Eignaðist barn og skoraði rúmum hundrað dögum síðar í Bestu deildinni Jón Már Ferro skrifar 14. júní 2023 23:37 Fanndís Friðriksdóttir á ferðinni í leik með Val í sumarið 2021 áður en hún sleit krossband. VÍSIR/HAG Fanndís Friðriksdóttir átti sannkallaða draumabyrjun inn á knattspyrnuvöllinn á dögunum er hún lék sinn fyrsta leik síðan í september 2021. Fanndís sleit krossband á þar síðasta ári og við tók löng endurhæfing sem hún nýtti til barneigna. Fyrsta mars síðastliðin eignaðist hún sitt annað barn. Núna einungis 104 dögum síðar er þessi öfluga knattspyrnukona mætt aftur á völlinn. „Ég er búinn að vera með þessa dagsetningu í huga, 12. júní, í huga svolítið lengi. Þegar maður er búinn að vera frá svona lengi verður maður alltaf að hafa einhverja gulrót. Þannig ég setti mér þessa gulrót þegar ég var búinn að eiga. Að ég ætlaði að vera komin inn á völlinn þarna. Svo lengi sem allt myndi ganga vel. Ég er alveg raunsæ líka. Ég sagði við Pétur að ég gæti verið í hóp þarna og mætti spila tuttugu mínútur. Hann tók vel í það og fannst ég greinilega tilbúin til þess,“ segir Fanndís. Klippa: Fanndís Friðriksdóttir skoraði í fyrsta leiknum í tæp tvö ár Þrátt fyrir markið segir hún að sigur sé alltaf í forgangi. Mörkin hennar séu bónus. Hún viðurkennir þó að markið hafi verið léttir. „Það var mjög skemmtilegt en númer eitt, tvö og þrjú. Að skora er alltaf bónus. Þetta var ákveðinn léttir á alla vegu. Markið komið, fyrstu mínúturnar og nú er það bara áfram gakk. Líka vegna þess að ég fékk oft spurninguna hvort ég væri í alvöru að fara aftur í fótbolta. Sumu fólki finnst það mjög furðulegt. Ég get alveg ýmislegt ennþá,“ segir Fanndís. Fanndís var móðguð þegar fólk spurði hana hvort hún ætlaði virkilega að byrja aftur í fótbolta. „Ástæðan afhverju ég eignaðist annað barn var vegna þess að ég sleit krossband. Ég var að nýta tímann. Það tekur tólf mánuði að koma til baka eftir krossbandaslit og níu mánuði með barn. Þetta var fínt reiknisdæmi og það gekk svona vel upp. Ég var alveg móðguð. Mér finnst ég hafa fullt fram að færa sem góð knattspyrnukona,“ segir Fanndís. Hún segir að allt eftir fæðinguna hafi gengið frábærlega og það hafi verið forsenda þess að koma til baka svona snemma. „Þetta var svokölluð draumafæðing. Það gekk allt vel og allt í framhaldinu af því. Ég var fljót að jafna mig afþví það gekk vel. Hann er mjög góður og ég sef. Þetta skiptir allt máli. Ég lagði vinnuna á mig. Bæði á meðan ég var ólétt. Svo er ég búin að vera mjög dugleg á meðan ég var ólétt,“ segir Fanndís. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Valur Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Fanndís sleit krossband á þar síðasta ári og við tók löng endurhæfing sem hún nýtti til barneigna. Fyrsta mars síðastliðin eignaðist hún sitt annað barn. Núna einungis 104 dögum síðar er þessi öfluga knattspyrnukona mætt aftur á völlinn. „Ég er búinn að vera með þessa dagsetningu í huga, 12. júní, í huga svolítið lengi. Þegar maður er búinn að vera frá svona lengi verður maður alltaf að hafa einhverja gulrót. Þannig ég setti mér þessa gulrót þegar ég var búinn að eiga. Að ég ætlaði að vera komin inn á völlinn þarna. Svo lengi sem allt myndi ganga vel. Ég er alveg raunsæ líka. Ég sagði við Pétur að ég gæti verið í hóp þarna og mætti spila tuttugu mínútur. Hann tók vel í það og fannst ég greinilega tilbúin til þess,“ segir Fanndís. Klippa: Fanndís Friðriksdóttir skoraði í fyrsta leiknum í tæp tvö ár Þrátt fyrir markið segir hún að sigur sé alltaf í forgangi. Mörkin hennar séu bónus. Hún viðurkennir þó að markið hafi verið léttir. „Það var mjög skemmtilegt en númer eitt, tvö og þrjú. Að skora er alltaf bónus. Þetta var ákveðinn léttir á alla vegu. Markið komið, fyrstu mínúturnar og nú er það bara áfram gakk. Líka vegna þess að ég fékk oft spurninguna hvort ég væri í alvöru að fara aftur í fótbolta. Sumu fólki finnst það mjög furðulegt. Ég get alveg ýmislegt ennþá,“ segir Fanndís. Fanndís var móðguð þegar fólk spurði hana hvort hún ætlaði virkilega að byrja aftur í fótbolta. „Ástæðan afhverju ég eignaðist annað barn var vegna þess að ég sleit krossband. Ég var að nýta tímann. Það tekur tólf mánuði að koma til baka eftir krossbandaslit og níu mánuði með barn. Þetta var fínt reiknisdæmi og það gekk svona vel upp. Ég var alveg móðguð. Mér finnst ég hafa fullt fram að færa sem góð knattspyrnukona,“ segir Fanndís. Hún segir að allt eftir fæðinguna hafi gengið frábærlega og það hafi verið forsenda þess að koma til baka svona snemma. „Þetta var svokölluð draumafæðing. Það gekk allt vel og allt í framhaldinu af því. Ég var fljót að jafna mig afþví það gekk vel. Hann er mjög góður og ég sef. Þetta skiptir allt máli. Ég lagði vinnuna á mig. Bæði á meðan ég var ólétt. Svo er ég búin að vera mjög dugleg á meðan ég var ólétt,“ segir Fanndís. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Valur Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Körfubolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn