Manndráp aðfaranótt laugardags átti sér stað á Lúx Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2023 16:52 Líkamsárás sem leiddi til þess að litháískur maður á þrítugsaldri lést átti sér stað á skemmtistaðnum Lúx. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur staðfest að alvarleg líkamsárás sem leiddi til andláts litáísks manns á laugardagsnótt átti sér stað á skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti. Gæsluvarðhald yfir hinum grunaða rennur út á fimmtudag. Lögreglu barst tilkynning um klukkan fjögur aðfaranótt laugardags um líkamsárás og þegar hún mætti á vettvang var maðurinn sem ráðist var á meðvitundarlaus. Hann var fluttur á sjúkrahús og lést þar samdægurs. Sá grunaði hafði flúið af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið en var handtekinn í nágrenninu. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmtudagsins 29. júní. Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild, sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða óvenjulegt manndrápsmál en gat ekki gefið upp frekar að hvaða leyti. Það myndi skýrast á næstu dögum. Lúx er ekki langt frá Austurvelli en þar lenti maður í stunguárás í gærkvöldi. Árið 2017 lést einnig maður eftir stunguárás sem átti sér stað á Austurvelli.Vísir/Vilhelm Skýrslutökur klárist væntanlega á morgun Þá sagði hann lögreglu vera að vinna úr myndbandsupptökum af Lúx þar sem líkamsárásin átti sér stað. Fjöldi fólks hafi orðið vitni að árásinni og því tæki skýrslutaka langan tíma. „Það kláruðust eiginlega allar skýrslu í dag, nema út úr þeim komu upplýsingar um önnur vitni sem við þurfum að tala við . Þannig við reiknum með að klára þau vitni á morgun þannig öllum skýrslutökum ljúki þá,“ sagði Eiríkur í samtali við Vísi í dag. Hins vegar væri búið að taka skýrslu af hinum grunaða og staða hans væri enn óbreytt. Þá sagði Eiríkur jafnframt að það væri hvorki komin bráðabirgðaniðurstaða né endanleg niðurstaða úr krufningu. Lögreglumál Reykjavík Látinn eftir líkamsárás á LÚX Tengdar fréttir Lögregla skoðar upptökur af árásinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú myndbandsupptökur skemmtistaðarins þar sem maður lést eftir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna. 25. júní 2023 16:33 Maðurinn sem lést var frá Litáen Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. 25. júní 2023 10:11 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Sjá meira
Lögreglu barst tilkynning um klukkan fjögur aðfaranótt laugardags um líkamsárás og þegar hún mætti á vettvang var maðurinn sem ráðist var á meðvitundarlaus. Hann var fluttur á sjúkrahús og lést þar samdægurs. Sá grunaði hafði flúið af vettvangi þegar lögregla mætti á svæðið en var handtekinn í nágrenninu. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald til fimmtudagsins 29. júní. Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild, sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða óvenjulegt manndrápsmál en gat ekki gefið upp frekar að hvaða leyti. Það myndi skýrast á næstu dögum. Lúx er ekki langt frá Austurvelli en þar lenti maður í stunguárás í gærkvöldi. Árið 2017 lést einnig maður eftir stunguárás sem átti sér stað á Austurvelli.Vísir/Vilhelm Skýrslutökur klárist væntanlega á morgun Þá sagði hann lögreglu vera að vinna úr myndbandsupptökum af Lúx þar sem líkamsárásin átti sér stað. Fjöldi fólks hafi orðið vitni að árásinni og því tæki skýrslutaka langan tíma. „Það kláruðust eiginlega allar skýrslu í dag, nema út úr þeim komu upplýsingar um önnur vitni sem við þurfum að tala við . Þannig við reiknum með að klára þau vitni á morgun þannig öllum skýrslutökum ljúki þá,“ sagði Eiríkur í samtali við Vísi í dag. Hins vegar væri búið að taka skýrslu af hinum grunaða og staða hans væri enn óbreytt. Þá sagði Eiríkur jafnframt að það væri hvorki komin bráðabirgðaniðurstaða né endanleg niðurstaða úr krufningu.
Lögreglumál Reykjavík Látinn eftir líkamsárás á LÚX Tengdar fréttir Lögregla skoðar upptökur af árásinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú myndbandsupptökur skemmtistaðarins þar sem maður lést eftir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna. 25. júní 2023 16:33 Maðurinn sem lést var frá Litáen Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. 25. júní 2023 10:11 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Sjá meira
Lögregla skoðar upptökur af árásinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðar nú myndbandsupptökur skemmtistaðarins þar sem maður lést eftir líkamsárás í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags. Enn á eftir að ræða við nokkur vitni en lögregla telur ekkert benda til þess að árásina megi rekja til þjóðernis hins látna. 25. júní 2023 16:33
Maðurinn sem lést var frá Litáen Maðurinn sem lést í gær í kjölfar alvarlegrar líkamsárásar var litáískur. Ekki lítur út fyrir að vopnum hafi verið beitt en lögregla gefur lítið upp um málið annað en að það sé óvenjulegt miðað við önnur manndrápsmál sem eru til rannsóknar. Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. 25. júní 2023 10:11