Segir Ísland í „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2023 09:19 Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra. Mögulegt er að honum verði skipt út fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins á sunnudaginn. Stöð 2/Arnar Dómsmálaráðherra segir Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gangi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. Framtíð Jóns Gunnarsson sem dómsmálaráðherra er óráðin en mögulegt er að honum verði skipt út fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, hugsanlega í kringum ríkisráðfsfund sem á að fara fram á mánudag. Útlendingmál voru honum efst í huga þegar hann var spurður út í hvað hann ætlaði að gera á lokametrunumn ef hann væri á útleið sem ráðherra í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Harmaði hann að stjórnvöld hefðu ekki nægilega sterk tök á útlendingamálum. Löggjöf og reglur séu veikari hér en í nágrannalöndunum. „Við erum í svo stórkostlegum vandræðum í þessum útlendingamálum að þetta gengur ekkert lengur,“ sagði hann. Hann sagði galið hversu „öfgafull“ umræða um útlendingamál væri á Íslandi. „Ég hef ekki dregið af mér að standa gegn þeim öfgaröddum öllum,“ sagði Jón. Segist hafa spurt Dani um að fá að leigja flóttamannabúðir Vandann telur ráðherrann felast í fjölda hælisleitenda og vaxandi kostnaði. Áætlað sé að um sex þúsund umsóknir um alþjóðleg vernd berist á þessu ári, tvöfalt fleiri en í Danmörku. Fengju Danir hlutfallslega jafnmargar umsóknir og Íslendingar væru þar um 90.000 talsins þar. „Þá væru þeir búnir að setja herinn á landamærin,“ fullyrti Jón sem er mögulega á útleið sem ráðherra á næstu dögum. Þá nemi kostnaðurinn hátt í tuttugu milljörðum króna á ári en þar sé ekki talinn með kostnaður heilbrigðiskerfisins. Sagði hann það staðreynd að fólki á Suðurnesjum væri vísað úr leiguíbúðum til að rýma til fyrir hælisleitendur þar sem ríkið yfirbyði markaðinn. Það stangast þó á við yfirlýsingu Vinnumálastofnunar frá því í apríl um að leiga sem greidd sé fyrir búsetuúrræði hælisleitenda sé sú sama og leigjendur greiddu. Leigjendum hafi verið boðið annað húsnæði í eigu húseiganda þar. Í nágrannalöndunum séu hælisleitendum komið fyrir í sérstökum búðum þar sem það fær vissa þjónustu en býr við takmarkað ferðafrelsi. Á Íslandi verði þeir hins vegar hluti af samfélaginu og hafi ferðafrelsi. „Við erum að þjónusta þetta fólk miklu meira og betur út frá þeirra sjónarmiðum en nágrannaþjóðir okkar gera,“ sagði Jón sem sagðist ennfremur hafa spurt dönsk stjórnvöld út í möguleikann á að leigja flóttamannabúðir. Íslendingar bjargi ekki heiminum Spurður að því hvað yrði um flóttafólk ef Ísland lokaði landamærum sínum fyrir því sagði Jón að flóttamannavandinn í heiminum væri mikill. Íslendingar gætu auðvitað lagt eitthvað á sig til að bæta lífsskilyrði í heimalöndum fólks svo að flóttamannastraumurinn þyrfti ekki að eiga sér stað. „Þessi fámenna þjóð á Íslandi, rétt innan við fjögur hundruð þúsund manns, við björgum ekki heiminum í þessu, það er alveg ljóst,“ sagi Jón. Ósamstaða ríki innan ríkisstjórnarinnar um hvað skuli gera í útlendingamálum. Skoðun ráðherra Vinstri grænna sé ólík sjálfstæðismanna. Þeir fyrrnefndu séu á móti því að þrengja reglur um komu útlendinga frekar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Bítið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Framtíð Jóns Gunnarsson sem dómsmálaráðherra er óráðin en mögulegt er að honum verði skipt út fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, hugsanlega í kringum ríkisráðfsfund sem á að fara fram á mánudag. Útlendingmál voru honum efst í huga þegar hann var spurður út í hvað hann ætlaði að gera á lokametrunumn ef hann væri á útleið sem ráðherra í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Harmaði hann að stjórnvöld hefðu ekki nægilega sterk tök á útlendingamálum. Löggjöf og reglur séu veikari hér en í nágrannalöndunum. „Við erum í svo stórkostlegum vandræðum í þessum útlendingamálum að þetta gengur ekkert lengur,“ sagði hann. Hann sagði galið hversu „öfgafull“ umræða um útlendingamál væri á Íslandi. „Ég hef ekki dregið af mér að standa gegn þeim öfgaröddum öllum,“ sagði Jón. Segist hafa spurt Dani um að fá að leigja flóttamannabúðir Vandann telur ráðherrann felast í fjölda hælisleitenda og vaxandi kostnaði. Áætlað sé að um sex þúsund umsóknir um alþjóðleg vernd berist á þessu ári, tvöfalt fleiri en í Danmörku. Fengju Danir hlutfallslega jafnmargar umsóknir og Íslendingar væru þar um 90.000 talsins þar. „Þá væru þeir búnir að setja herinn á landamærin,“ fullyrti Jón sem er mögulega á útleið sem ráðherra á næstu dögum. Þá nemi kostnaðurinn hátt í tuttugu milljörðum króna á ári en þar sé ekki talinn með kostnaður heilbrigðiskerfisins. Sagði hann það staðreynd að fólki á Suðurnesjum væri vísað úr leiguíbúðum til að rýma til fyrir hælisleitendur þar sem ríkið yfirbyði markaðinn. Það stangast þó á við yfirlýsingu Vinnumálastofnunar frá því í apríl um að leiga sem greidd sé fyrir búsetuúrræði hælisleitenda sé sú sama og leigjendur greiddu. Leigjendum hafi verið boðið annað húsnæði í eigu húseiganda þar. Í nágrannalöndunum séu hælisleitendum komið fyrir í sérstökum búðum þar sem það fær vissa þjónustu en býr við takmarkað ferðafrelsi. Á Íslandi verði þeir hins vegar hluti af samfélaginu og hafi ferðafrelsi. „Við erum að þjónusta þetta fólk miklu meira og betur út frá þeirra sjónarmiðum en nágrannaþjóðir okkar gera,“ sagði Jón sem sagðist ennfremur hafa spurt dönsk stjórnvöld út í möguleikann á að leigja flóttamannabúðir. Íslendingar bjargi ekki heiminum Spurður að því hvað yrði um flóttafólk ef Ísland lokaði landamærum sínum fyrir því sagði Jón að flóttamannavandinn í heiminum væri mikill. Íslendingar gætu auðvitað lagt eitthvað á sig til að bæta lífsskilyrði í heimalöndum fólks svo að flóttamannastraumurinn þyrfti ekki að eiga sér stað. „Þessi fámenna þjóð á Íslandi, rétt innan við fjögur hundruð þúsund manns, við björgum ekki heiminum í þessu, það er alveg ljóst,“ sagi Jón. Ósamstaða ríki innan ríkisstjórnarinnar um hvað skuli gera í útlendingamálum. Skoðun ráðherra Vinstri grænna sé ólík sjálfstæðismanna. Þeir fyrrnefndu séu á móti því að þrengja reglur um komu útlendinga frekar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Bítið Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira