Barátta kvenna Hólmfríður Árnadótti skrifar 19. júní 2023 20:22 Því er ekki náð margumræddu jafnréttinu þó mörg hafi barist fyrir því svo áratugum skiptir. Í dag 19. júní minnumst við þess að konur fengu kosningarétt fyrir 108 árum. Kosningarétt sem kostaði blóð, svita og tár. Svo sjálfsagður þykir þessi réttur í dag að hann er jafnvel ekki nýttur, sem er öllu verr. Þessi réttur okkar skiptir nefnilega svo miklu máli og er eina leiðin til að byggja upp réttlátt samfélag. Samfélag þar sem öll fá notið sín og tækifæri til að hafa áhrif. Það er nefnilega ekki svo að kynjajafnrétti sé náð eða félagslegu réttlæti almennt. Enn sitja hópar á jaðri kerfisins eða horfa upp á eigin réttindi fótum troðin af almenningi og þeim sem hafa völdin. Það er nefnilega svo mikilvægt að muna að fyrir þessum réttindum var barist og enn þarf og er verið að berjast. Það er gríðarlega mikilvægt að hafa réttindi allra hópa í huga þegar kerfi eru smíðuð eða þau endurskoðuð og þeim breytt. Kvenfrelsi er ein af stoðum VG og segir í stefnu hreyfingarinnar “Vinstrihreyfingin – grænt framboð einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Þannig sköpum við betra samfélag fyrir okkur öll óháð kyni.” Þetta er mikilvæg málsgrein sem alltaf þarf að vera í forgrunni og með sérstöðu allra hópa kvenna í huga, trans kvenna, kvára sem voru konur, konur sem elska aðrar konur, konur af erlendum uppruna, fátækar konur, fatlaðar konur, konur sem eru öryrkjar, ungar konur og eldri konur. Allar stofnanir, fyrirtæki og stefnur sem og allt í daglegu lífi samfélagsins þarf að taka mið af því að við konur erum allskonar, með mismunandi þarfir, langanir og áhugamál einfaldlega vegna þess við erum manneskjur. Afturför hefur orðið í baráttu okkar kvenna og aðgerða sannarlega áfram þörf á öllum sviðum samfélagsins, tryggja að fjölbreyttar raddir heyrist, að á þær sé hlustað og að mark sé tekið á þeim. Saman getum við brotið upp staðalmyndir, stuðlað að mun fjölbreyttari fyrirmyndum, metið fólk að verðleikum og talað máli jaðar- og minnihlutahópa. Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar. Höfundur er oddviti VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Vinstri græn Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Því er ekki náð margumræddu jafnréttinu þó mörg hafi barist fyrir því svo áratugum skiptir. Í dag 19. júní minnumst við þess að konur fengu kosningarétt fyrir 108 árum. Kosningarétt sem kostaði blóð, svita og tár. Svo sjálfsagður þykir þessi réttur í dag að hann er jafnvel ekki nýttur, sem er öllu verr. Þessi réttur okkar skiptir nefnilega svo miklu máli og er eina leiðin til að byggja upp réttlátt samfélag. Samfélag þar sem öll fá notið sín og tækifæri til að hafa áhrif. Það er nefnilega ekki svo að kynjajafnrétti sé náð eða félagslegu réttlæti almennt. Enn sitja hópar á jaðri kerfisins eða horfa upp á eigin réttindi fótum troðin af almenningi og þeim sem hafa völdin. Það er nefnilega svo mikilvægt að muna að fyrir þessum réttindum var barist og enn þarf og er verið að berjast. Það er gríðarlega mikilvægt að hafa réttindi allra hópa í huga þegar kerfi eru smíðuð eða þau endurskoðuð og þeim breytt. Kvenfrelsi er ein af stoðum VG og segir í stefnu hreyfingarinnar “Vinstrihreyfingin – grænt framboð einsetur sér að uppræta allar birtingarmyndir kynjamisréttis í samfélaginu og brjóta þannig upp kynjakerfi sem er skaðlegt fyrir stöðu, tækifæri og þátttöku allra. Þannig sköpum við betra samfélag fyrir okkur öll óháð kyni.” Þetta er mikilvæg málsgrein sem alltaf þarf að vera í forgrunni og með sérstöðu allra hópa kvenna í huga, trans kvenna, kvára sem voru konur, konur sem elska aðrar konur, konur af erlendum uppruna, fátækar konur, fatlaðar konur, konur sem eru öryrkjar, ungar konur og eldri konur. Allar stofnanir, fyrirtæki og stefnur sem og allt í daglegu lífi samfélagsins þarf að taka mið af því að við konur erum allskonar, með mismunandi þarfir, langanir og áhugamál einfaldlega vegna þess við erum manneskjur. Afturför hefur orðið í baráttu okkar kvenna og aðgerða sannarlega áfram þörf á öllum sviðum samfélagsins, tryggja að fjölbreyttar raddir heyrist, að á þær sé hlustað og að mark sé tekið á þeim. Saman getum við brotið upp staðalmyndir, stuðlað að mun fjölbreyttari fyrirmyndum, metið fólk að verðleikum og talað máli jaðar- og minnihlutahópa. Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar. Höfundur er oddviti VG í Suðurkjördæmi.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar