íbúa. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu sveitarfélaganna. Þar segir að kosningunni ljúki þann 28. október 2023. Þrjátíu ár verða liðin á næsta ári frá því öll sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum nema Tálknafjörður sameinuðust í Vesturbyggð. Patreksfjörður og Bíldudalur runnu þar saman en Tálknafjörður, sem er þar á milli, varð útundan. Tálknfirðingar höfðu tvívegis fellt sameiningu áður en þeir samþykktu loksins að fara í viðræður um hana í ár. Skipuðu samstarfsnefnd sem skipaði sjö starfshópa Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar samþykktu í febrúar að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna. Hún skipaði í kjölfarið sjö starfshópa sem fjölluðu um málaflokka sveitarfélaganna og lögðu fram efni og upplýsingar í greiningu og tillögugerð. Minnisblöð frá vinnu starfshópanna eru aðgengileg á vefsíðu verkefnisins, vestfirdingar.is, og var verkefnið kynnt á íbúafundum með virku samtali við íbúa. Samstarfsnefndin skilaði í kjölfarið áliti sínu til sveitarstjórna þann 14. júní síðast liðinn þar sem fram kemur að sameining sé talin framfaraskref fyrir bæði sveitarfélög. Skora á Alþingi að undirbúa jarðgangagerð Sveitarstjórnirnar skora báðar á Alþingi og ríkisstjórn að hefja undirbúning við gerð jarðgangna um Mikladal og Hálfdán í einni framkvæmd enda sé sú framkvæmd forsenda fyrir farsælli sameiningu sveitarfélaganna. Í vinnu starfshópanna hafi komið skýrt fram að forsenda þess að sameining skili árangri sé að svæðið myndi einn búsetu-, atvinnu- og þjónustukjarna þar sem hægt er að ferðast milli byggðakjarna á öruggan hátt allan ársins hring. Þá er einnig vakin athygli á því að jarðgöng um Mikladal og Hálfdán séu „í samræmi við stefnu stjórnvalda og Alþingis um að útrýma hættulegum fjallvegum, í samræmi við loftslagsstefnu, styður við jafnrétti á landsbyggðinni sem og uppbyggingu fiskeldis á svæðinu svo fáein dæmi séu nefnd.“ Sveitastjórnirnar leggja til að hönnun jarðgangnanna verði sett á dagskrá fyrsta hluta samgönguáætlunar og að framkvæmd jarðgangnanna verði á öðrum hluta samgönguáætlunar. Vesturbyggð Tálknafjörður Sveitarstjórnarmál Samgöngur Tengdar fréttir Enn reynt að fá Tálknfirðinga til að sameinast Vesturbyggð Eftir að hafa ítrekað fellt sameiningu við Vesturbyggð hafa Tálknfirðingar núna samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að íbúar fái að kjósa um málið fyrir lok þessa árs. 12. mars 2023 22:44 Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05 Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu sveitarfélaganna. Þar segir að kosningunni ljúki þann 28. október 2023. Þrjátíu ár verða liðin á næsta ári frá því öll sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum nema Tálknafjörður sameinuðust í Vesturbyggð. Patreksfjörður og Bíldudalur runnu þar saman en Tálknafjörður, sem er þar á milli, varð útundan. Tálknfirðingar höfðu tvívegis fellt sameiningu áður en þeir samþykktu loksins að fara í viðræður um hana í ár. Skipuðu samstarfsnefnd sem skipaði sjö starfshópa Sveitarstjórnir Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar samþykktu í febrúar að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna. Hún skipaði í kjölfarið sjö starfshópa sem fjölluðu um málaflokka sveitarfélaganna og lögðu fram efni og upplýsingar í greiningu og tillögugerð. Minnisblöð frá vinnu starfshópanna eru aðgengileg á vefsíðu verkefnisins, vestfirdingar.is, og var verkefnið kynnt á íbúafundum með virku samtali við íbúa. Samstarfsnefndin skilaði í kjölfarið áliti sínu til sveitarstjórna þann 14. júní síðast liðinn þar sem fram kemur að sameining sé talin framfaraskref fyrir bæði sveitarfélög. Skora á Alþingi að undirbúa jarðgangagerð Sveitarstjórnirnar skora báðar á Alþingi og ríkisstjórn að hefja undirbúning við gerð jarðgangna um Mikladal og Hálfdán í einni framkvæmd enda sé sú framkvæmd forsenda fyrir farsælli sameiningu sveitarfélaganna. Í vinnu starfshópanna hafi komið skýrt fram að forsenda þess að sameining skili árangri sé að svæðið myndi einn búsetu-, atvinnu- og þjónustukjarna þar sem hægt er að ferðast milli byggðakjarna á öruggan hátt allan ársins hring. Þá er einnig vakin athygli á því að jarðgöng um Mikladal og Hálfdán séu „í samræmi við stefnu stjórnvalda og Alþingis um að útrýma hættulegum fjallvegum, í samræmi við loftslagsstefnu, styður við jafnrétti á landsbyggðinni sem og uppbyggingu fiskeldis á svæðinu svo fáein dæmi séu nefnd.“ Sveitastjórnirnar leggja til að hönnun jarðgangnanna verði sett á dagskrá fyrsta hluta samgönguáætlunar og að framkvæmd jarðgangnanna verði á öðrum hluta samgönguáætlunar.
Vesturbyggð Tálknafjörður Sveitarstjórnarmál Samgöngur Tengdar fréttir Enn reynt að fá Tálknfirðinga til að sameinast Vesturbyggð Eftir að hafa ítrekað fellt sameiningu við Vesturbyggð hafa Tálknfirðingar núna samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að íbúar fái að kjósa um málið fyrir lok þessa árs. 12. mars 2023 22:44 Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05 Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Enn reynt að fá Tálknfirðinga til að sameinast Vesturbyggð Eftir að hafa ítrekað fellt sameiningu við Vesturbyggð hafa Tálknfirðingar núna samþykkt að hefja viðræður um sameiningu sveitarfélaganna og er stefnt að því að íbúar fái að kjósa um málið fyrir lok þessa árs. 12. mars 2023 22:44
Áætlanir um fjórtán ný göng með gjaldtöku og uppbyggingu varaflugvalla Tæplega þúsund milljarðar fara í uppbyggingu samgöngumannvirkja á næstu fimmtán árum samkvæmt samgönguáætlun sem innviðaráðherra kynnti í dag. Lokið verði við uppbyggingu varaflugvalla fyrir alþjóðaflugið og áætlun lögð fram um gerð allt að fjórtán jarðganga sem öll verði með gjaldtöku ásamt eldri göngum. 13. júní 2023 20:05
Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12