Bylgja manndrápsmála gengur yfir Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. júní 2023 19:21 Helgi Gunnlaugsson segir að þó mögulega sé bylgja í gangi núna séu einnig merki um að aukin tíðni alvarlegra ofbeldisverka sé komin til að vera. Stöð 2/Steingrímur Dúi Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála sem nú gengur yfir vera áhyggjuefni. Ef fram haldi sem horfi væri verið að stíga inn í allt annað umhverfi en þekkst hafi hér á landi. Fjöldi útlendinga sem fremji eða verði fyrir brotum sé merki um viðkvæmari stöðu þeirra. Alls hafa átta manndráp verið framin hér á landi síðasta árið. Manndrápsmálið um helgina er það fjórða á rétt rúmum tveimur mánuðum. Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála nú ganga yfir en sveiflur sem þessar séu þó þekktar. „Vonandi er þetta bylgja núna sem á eftir að hjaðna eins og áður hefur gerst hjá okkur. Það sem gæti styrkt það mat er að eðli manndrápanna virðist ekki hafa breyst ýkja mikið. Mikið af ofbeldismálum eru framin í vímu án mikils undirbúnings sem tengjast ekki gengjastríðum eða skipulagðri brotastarfsemi nema að litlu leyti,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði. „Við höfum áður séð bylgjur í manndrápum, til dæmis um síðustu aldamót voru manndráp allt upp í tíu á örfáum árum. Svo höfum við haft ár þar sem engin manndráp voru framin.“ Helgi segir að þó mögulegt sé að bylgja gangi yfir núna séu einnig merki um að aukin tíðni alvarlegra ofbeldisverka sé komin til að vera. „Það sem gæti ýtt undir að þetta sé ekki bylgja og það sem maður hefur áhyggjur af, er að lögregla er að haldleggja hnífa og skotvopn í meiri mæli. Við sjáum að ungt fólk og sérstaklega ungir karlmenn eru að bera hnífa á opinberum vettvangi. Hugmyndafræðin meðal tiltekinna hópa virðist vera að það sé réttlætanlegt að bera vopn og ekki bara bera þau heldur beita þeim ef einhver ögrun á sér stað.“ Útlendingar margir í viðkvæmri stöðu Í þremur af síðustu fjórum manndrápsmálum hafa fórnarlömb verið af erlendu bergi brotin. Þetta segir Helgi að megi mögulega skýra vegna viðkvæmrar stöðu útlendinga hér á landi. „Kannski bendir það til þess að margir útlendingar hjá okkur séu í veikari stöðu en gengur og gerist meðal annarra íslendinga og eru kannski berskjaldaðari gagnvart því að lenda í brotum eða fara út í brot af einhverju tagi, bæði sem gerendur og þolendur.“ Lögreglumál Manndráp í Drangahrauni Reykjavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Áhyggjur af auknum hnífaburði: „Stutt hjá hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum” Lögregla hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorgun hafa gengið vel að sögn yfirlögregluþjóns. 19. júní 2023 12:04 Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 Hnífaburður gerður útlægur Það þarf ekki að ræða frekar að hnífaburður er orðið vandamál hér landi. Að bera hníf ógnar öryggi barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings. 24. apríl 2023 11:31 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Alls hafa átta manndráp verið framin hér á landi síðasta árið. Manndrápsmálið um helgina er það fjórða á rétt rúmum tveimur mánuðum. Afbrotafræðingur segir bylgju manndrápsmála nú ganga yfir en sveiflur sem þessar séu þó þekktar. „Vonandi er þetta bylgja núna sem á eftir að hjaðna eins og áður hefur gerst hjá okkur. Það sem gæti styrkt það mat er að eðli manndrápanna virðist ekki hafa breyst ýkja mikið. Mikið af ofbeldismálum eru framin í vímu án mikils undirbúnings sem tengjast ekki gengjastríðum eða skipulagðri brotastarfsemi nema að litlu leyti,“ segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði. „Við höfum áður séð bylgjur í manndrápum, til dæmis um síðustu aldamót voru manndráp allt upp í tíu á örfáum árum. Svo höfum við haft ár þar sem engin manndráp voru framin.“ Helgi segir að þó mögulegt sé að bylgja gangi yfir núna séu einnig merki um að aukin tíðni alvarlegra ofbeldisverka sé komin til að vera. „Það sem gæti ýtt undir að þetta sé ekki bylgja og það sem maður hefur áhyggjur af, er að lögregla er að haldleggja hnífa og skotvopn í meiri mæli. Við sjáum að ungt fólk og sérstaklega ungir karlmenn eru að bera hnífa á opinberum vettvangi. Hugmyndafræðin meðal tiltekinna hópa virðist vera að það sé réttlætanlegt að bera vopn og ekki bara bera þau heldur beita þeim ef einhver ögrun á sér stað.“ Útlendingar margir í viðkvæmri stöðu Í þremur af síðustu fjórum manndrápsmálum hafa fórnarlömb verið af erlendu bergi brotin. Þetta segir Helgi að megi mögulega skýra vegna viðkvæmrar stöðu útlendinga hér á landi. „Kannski bendir það til þess að margir útlendingar hjá okkur séu í veikari stöðu en gengur og gerist meðal annarra íslendinga og eru kannski berskjaldaðari gagnvart því að lenda í brotum eða fara út í brot af einhverju tagi, bæði sem gerendur og þolendur.“
Lögreglumál Manndráp í Drangahrauni Reykjavík Hafnarfjörður Tengdar fréttir Áhyggjur af auknum hnífaburði: „Stutt hjá hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum” Lögregla hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorgun hafa gengið vel að sögn yfirlögregluþjóns. 19. júní 2023 12:04 Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 Hnífaburður gerður útlægur Það þarf ekki að ræða frekar að hnífaburður er orðið vandamál hér landi. Að bera hníf ógnar öryggi barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings. 24. apríl 2023 11:31 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Áhyggjur af auknum hnífaburði: „Stutt hjá hjá fólki í að grípa til slíkra áhalda í einhverskonar átökum” Lögregla hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði og þá sérstaklega þegar kemur að hnífum. Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorgun hafa gengið vel að sögn yfirlögregluþjóns. 19. júní 2023 12:04
Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38
Hnífaburður gerður útlægur Það þarf ekki að ræða frekar að hnífaburður er orðið vandamál hér landi. Að bera hníf ógnar öryggi barna okkar, ungmenna, lögreglu og almennings. 24. apríl 2023 11:31