Bensínstöðin sem ferðamenn míga við verður færð Kristinn Haukur Guðnason skrifar 22. júní 2023 08:46 Bensínstöðin umdeilda verður flutt. Íbúarnir kvarta yfir hlandlykt og óþrifnaði. Skjáskot/Google Maps Sveitarfélagið Múlaþings hefur ákveðið að færa bensínstöð N1 á Djúpavogi út fyrir íbúabyggðina. Ferðamenn kasta af sér vatni við stöðina íbúum til ama og fyrirtækin á svæðinu vilja ekki kosta salernisaðstöðu. Á mánudag samþykkti umhverfis og framkvæmdaráð Múlaþings tillögu heimastjórnar Djúpavogs að færa stöðina. Var hún samþykkt samhljóða í ráðinu. „Forsendur fyrir staðsetningu á eldsneytisdælum á Djúpavogi hafa gjörbreyst samhliða stóraukinni umferð í tengslum við ferðaþjónustu og þungaflutninga. Hvort tveggja hefur neikvæð áhrif á lífsgæði íbúa og ásýnd svæðisins,“ segir í tillögunni. Verði þegar hafist við að breyta gildandi aðalskipulagi með það fyrir augum að bensínstöðinni verði fundinn staður fjær íbúabyggð. Íbúar við fimm hús í Djúpavogi, við göturnar Búland og Steina, höfðu farið fram á að starfsleyfi bensínstöðvarinnar yrði fellt úr gildi. Því erindi vísað umhverfis og framkvæmdaráð til Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Fyrirtæki vildu ekki setja upp klósett Eins og kom fram í frétt Vísis frá því í maí síðastliðnum eru íbúar afar ósáttir við óþrifnað og hlandlykt sem fylgir bensínstöðinni, sem er sjálfsafgreiðslustöð. Hún stendur við helsta verslunarkjarna þorpsins þar sem Samkaup, Landsbankinn, ÁTVR og Íslandspóstur eru með aðstöðu. Heimastjórn óskaði eftir að þessi fyrirtæki tækju sig saman og settu upp salernisaðstöðu. Sveitarfélagið gæti ekki sjálft gert það á einkalóð. Enginn vilji reyndist hins vegar vera fyrir því hjá fyrirtækjunum. Báru sum þeirra það fyrir sig að þau væru aðeins leigjendur en ekki eigendur hússins. Myndavélar dugðu ekki til Mál bensínstöðvarinnar hefur verið til umræðu hjá sveitarstjórn í meira en ár. En stöðin var á sínum tíma byggð án grenndarkynningar eða samráðs við íbúa í nágrenninu. „Það er búið að reyna að gera allt. Það er búið að girða og setja upp myndavélar. Fólki er nákvæmlega sama því það veit að það er enginn sem situr við skjáinn og starir á það,“ sagði Oddný Anna Björnsdóttir, fulltrúi í heimastjórn Djúpavogs í Múlaþingi við Vísi í maí. Ferðamenn búist við að finna salerni við bensínstöðina en þegar henni væri ekki til að dreifa gera þeir þarfir sínar undir berum himni. Múlaþing Umhverfismál Verslun Skipulag Bensín og olía Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Á mánudag samþykkti umhverfis og framkvæmdaráð Múlaþings tillögu heimastjórnar Djúpavogs að færa stöðina. Var hún samþykkt samhljóða í ráðinu. „Forsendur fyrir staðsetningu á eldsneytisdælum á Djúpavogi hafa gjörbreyst samhliða stóraukinni umferð í tengslum við ferðaþjónustu og þungaflutninga. Hvort tveggja hefur neikvæð áhrif á lífsgæði íbúa og ásýnd svæðisins,“ segir í tillögunni. Verði þegar hafist við að breyta gildandi aðalskipulagi með það fyrir augum að bensínstöðinni verði fundinn staður fjær íbúabyggð. Íbúar við fimm hús í Djúpavogi, við göturnar Búland og Steina, höfðu farið fram á að starfsleyfi bensínstöðvarinnar yrði fellt úr gildi. Því erindi vísað umhverfis og framkvæmdaráð til Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Fyrirtæki vildu ekki setja upp klósett Eins og kom fram í frétt Vísis frá því í maí síðastliðnum eru íbúar afar ósáttir við óþrifnað og hlandlykt sem fylgir bensínstöðinni, sem er sjálfsafgreiðslustöð. Hún stendur við helsta verslunarkjarna þorpsins þar sem Samkaup, Landsbankinn, ÁTVR og Íslandspóstur eru með aðstöðu. Heimastjórn óskaði eftir að þessi fyrirtæki tækju sig saman og settu upp salernisaðstöðu. Sveitarfélagið gæti ekki sjálft gert það á einkalóð. Enginn vilji reyndist hins vegar vera fyrir því hjá fyrirtækjunum. Báru sum þeirra það fyrir sig að þau væru aðeins leigjendur en ekki eigendur hússins. Myndavélar dugðu ekki til Mál bensínstöðvarinnar hefur verið til umræðu hjá sveitarstjórn í meira en ár. En stöðin var á sínum tíma byggð án grenndarkynningar eða samráðs við íbúa í nágrenninu. „Það er búið að reyna að gera allt. Það er búið að girða og setja upp myndavélar. Fólki er nákvæmlega sama því það veit að það er enginn sem situr við skjáinn og starir á það,“ sagði Oddný Anna Björnsdóttir, fulltrúi í heimastjórn Djúpavogs í Múlaþingi við Vísi í maí. Ferðamenn búist við að finna salerni við bensínstöðina en þegar henni væri ekki til að dreifa gera þeir þarfir sínar undir berum himni.
Múlaþing Umhverfismál Verslun Skipulag Bensín og olía Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira