Eignaðist barn og skoraði rúmum hundrað dögum síðar í Bestu deildinni Jón Már Ferro skrifar 14. júní 2023 23:37 Fanndís Friðriksdóttir á ferðinni í leik með Val í sumarið 2021 áður en hún sleit krossband. VÍSIR/HAG Fanndís Friðriksdóttir átti sannkallaða draumabyrjun inn á knattspyrnuvöllinn á dögunum er hún lék sinn fyrsta leik síðan í september 2021. Fanndís sleit krossband á þar síðasta ári og við tók löng endurhæfing sem hún nýtti til barneigna. Fyrsta mars síðastliðin eignaðist hún sitt annað barn. Núna einungis 104 dögum síðar er þessi öfluga knattspyrnukona mætt aftur á völlinn. „Ég er búinn að vera með þessa dagsetningu í huga, 12. júní, í huga svolítið lengi. Þegar maður er búinn að vera frá svona lengi verður maður alltaf að hafa einhverja gulrót. Þannig ég setti mér þessa gulrót þegar ég var búinn að eiga. Að ég ætlaði að vera komin inn á völlinn þarna. Svo lengi sem allt myndi ganga vel. Ég er alveg raunsæ líka. Ég sagði við Pétur að ég gæti verið í hóp þarna og mætti spila tuttugu mínútur. Hann tók vel í það og fannst ég greinilega tilbúin til þess,“ segir Fanndís. Klippa: Fanndís Friðriksdóttir skoraði í fyrsta leiknum í tæp tvö ár Þrátt fyrir markið segir hún að sigur sé alltaf í forgangi. Mörkin hennar séu bónus. Hún viðurkennir þó að markið hafi verið léttir. „Það var mjög skemmtilegt en númer eitt, tvö og þrjú. Að skora er alltaf bónus. Þetta var ákveðinn léttir á alla vegu. Markið komið, fyrstu mínúturnar og nú er það bara áfram gakk. Líka vegna þess að ég fékk oft spurninguna hvort ég væri í alvöru að fara aftur í fótbolta. Sumu fólki finnst það mjög furðulegt. Ég get alveg ýmislegt ennþá,“ segir Fanndís. Fanndís var móðguð þegar fólk spurði hana hvort hún ætlaði virkilega að byrja aftur í fótbolta. „Ástæðan afhverju ég eignaðist annað barn var vegna þess að ég sleit krossband. Ég var að nýta tímann. Það tekur tólf mánuði að koma til baka eftir krossbandaslit og níu mánuði með barn. Þetta var fínt reiknisdæmi og það gekk svona vel upp. Ég var alveg móðguð. Mér finnst ég hafa fullt fram að færa sem góð knattspyrnukona,“ segir Fanndís. Hún segir að allt eftir fæðinguna hafi gengið frábærlega og það hafi verið forsenda þess að koma til baka svona snemma. „Þetta var svokölluð draumafæðing. Það gekk allt vel og allt í framhaldinu af því. Ég var fljót að jafna mig afþví það gekk vel. Hann er mjög góður og ég sef. Þetta skiptir allt máli. Ég lagði vinnuna á mig. Bæði á meðan ég var ólétt. Svo er ég búin að vera mjög dugleg á meðan ég var ólétt,“ segir Fanndís. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Valur Besta deild kvenna Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Fanndís sleit krossband á þar síðasta ári og við tók löng endurhæfing sem hún nýtti til barneigna. Fyrsta mars síðastliðin eignaðist hún sitt annað barn. Núna einungis 104 dögum síðar er þessi öfluga knattspyrnukona mætt aftur á völlinn. „Ég er búinn að vera með þessa dagsetningu í huga, 12. júní, í huga svolítið lengi. Þegar maður er búinn að vera frá svona lengi verður maður alltaf að hafa einhverja gulrót. Þannig ég setti mér þessa gulrót þegar ég var búinn að eiga. Að ég ætlaði að vera komin inn á völlinn þarna. Svo lengi sem allt myndi ganga vel. Ég er alveg raunsæ líka. Ég sagði við Pétur að ég gæti verið í hóp þarna og mætti spila tuttugu mínútur. Hann tók vel í það og fannst ég greinilega tilbúin til þess,“ segir Fanndís. Klippa: Fanndís Friðriksdóttir skoraði í fyrsta leiknum í tæp tvö ár Þrátt fyrir markið segir hún að sigur sé alltaf í forgangi. Mörkin hennar séu bónus. Hún viðurkennir þó að markið hafi verið léttir. „Það var mjög skemmtilegt en númer eitt, tvö og þrjú. Að skora er alltaf bónus. Þetta var ákveðinn léttir á alla vegu. Markið komið, fyrstu mínúturnar og nú er það bara áfram gakk. Líka vegna þess að ég fékk oft spurninguna hvort ég væri í alvöru að fara aftur í fótbolta. Sumu fólki finnst það mjög furðulegt. Ég get alveg ýmislegt ennþá,“ segir Fanndís. Fanndís var móðguð þegar fólk spurði hana hvort hún ætlaði virkilega að byrja aftur í fótbolta. „Ástæðan afhverju ég eignaðist annað barn var vegna þess að ég sleit krossband. Ég var að nýta tímann. Það tekur tólf mánuði að koma til baka eftir krossbandaslit og níu mánuði með barn. Þetta var fínt reiknisdæmi og það gekk svona vel upp. Ég var alveg móðguð. Mér finnst ég hafa fullt fram að færa sem góð knattspyrnukona,“ segir Fanndís. Hún segir að allt eftir fæðinguna hafi gengið frábærlega og það hafi verið forsenda þess að koma til baka svona snemma. „Þetta var svokölluð draumafæðing. Það gekk allt vel og allt í framhaldinu af því. Ég var fljót að jafna mig afþví það gekk vel. Hann er mjög góður og ég sef. Þetta skiptir allt máli. Ég lagði vinnuna á mig. Bæði á meðan ég var ólétt. Svo er ég búin að vera mjög dugleg á meðan ég var ólétt,“ segir Fanndís. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Valur Besta deild kvenna Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira