Smáar og óumhverfisvænar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 27. júní 2023 07:01 Oft má undrast vilja margra til að fleygja frá sér umbúðum af skyndimat og sælgæti, ásamt drykkjarumbúðum. Víðast hvar er meira af þessum efnishlutum í miðhverfum bæja en íbúðarhverfum utar í þéttbýli. Þar má frekar líta á götur græn svæði og bílastæði sem verndað nærumhverfi en sameiginleg rými miðbæja og borgarinnar. Söfnun hráefnis og venjulegt hreinlæti hentar ekki öllum, því miður. Tilefni þessara lína eru tölur frá Heilbrigðisstofnun SÞ. Sígarettufilterar (síur) eru þeir handhægu hlutir sem mestu er fleygt af í veröldinni (í tölum talið). Matið hljóðar upp á 4.500 milljarða sía sem bætast við umhverfið til lands og sjávar – já, á einu ári! Síurnar eyðast hægt með lífrænum hætti í náttúrunni og valda skaðlegri efnamengun á meðan því fer fram, einmitt vegna tóbaksbrunaefna í notuðum síum. Hver sía er með a.m.k. 10.000 til 15.000 örþráðum úr lífrænu efni sem nefnist trénisasetat (cellulose-acetate á ensku). Örverur og útfjólublátt ljós þarf til að þær brotni niður. Það gerist varla nema á yfirborði jaðar. Öragnamengun af þeim bætist svo við efnamengunina. Bæði kemísk efni úr síunum og öragnirnar berast í lífverur í flestum vistkerfum, þar með talið menn. Tilraunir sýna m.a. að smáfiskar þola ekki vatn þar sem magn sía nemur einu eintaki í hverjum lítra af vatni. Allt að helmingur fiskanna drepst við þær tilraunaaðstæður (frekari upplýsingar um sígarettusíur og umhverfið sjá t.d. https://www.eurekalert.org/news-releases/988032). Hér á landi má giska á hvert kæruleysi margra ára hlýtur að hafa leitt okkur. Á götum í þéttbýli, torgum, bílastæðum, utan ótal verslana eða veitingahúsa og sums staðar á alfaravegi liggja síur eða smápokar utan af munntóbaki. Til viðbótar verður að ætla að ótal síur lendi í lífrænum úrgangi sem ýmist er grafinn, brenndur eða reynt er að moltugera. Hvað sem lesendur telja best til viðbragða blasir við að þessi tegund úrgangs er slæm og verður að hverfa sem mest úr umhverfinu í rúmlega 200 ríkjum veraldar. Í raun verður að flokka síurnar sem hættulegan úrgang og meðhöndla þær sem slíkar – hvaða lausnir sem mannkynið þarf í reynd að tileinka sér í þeim efnum og þar með við landsmenn. Höfundur er náttúruvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Umhverfismál Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Oft má undrast vilja margra til að fleygja frá sér umbúðum af skyndimat og sælgæti, ásamt drykkjarumbúðum. Víðast hvar er meira af þessum efnishlutum í miðhverfum bæja en íbúðarhverfum utar í þéttbýli. Þar má frekar líta á götur græn svæði og bílastæði sem verndað nærumhverfi en sameiginleg rými miðbæja og borgarinnar. Söfnun hráefnis og venjulegt hreinlæti hentar ekki öllum, því miður. Tilefni þessara lína eru tölur frá Heilbrigðisstofnun SÞ. Sígarettufilterar (síur) eru þeir handhægu hlutir sem mestu er fleygt af í veröldinni (í tölum talið). Matið hljóðar upp á 4.500 milljarða sía sem bætast við umhverfið til lands og sjávar – já, á einu ári! Síurnar eyðast hægt með lífrænum hætti í náttúrunni og valda skaðlegri efnamengun á meðan því fer fram, einmitt vegna tóbaksbrunaefna í notuðum síum. Hver sía er með a.m.k. 10.000 til 15.000 örþráðum úr lífrænu efni sem nefnist trénisasetat (cellulose-acetate á ensku). Örverur og útfjólublátt ljós þarf til að þær brotni niður. Það gerist varla nema á yfirborði jaðar. Öragnamengun af þeim bætist svo við efnamengunina. Bæði kemísk efni úr síunum og öragnirnar berast í lífverur í flestum vistkerfum, þar með talið menn. Tilraunir sýna m.a. að smáfiskar þola ekki vatn þar sem magn sía nemur einu eintaki í hverjum lítra af vatni. Allt að helmingur fiskanna drepst við þær tilraunaaðstæður (frekari upplýsingar um sígarettusíur og umhverfið sjá t.d. https://www.eurekalert.org/news-releases/988032). Hér á landi má giska á hvert kæruleysi margra ára hlýtur að hafa leitt okkur. Á götum í þéttbýli, torgum, bílastæðum, utan ótal verslana eða veitingahúsa og sums staðar á alfaravegi liggja síur eða smápokar utan af munntóbaki. Til viðbótar verður að ætla að ótal síur lendi í lífrænum úrgangi sem ýmist er grafinn, brenndur eða reynt er að moltugera. Hvað sem lesendur telja best til viðbragða blasir við að þessi tegund úrgangs er slæm og verður að hverfa sem mest úr umhverfinu í rúmlega 200 ríkjum veraldar. Í raun verður að flokka síurnar sem hættulegan úrgang og meðhöndla þær sem slíkar – hvaða lausnir sem mannkynið þarf í reynd að tileinka sér í þeim efnum og þar með við landsmenn. Höfundur er náttúruvísindamaður.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun