Reyndi að sparka og bíta í lögreglumenn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. júní 2023 07:44 Lögreglan þurfti að hlaupa uppi einn stútinn í umdæmi stöðvar 4. Vísir/Vilhelm Mikið var um mál tengd ölvun og fíkniefnaneyslu á borði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Í miðborginni reyndi ölvaður og æstur maður að sparka og bíta í lögreglumenn eftir að tilkynning barst um hann. Var hann vistaður í fangaklefa sökum ástands. Á veitingastað reyndi bífræfinn þjófur að nappa áfengisflösku en var stöðvaður. Barðist hann um og lá einn „góðborgarinn“ slasaður eftir að sögn lögreglu. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar hygðist góðborgarinn ætla að kæra meintan þjóf fyrir líkamsárás. Þá var tilkynnt um hóp ungmenna við skóla í umdæmi lögreglustöðvar númer 1. Brutu ungmennin rúðu í skólanum en komu sér undan áður en lögreglan kom á vettvang. Árekstur í Hafnarfirði Á lögreglustöð númer 2, sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, var einstaklingur handtekinn í heimahúsi, grunaður um líkamsárás. Var hann vistaður í fangaklefa. Annar einstaklingur var líka vistaður í umdæminu vegna líkamsárásar. Í Hafnarfirði varð árekstur þegar tvær bifreiðar skullu saman. Reyndist annar ökumaðurinn vera töluvert ölvaður og var í kjölfarið handtekinn og vistaður í fangaklefa. Lögreglunni er ekki kunnugt um nein meiðsli vegna árekstursins. Skemmdu eigur verslunar Á stöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var einstakling ekið á bráðamóttöku með lítilvæglega áverka. Hann óskaði eftir aðstoð lögreglu og sagði hóp manna hafa veist að sér. Í verslun var tilkynnt um hóp manna sem skemmdu eigur verslunarinnar. Var hann farinn af vettvangi þegar lögregla mætti. Hlupu uppi stút Á stöð 4, sem nær yfir Grafarvog, Árbæ og Mosfellsbæ, þurfti lögregla að hafa fyrir því að handsama stút. „Lögregla gaf ökumanni merki um að stöðva bifreið sína, sem að ökumaður gerði. Ökumaðurinn reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum. Það tókst honum ekki en hann var hlaupinn uppi af lögreglumönnum. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu,“ segir í skýrslu lögreglunnar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Sjá meira
Á veitingastað reyndi bífræfinn þjófur að nappa áfengisflösku en var stöðvaður. Barðist hann um og lá einn „góðborgarinn“ slasaður eftir að sögn lögreglu. Samkvæmt skýrslu lögreglunnar hygðist góðborgarinn ætla að kæra meintan þjóf fyrir líkamsárás. Þá var tilkynnt um hóp ungmenna við skóla í umdæmi lögreglustöðvar númer 1. Brutu ungmennin rúðu í skólanum en komu sér undan áður en lögreglan kom á vettvang. Árekstur í Hafnarfirði Á lögreglustöð númer 2, sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ, var einstaklingur handtekinn í heimahúsi, grunaður um líkamsárás. Var hann vistaður í fangaklefa. Annar einstaklingur var líka vistaður í umdæminu vegna líkamsárásar. Í Hafnarfirði varð árekstur þegar tvær bifreiðar skullu saman. Reyndist annar ökumaðurinn vera töluvert ölvaður og var í kjölfarið handtekinn og vistaður í fangaklefa. Lögreglunni er ekki kunnugt um nein meiðsli vegna árekstursins. Skemmdu eigur verslunar Á stöð 3, sem nær yfir Kópavog og Breiðholt, var einstakling ekið á bráðamóttöku með lítilvæglega áverka. Hann óskaði eftir aðstoð lögreglu og sagði hóp manna hafa veist að sér. Í verslun var tilkynnt um hóp manna sem skemmdu eigur verslunarinnar. Var hann farinn af vettvangi þegar lögregla mætti. Hlupu uppi stút Á stöð 4, sem nær yfir Grafarvog, Árbæ og Mosfellsbæ, þurfti lögregla að hafa fyrir því að handsama stút. „Lögregla gaf ökumanni merki um að stöðva bifreið sína, sem að ökumaður gerði. Ökumaðurinn reyndi að komast undan lögreglu á hlaupum. Það tókst honum ekki en hann var hlaupinn uppi af lögreglumönnum. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og fyrir að fylgja ekki fyrirmælum lögreglu,“ segir í skýrslu lögreglunnar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Sjá meira