Valdaránið blásið af og algjör óvissa um framhaldið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. júní 2023 21:00 Wagner-liðar mættu nær engri mótspyrnu þegar þeir fóru inn í Rostov í gær og var í raun fagnað af mörgum íbúum. Því er ósvarað hvað það þýðir fyrir stjórnvöld í Rússlandi. epa Yevgeny Prigozhin, stofnandi og stjórnandi Wagner-málaliðahópsins, hefur komist að samkomulagi við Alexander Lúkasjenkó, forseta Belarús, um að láta af uppreisn sinni gegn hermálayfirvöldum í Rússlandi. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði við rússneska miðla fyrir stundu að samkomulagið fæli það meðal annars í sér að Prigozhin yfirgæfi Rússland og flyttist til Belarús og að öðrum liðsmönnum Wagner yrði veitt sakaruppgjöf fyrir þátt sinn í átökunum í Úkraínu. Þeim Wagner-liðum sem ekki hefðu tekið þátt í valdaránstilrauninni yrði boðið að ganga hernum á hönd. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur ekki tjáð sig um samkomulagið, enn sem komið er, en hann hafði heitið því að láta þá gjalda það dýru verði sem hefðu svikið móðurlandið. Það var Lúkasjenkó sem tilkynnti um samkomulagið fyrr í dag en Prigozhin staðfesti það skömmu síðar og greindi frá því að sveitir Wagner myndu hörfa frá Moskvu og Rostov, þar sem þeir höfðu tekið yfir allar helstu stjórnarbyggingar. Fréttirnar virðast hafa komið flestum á óvart en Wagner-liðar höfðu farið inn í Rostov með lítilli fyrirhöfn og virtust fá góðar móttökur frá íbúum, sem hvöttu þá enn til dáða þegar þeir hófu brottför sína í dag. Úkraínumenn, sem höfðu fagnað mjög þróun mála í gærkvöldi og nótt, virtust einnig nokkuð hissa. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta, sagði ákvörðun Prigozhin um að pakka saman ótrúlega og að hann tryði ekki öðru en að Pútín myndi standa við það að finna hann í fjöru. Ef óvissa var uppi um hvað myndi gerast þegar Wagner næði Moskvu virðast menn ekki síður hugsi yfir stöðu mála nú. Mörgum spurningum er ósvarað en það hefur til að mynda ekkert verið gefið út um mögulegar breytingar innan varnarmálaráðuneytisins, sem Prigozhin hafði þrýst á. Sérfræðingar eru sammála um að undraverð framganga Prigozhin í Rússlandi hafi afhjúpað algjört ráðaleysi Pútín og stjórnarinnar í Kreml og ekki síður hversu veik staða Rússa er á vígvellinum í Úkraínu. Orð Prigozhin um dugleysi hermálayfirvalda, upplognar forsendur innrásarinnar í Úkraínu og blekkingar varnarmálaráðherrans Sergei Shoigu í garð Pútín munu ekki gleymast. Hvað gerist innan Kreml og í Úkraínu á næstu dögum er óráðin gáta. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði við rússneska miðla fyrir stundu að samkomulagið fæli það meðal annars í sér að Prigozhin yfirgæfi Rússland og flyttist til Belarús og að öðrum liðsmönnum Wagner yrði veitt sakaruppgjöf fyrir þátt sinn í átökunum í Úkraínu. Þeim Wagner-liðum sem ekki hefðu tekið þátt í valdaránstilrauninni yrði boðið að ganga hernum á hönd. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur ekki tjáð sig um samkomulagið, enn sem komið er, en hann hafði heitið því að láta þá gjalda það dýru verði sem hefðu svikið móðurlandið. Það var Lúkasjenkó sem tilkynnti um samkomulagið fyrr í dag en Prigozhin staðfesti það skömmu síðar og greindi frá því að sveitir Wagner myndu hörfa frá Moskvu og Rostov, þar sem þeir höfðu tekið yfir allar helstu stjórnarbyggingar. Fréttirnar virðast hafa komið flestum á óvart en Wagner-liðar höfðu farið inn í Rostov með lítilli fyrirhöfn og virtust fá góðar móttökur frá íbúum, sem hvöttu þá enn til dáða þegar þeir hófu brottför sína í dag. Úkraínumenn, sem höfðu fagnað mjög þróun mála í gærkvöldi og nótt, virtust einnig nokkuð hissa. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Vólódímír Selenskís Úkraínuforseta, sagði ákvörðun Prigozhin um að pakka saman ótrúlega og að hann tryði ekki öðru en að Pútín myndi standa við það að finna hann í fjöru. Ef óvissa var uppi um hvað myndi gerast þegar Wagner næði Moskvu virðast menn ekki síður hugsi yfir stöðu mála nú. Mörgum spurningum er ósvarað en það hefur til að mynda ekkert verið gefið út um mögulegar breytingar innan varnarmálaráðuneytisins, sem Prigozhin hafði þrýst á. Sérfræðingar eru sammála um að undraverð framganga Prigozhin í Rússlandi hafi afhjúpað algjört ráðaleysi Pútín og stjórnarinnar í Kreml og ekki síður hversu veik staða Rússa er á vígvellinum í Úkraínu. Orð Prigozhin um dugleysi hermálayfirvalda, upplognar forsendur innrásarinnar í Úkraínu og blekkingar varnarmálaráðherrans Sergei Shoigu í garð Pútín munu ekki gleymast. Hvað gerist innan Kreml og í Úkraínu á næstu dögum er óráðin gáta.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira