Segir Selenskí vera skömm fyrir gyðinga Samúel Karl Ólason skrifar 16. júní 2023 14:59 Vladimír Pútín, forset Rússlands, í Pétursborg í dag. AP//RIA/Alexei Danichev Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir efnahag Rússlands sterkan og hafnar því að ríkið sé orðið einangrað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Þá sagði Pútín að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, væri ekki gyðingur. Þetta sagði forsetinn á fjárfestaráðstefnu í Pétursborg, sem gengur út á það laða erlenda fjárfesta til Rússlands. Rússar hafa verið beittir umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum í kjölfar innrásarinnar. Fjölmörg fyrirtæki hafa slitið tengsl sín við ríkið og hætt þar viðskiptum. Í frétt New York Times segir að ráðstefnan í Pétursborg, sem haldin er á hverju ári, sé ekki skugginn af sjálfri sér þetta árið. Pútín hélt erindi á ráðstefnunni í dag þar sem hann sagði að samband Rússlands og þeirra ríkja sem hefðu ekki snúið bakinu við ríkinu, hefði styrkst. Forsetinn hefur ítrekað reynt að mála þá mynd af Rússlandi að ríkið geti staðið af sér refsiaðgerðirnar með því að snúa sér frekar til Asíu og ítrekaði hann það í erindi sínu. Þá sagði hann refsiaðgerðirnar hafa styrkt Rússland til lengri tíma, þar sem grunnur hagkerfisins hefði þurft miklar endurbætur. Pútín viðurkenndi þó að fjárútlát til varnarmála hefðu aukist mjög og sagði það eðlilegt miðað við ástandið og nauðsynlegt til að verja fullveldi Rússlands, sagði forsetinn sem skipaði rússneska hernum að gera innrás í Úkraínu í fyrra. Segir peninga ekki vaxa á trjám Moscow Times hefur eftir fjármálaráðherra Rússlands að mögulega þurfi að hækka skatta þar í landi til að fylla upp í holur sem myndast hafi á fjárlögum en Rússar hafa orðið af verulegum tekjum vegna sölu kolefnaeldsneytis. Anton Siluanov sagði að tekjurnar hefðu dregist saman um helming. Siluanov sagði að í ljósi verulega aukinna fjárútláta þurfi fólk að skilja að peningar vaxi ekki á trjám. Þá sagði hann þrjá kosti í stöðunni. Sá fyrsti væri fjárlagahalli með hækkandi verðbólgu og vöxtum. Annar væri skattahækkanir og sá þriðji væri niðurskurður. Sagðist eiga fullt af vinum sem eru gyðingar Eftir erindi hans var Pútín spurður nokkurra spurninga á sviði og snerust þær fyrstu um innrásina í Úkraínu. Þar staðhæfði Pútín enn og aftur að nauðsynlegt væri að af-nasistavæða Úkraínu, sem er ekki rétt. Aðspurður um af hverju hann kallaði Vólódímír Selenskí, forset Úkraínu sem er gyðingatrúar, nasista, sagði Pútín að hann ætti fullt af vinum sem eru gyðingar. Þeir segðu honum að Selenskí væri ekki gyðingur, heldur væri hann skömm fyrir gyðinga. Við það hófst mikið lófaklapp á fjárfestaráðstefnunni. Því næst hélt Pútín stutt ávarp, sem virðist hafa verið fyrir fram skipulagt, úkraínska þjóðernissinna sem myrtu gyðinga á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Putin then pivots, completely without warning, to a mini-documentary about anti-semitic pogroms involving Ukrainian nationalist groups during World War II, narrated by the head of Russia's propaganda agency.This is, to remind you, his big speech to attract foreign investment pic.twitter.com/cdbWQepkn8— max seddon (@maxseddon) June 16, 2023 Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Forsetar þurftu að leita sér skjóls vegna eldflauga Háværar sprengingar heyrðust í Kænugarði í morgun eftir að Rússar skutu eldflaugum á borgina. Nokkrir forsetar Afríkuríkja eru staddir í Kænugarði, þar sem þeir munu ræða við ráðamenn um mögulegar friðarviðræður við Rússa. Því næst munu þeir fara til Pétursborgar í Rússlandi og hitta Vladimír Pútín, forseta. 16. júní 2023 11:52 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Maraþon en ekki spretthlaup“ Harðir bardagar hafa geisað í suður- og austurhluta Úkraínu undanfarnar daga, þar sem gagnsókn Úkraínumanna er hafin. Nokkur þorp hafa verið frelsuð úr höndum Rússa en Úkraínumenn hafa sótt tiltölulega grunnt inn í varnir Rússa en á víðu svæði. 16. júní 2023 08:01 Hægri hönd téténska einræðisherrans sagður hafa særst Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að fregnir af því að rússneskur þingmaður og náinn bandamaður Ramzans Kadyrov, einræðisherra Téténíu, hefði særst í Úkraínu væru áhyggjuefni. Adam Delimkhanov, sem lýst hefur verið sem hægri hönd Kadyrov, var sagður hafa særst í árás Úkraínumanna. 14. júní 2023 14:35 Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í skyn að hann myndi skipa rússneska hernum að ráðast aftur inn í norðurhluta Úkraínu. Hann hélt því fram að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli í gagnsókn þeirra, sem er nýhafin í suður- og austurhluta Úkraínu. 13. júní 2023 17:15 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Rússar hafa verið beittir umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum í kjölfar innrásarinnar. Fjölmörg fyrirtæki hafa slitið tengsl sín við ríkið og hætt þar viðskiptum. Í frétt New York Times segir að ráðstefnan í Pétursborg, sem haldin er á hverju ári, sé ekki skugginn af sjálfri sér þetta árið. Pútín hélt erindi á ráðstefnunni í dag þar sem hann sagði að samband Rússlands og þeirra ríkja sem hefðu ekki snúið bakinu við ríkinu, hefði styrkst. Forsetinn hefur ítrekað reynt að mála þá mynd af Rússlandi að ríkið geti staðið af sér refsiaðgerðirnar með því að snúa sér frekar til Asíu og ítrekaði hann það í erindi sínu. Þá sagði hann refsiaðgerðirnar hafa styrkt Rússland til lengri tíma, þar sem grunnur hagkerfisins hefði þurft miklar endurbætur. Pútín viðurkenndi þó að fjárútlát til varnarmála hefðu aukist mjög og sagði það eðlilegt miðað við ástandið og nauðsynlegt til að verja fullveldi Rússlands, sagði forsetinn sem skipaði rússneska hernum að gera innrás í Úkraínu í fyrra. Segir peninga ekki vaxa á trjám Moscow Times hefur eftir fjármálaráðherra Rússlands að mögulega þurfi að hækka skatta þar í landi til að fylla upp í holur sem myndast hafi á fjárlögum en Rússar hafa orðið af verulegum tekjum vegna sölu kolefnaeldsneytis. Anton Siluanov sagði að tekjurnar hefðu dregist saman um helming. Siluanov sagði að í ljósi verulega aukinna fjárútláta þurfi fólk að skilja að peningar vaxi ekki á trjám. Þá sagði hann þrjá kosti í stöðunni. Sá fyrsti væri fjárlagahalli með hækkandi verðbólgu og vöxtum. Annar væri skattahækkanir og sá þriðji væri niðurskurður. Sagðist eiga fullt af vinum sem eru gyðingar Eftir erindi hans var Pútín spurður nokkurra spurninga á sviði og snerust þær fyrstu um innrásina í Úkraínu. Þar staðhæfði Pútín enn og aftur að nauðsynlegt væri að af-nasistavæða Úkraínu, sem er ekki rétt. Aðspurður um af hverju hann kallaði Vólódímír Selenskí, forset Úkraínu sem er gyðingatrúar, nasista, sagði Pútín að hann ætti fullt af vinum sem eru gyðingar. Þeir segðu honum að Selenskí væri ekki gyðingur, heldur væri hann skömm fyrir gyðinga. Við það hófst mikið lófaklapp á fjárfestaráðstefnunni. Því næst hélt Pútín stutt ávarp, sem virðist hafa verið fyrir fram skipulagt, úkraínska þjóðernissinna sem myrtu gyðinga á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Putin then pivots, completely without warning, to a mini-documentary about anti-semitic pogroms involving Ukrainian nationalist groups during World War II, narrated by the head of Russia's propaganda agency.This is, to remind you, his big speech to attract foreign investment pic.twitter.com/cdbWQepkn8— max seddon (@maxseddon) June 16, 2023
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Forsetar þurftu að leita sér skjóls vegna eldflauga Háværar sprengingar heyrðust í Kænugarði í morgun eftir að Rússar skutu eldflaugum á borgina. Nokkrir forsetar Afríkuríkja eru staddir í Kænugarði, þar sem þeir munu ræða við ráðamenn um mögulegar friðarviðræður við Rússa. Því næst munu þeir fara til Pétursborgar í Rússlandi og hitta Vladimír Pútín, forseta. 16. júní 2023 11:52 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Maraþon en ekki spretthlaup“ Harðir bardagar hafa geisað í suður- og austurhluta Úkraínu undanfarnar daga, þar sem gagnsókn Úkraínumanna er hafin. Nokkur þorp hafa verið frelsuð úr höndum Rússa en Úkraínumenn hafa sótt tiltölulega grunnt inn í varnir Rússa en á víðu svæði. 16. júní 2023 08:01 Hægri hönd téténska einræðisherrans sagður hafa særst Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að fregnir af því að rússneskur þingmaður og náinn bandamaður Ramzans Kadyrov, einræðisherra Téténíu, hefði særst í Úkraínu væru áhyggjuefni. Adam Delimkhanov, sem lýst hefur verið sem hægri hönd Kadyrov, var sagður hafa særst í árás Úkraínumanna. 14. júní 2023 14:35 Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í skyn að hann myndi skipa rússneska hernum að ráðast aftur inn í norðurhluta Úkraínu. Hann hélt því fram að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli í gagnsókn þeirra, sem er nýhafin í suður- og austurhluta Úkraínu. 13. júní 2023 17:15 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Forsetar þurftu að leita sér skjóls vegna eldflauga Háværar sprengingar heyrðust í Kænugarði í morgun eftir að Rússar skutu eldflaugum á borgina. Nokkrir forsetar Afríkuríkja eru staddir í Kænugarði, þar sem þeir munu ræða við ráðamenn um mögulegar friðarviðræður við Rússa. Því næst munu þeir fara til Pétursborgar í Rússlandi og hitta Vladimír Pútín, forseta. 16. júní 2023 11:52
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Maraþon en ekki spretthlaup“ Harðir bardagar hafa geisað í suður- og austurhluta Úkraínu undanfarnar daga, þar sem gagnsókn Úkraínumanna er hafin. Nokkur þorp hafa verið frelsuð úr höndum Rússa en Úkraínumenn hafa sótt tiltölulega grunnt inn í varnir Rússa en á víðu svæði. 16. júní 2023 08:01
Hægri hönd téténska einræðisherrans sagður hafa særst Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, sagði í dag að fregnir af því að rússneskur þingmaður og náinn bandamaður Ramzans Kadyrov, einræðisherra Téténíu, hefði særst í Úkraínu væru áhyggjuefni. Adam Delimkhanov, sem lýst hefur verið sem hægri hönd Kadyrov, var sagður hafa særst í árás Úkraínumanna. 14. júní 2023 14:35
Segir Rússa hafa misst 54 skriðdreka á nokkrum dögum Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í skyn að hann myndi skipa rússneska hernum að ráðast aftur inn í norðurhluta Úkraínu. Hann hélt því fram að Úkraínumenn hefðu orðið fyrir gífurlegu mannfalli í gagnsókn þeirra, sem er nýhafin í suður- og austurhluta Úkraínu. 13. júní 2023 17:15