Smáar og óumhverfisvænar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 27. júní 2023 07:01 Oft má undrast vilja margra til að fleygja frá sér umbúðum af skyndimat og sælgæti, ásamt drykkjarumbúðum. Víðast hvar er meira af þessum efnishlutum í miðhverfum bæja en íbúðarhverfum utar í þéttbýli. Þar má frekar líta á götur græn svæði og bílastæði sem verndað nærumhverfi en sameiginleg rými miðbæja og borgarinnar. Söfnun hráefnis og venjulegt hreinlæti hentar ekki öllum, því miður. Tilefni þessara lína eru tölur frá Heilbrigðisstofnun SÞ. Sígarettufilterar (síur) eru þeir handhægu hlutir sem mestu er fleygt af í veröldinni (í tölum talið). Matið hljóðar upp á 4.500 milljarða sía sem bætast við umhverfið til lands og sjávar – já, á einu ári! Síurnar eyðast hægt með lífrænum hætti í náttúrunni og valda skaðlegri efnamengun á meðan því fer fram, einmitt vegna tóbaksbrunaefna í notuðum síum. Hver sía er með a.m.k. 10.000 til 15.000 örþráðum úr lífrænu efni sem nefnist trénisasetat (cellulose-acetate á ensku). Örverur og útfjólublátt ljós þarf til að þær brotni niður. Það gerist varla nema á yfirborði jaðar. Öragnamengun af þeim bætist svo við efnamengunina. Bæði kemísk efni úr síunum og öragnirnar berast í lífverur í flestum vistkerfum, þar með talið menn. Tilraunir sýna m.a. að smáfiskar þola ekki vatn þar sem magn sía nemur einu eintaki í hverjum lítra af vatni. Allt að helmingur fiskanna drepst við þær tilraunaaðstæður (frekari upplýsingar um sígarettusíur og umhverfið sjá t.d. https://www.eurekalert.org/news-releases/988032). Hér á landi má giska á hvert kæruleysi margra ára hlýtur að hafa leitt okkur. Á götum í þéttbýli, torgum, bílastæðum, utan ótal verslana eða veitingahúsa og sums staðar á alfaravegi liggja síur eða smápokar utan af munntóbaki. Til viðbótar verður að ætla að ótal síur lendi í lífrænum úrgangi sem ýmist er grafinn, brenndur eða reynt er að moltugera. Hvað sem lesendur telja best til viðbragða blasir við að þessi tegund úrgangs er slæm og verður að hverfa sem mest úr umhverfinu í rúmlega 200 ríkjum veraldar. Í raun verður að flokka síurnar sem hættulegan úrgang og meðhöndla þær sem slíkar – hvaða lausnir sem mannkynið þarf í reynd að tileinka sér í þeim efnum og þar með við landsmenn. Höfundur er náttúruvísindamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Umhverfismál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Oft má undrast vilja margra til að fleygja frá sér umbúðum af skyndimat og sælgæti, ásamt drykkjarumbúðum. Víðast hvar er meira af þessum efnishlutum í miðhverfum bæja en íbúðarhverfum utar í þéttbýli. Þar má frekar líta á götur græn svæði og bílastæði sem verndað nærumhverfi en sameiginleg rými miðbæja og borgarinnar. Söfnun hráefnis og venjulegt hreinlæti hentar ekki öllum, því miður. Tilefni þessara lína eru tölur frá Heilbrigðisstofnun SÞ. Sígarettufilterar (síur) eru þeir handhægu hlutir sem mestu er fleygt af í veröldinni (í tölum talið). Matið hljóðar upp á 4.500 milljarða sía sem bætast við umhverfið til lands og sjávar – já, á einu ári! Síurnar eyðast hægt með lífrænum hætti í náttúrunni og valda skaðlegri efnamengun á meðan því fer fram, einmitt vegna tóbaksbrunaefna í notuðum síum. Hver sía er með a.m.k. 10.000 til 15.000 örþráðum úr lífrænu efni sem nefnist trénisasetat (cellulose-acetate á ensku). Örverur og útfjólublátt ljós þarf til að þær brotni niður. Það gerist varla nema á yfirborði jaðar. Öragnamengun af þeim bætist svo við efnamengunina. Bæði kemísk efni úr síunum og öragnirnar berast í lífverur í flestum vistkerfum, þar með talið menn. Tilraunir sýna m.a. að smáfiskar þola ekki vatn þar sem magn sía nemur einu eintaki í hverjum lítra af vatni. Allt að helmingur fiskanna drepst við þær tilraunaaðstæður (frekari upplýsingar um sígarettusíur og umhverfið sjá t.d. https://www.eurekalert.org/news-releases/988032). Hér á landi má giska á hvert kæruleysi margra ára hlýtur að hafa leitt okkur. Á götum í þéttbýli, torgum, bílastæðum, utan ótal verslana eða veitingahúsa og sums staðar á alfaravegi liggja síur eða smápokar utan af munntóbaki. Til viðbótar verður að ætla að ótal síur lendi í lífrænum úrgangi sem ýmist er grafinn, brenndur eða reynt er að moltugera. Hvað sem lesendur telja best til viðbragða blasir við að þessi tegund úrgangs er slæm og verður að hverfa sem mest úr umhverfinu í rúmlega 200 ríkjum veraldar. Í raun verður að flokka síurnar sem hættulegan úrgang og meðhöndla þær sem slíkar – hvaða lausnir sem mannkynið þarf í reynd að tileinka sér í þeim efnum og þar með við landsmenn. Höfundur er náttúruvísindamaður.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun