Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar fellt úr gildi Magnús Jochum Pálsson og Kristján Már Unnarsson skrifa 15. júní 2023 16:10 Inntakslón myndast ofan við stíflu Hvammsvirkjunar. Landsvirkjun Úrskurðarefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hvammsvirkjunar úr gildi á grundvelli vatnatilskipunar. Úrskurðurinn hefur ekki verið birtur en Karólína Finnbjörnsdóttir lögmaður, sem sæti á í nefndinni, staðfestir í samtali við fréttastofu að nefndin hafi fellt virkjunarleyfið úr gildi vegna ágalla. Hún segir að kærendur hafi verið allmargir, þeirra á meðal veiðifélag og náttúruverndarsamtök. Karolína segir úrskurðinn sennilega þann ítarlegasta sem kveðinn hafi verið upp af nefndinni. Í honum séu jafnframt veittar leiðbeiningar um hvað betur mætti fara. Landsvirkjun hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ákvörðun nefndarinnar séu vonbrigði og slæmar fréttir fyrir íslenskt samfélag Ógildir framkvæmdaleyfi Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær framkvæmdaleyfi fyrir virkjunina en sama dag frestaði sveitarstjórn Rangárþings ytra afgreiðslu málsins fram í næstu viku. Niðurfelling virkjunarleyfisins ógildir væntanlega framkvæmdaleyfi þar sem virkjunarleyfi er forsenda framkvæmdaleyfis. Landsvirkjun hefur í á þriðja áratug unnið að undirbúningi fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar en deilur vegna virkjunarinnar hafa verið töluverðar. Uppsett afl virkjunarinnar á að vera 95 MW. Það tók Orkustofnun nítján mánuði að gefa út virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar og gagnrýndi forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, í fyrra hve langan tíma það hefði tekið. „Áður fyrr hefur þetta tekið svona um þrjá og hálfan mánuð. Þannig að þetta er óheppilegt,“ sagði hann í viðtali við Stöð 2. Landsvirkjun hefur boðið út fyrstu undirbúningsáfanga framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tilboð átti að opna strax í næstu viku og var stefnt að því að hefja framkvæmdir í næsta mánuði. Þau áform eru núna uppnámi eftir ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 í gærkvöldi með viðtali við oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem taldi deilum um virkjunina lokið: Umhverfismál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08 Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35 Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, sem yrði fyrsta virkjunin í neðri Þjórsá, 95 megavött að stærð. 24. desember 2022 14:29 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Úrskurðurinn hefur ekki verið birtur en Karólína Finnbjörnsdóttir lögmaður, sem sæti á í nefndinni, staðfestir í samtali við fréttastofu að nefndin hafi fellt virkjunarleyfið úr gildi vegna ágalla. Hún segir að kærendur hafi verið allmargir, þeirra á meðal veiðifélag og náttúruverndarsamtök. Karolína segir úrskurðinn sennilega þann ítarlegasta sem kveðinn hafi verið upp af nefndinni. Í honum séu jafnframt veittar leiðbeiningar um hvað betur mætti fara. Landsvirkjun hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ákvörðun nefndarinnar séu vonbrigði og slæmar fréttir fyrir íslenskt samfélag Ógildir framkvæmdaleyfi Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti í gær framkvæmdaleyfi fyrir virkjunina en sama dag frestaði sveitarstjórn Rangárþings ytra afgreiðslu málsins fram í næstu viku. Niðurfelling virkjunarleyfisins ógildir væntanlega framkvæmdaleyfi þar sem virkjunarleyfi er forsenda framkvæmdaleyfis. Landsvirkjun hefur í á þriðja áratug unnið að undirbúningi fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar en deilur vegna virkjunarinnar hafa verið töluverðar. Uppsett afl virkjunarinnar á að vera 95 MW. Það tók Orkustofnun nítján mánuði að gefa út virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar og gagnrýndi forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, í fyrra hve langan tíma það hefði tekið. „Áður fyrr hefur þetta tekið svona um þrjá og hálfan mánuð. Þannig að þetta er óheppilegt,“ sagði hann í viðtali við Stöð 2. Landsvirkjun hefur boðið út fyrstu undirbúningsáfanga framkvæmda við Hvammsvirkjun. Tilboð átti að opna strax í næstu viku og var stefnt að því að hefja framkvæmdir í næsta mánuði. Þau áform eru núna uppnámi eftir ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Hér má sjá beina útsendingu Stöðvar 2 í gærkvöldi með viðtali við oddvita Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem taldi deilum um virkjunina lokið:
Umhverfismál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08 Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35 Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, sem yrði fyrsta virkjunin í neðri Þjórsá, 95 megavött að stærð. 24. desember 2022 14:29 Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Þrjátíu ára deilum um Hvammsvirkjun lokið Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 14. júní 2023 20:08
Sveitarstjórn frestar afgreiðslu á framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn. 14. júní 2023 10:35
Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, sem yrði fyrsta virkjunin í neðri Þjórsá, 95 megavött að stærð. 24. desember 2022 14:29
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í húsi og hægt að hefja verkið næsta sumar Forstjóri Landsvirkjunar vonast til að framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist um mitt næsta sumar. Hann telur afgreiðslu virkjunarleyfis frá Orkustofnun hafa tekið óeðlilega langan tíma. 29. nóvember 2022 22:14