Belgískur kúluvarpari hljóp í skarðið í grindahlaupi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. júní 2023 10:01 Þrátt fyrir að vera langt á eftir hinum keppendunum virtist Jolien Boumkwo skemmta sér ágætlega í grindahlaupinu. Nikola Krstic/MB Media/Getty Images Belgíski kúluvarparinn Jolien Boumkwo vakti verðskuldaða athygli á Evrópubikarnum í frjálsum íþróttum þegar hún hljóp í skarðið fyrir liðsfélaga sína í grindahlaupi. Belgíska frjálsíþróttasveitin var í harðri fallbaráttu í A-deild, en á mótinu er keppt í liðakeppni þar sem hver keppandi safnar stigum fyrir sína þjóð. Belgar voru með tvo grindahlaupara skráða til leiks, en báðir þurftu frá að hverfa vegna meiðsla. Boumkwo er með bakgrunn úr grindahlaupi frá sínum yngri árum og því var ákveðið að hún skyldi keppa fyrir hönd belgísku þjóðarinnar og tryggja liðinu þar með um leið tvö stig í fallbaráttunni frekar en ekkert. Það var þó nokkuð ljóst að Boumkwo, sem hafnaði sjöunda í kúluvarpi, var ekki að fara að ógna neinum metum í grindahlaupinu. Hún kom í mark á 32,81 sekúndum, um 19 sekúndum á eftir hinni spænsku Teresa Errandonea sem kom fyrst í mark. Belgar þáðu þó stigin tvö með þökkum. Þau dugðu þó að lokum ekki og Belgía féll úr A-deild með nokurra stiga mun. Team spirit 👏❤️Without any runners in the 100m hurdles due to injury, Belgium faced disqualification at the European Championships… That’s when shot putter and hammer thrower Jolien Boumkwo stepped up 🙌 (🎥: @EuroAthletics)pic.twitter.com/3zYA68f2mL— CBC Olympics (@CBCOlympics) June 26, 2023 Frjálsar íþróttir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Belgíska frjálsíþróttasveitin var í harðri fallbaráttu í A-deild, en á mótinu er keppt í liðakeppni þar sem hver keppandi safnar stigum fyrir sína þjóð. Belgar voru með tvo grindahlaupara skráða til leiks, en báðir þurftu frá að hverfa vegna meiðsla. Boumkwo er með bakgrunn úr grindahlaupi frá sínum yngri árum og því var ákveðið að hún skyldi keppa fyrir hönd belgísku þjóðarinnar og tryggja liðinu þar með um leið tvö stig í fallbaráttunni frekar en ekkert. Það var þó nokkuð ljóst að Boumkwo, sem hafnaði sjöunda í kúluvarpi, var ekki að fara að ógna neinum metum í grindahlaupinu. Hún kom í mark á 32,81 sekúndum, um 19 sekúndum á eftir hinni spænsku Teresa Errandonea sem kom fyrst í mark. Belgar þáðu þó stigin tvö með þökkum. Þau dugðu þó að lokum ekki og Belgía féll úr A-deild með nokurra stiga mun. Team spirit 👏❤️Without any runners in the 100m hurdles due to injury, Belgium faced disqualification at the European Championships… That’s when shot putter and hammer thrower Jolien Boumkwo stepped up 🙌 (🎥: @EuroAthletics)pic.twitter.com/3zYA68f2mL— CBC Olympics (@CBCOlympics) June 26, 2023
Frjálsar íþróttir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira