Lokun rækjuvinnslunnar högg af stærri gerðinni Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júní 2023 15:40 Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri Strandabyggðar. Vísir/Sigurjón Sveitarstjóri Strandabyggðar segir lokun rækjuvinnslunnar Hólmadrangs á Hólmavík högg af stærri gerðinni. Tuttugu starfsmönnum verður sagt upp. „En við erum vön ýmsu hér á Hólmavík og Strandabyggð og munum reyna að vinna úr þessari stöðu eins og hægt er með fulltrúum eigenda. En núna snýst þetta núna um að huga að starfsfólki og þeirra framtíð. Það er vert að þakka því starfsfólki fyrir góða vinnu og mikla hollustu í þeirra starfi,“ segir Þorgeir Pálsson sveitastjóri. Greint var frá lokuninni í tilkynningu frá Samherja en vinnslan var rekin af Snæfelli, dótturfélagi þess. Snæfell tók yfir rekstur rækjuvinnslunnar árið 2019 og kemur fram að rekstur Hólmadrangs hafi frá þeim tíma verið erfiður. Nam tap síðasta árs 205 milljónum samkvæmt ársreikningi en skortur á frystigeymslum og flutningskostnaður eru sögð hafa haft áhrif á reksturinn. Spurður hvort lokunin hafi verið viðbúin segir Þorgeir: „Nei, í rauninni ekki. Hitt er annað mál að markaðir hafa verið erfiðir, við sjáum það bara á vinnsludögum. En nei, ég átti ekki von á þessu, þó það séu auðvitað sveiflur í öllum rekstri,“ segir hann. Ekkert sé uppi á borði með nýtingu húss rækjuvinnslunnar í náinni framtíð. „Við erum bara að melta þessar fréttir núna,“ segir Þorgeir sem kveðst þó bjartsýnn á framhaldið. Að hans sögn lítur sumarið á Hólmavík lítur einnig mjög vel út. „Við gerum ráð fyrir verulegri traffík á tjaldsvæði sem tekur við fullt af fólki. Hér er alls konar afþreying og veitingahús, hvalaskoðun og svo framvegis. Þannig við búumst bara við mjög massívu sumri,“ segir Þorgeir að lokum. Strandabyggð Vinnumarkaður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tuttugu missa vinnuna þegar rækjuvinnsla Hólmadrangs verður stöðvuð Snæfell, sem er dótturfélag Samherja, hefur ákveðið að stöðva rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík um næstu mánaðarmót. Tuttugu starfsmönnum verður sagt upp. 14. júní 2023 14:05 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„En við erum vön ýmsu hér á Hólmavík og Strandabyggð og munum reyna að vinna úr þessari stöðu eins og hægt er með fulltrúum eigenda. En núna snýst þetta núna um að huga að starfsfólki og þeirra framtíð. Það er vert að þakka því starfsfólki fyrir góða vinnu og mikla hollustu í þeirra starfi,“ segir Þorgeir Pálsson sveitastjóri. Greint var frá lokuninni í tilkynningu frá Samherja en vinnslan var rekin af Snæfelli, dótturfélagi þess. Snæfell tók yfir rekstur rækjuvinnslunnar árið 2019 og kemur fram að rekstur Hólmadrangs hafi frá þeim tíma verið erfiður. Nam tap síðasta árs 205 milljónum samkvæmt ársreikningi en skortur á frystigeymslum og flutningskostnaður eru sögð hafa haft áhrif á reksturinn. Spurður hvort lokunin hafi verið viðbúin segir Þorgeir: „Nei, í rauninni ekki. Hitt er annað mál að markaðir hafa verið erfiðir, við sjáum það bara á vinnsludögum. En nei, ég átti ekki von á þessu, þó það séu auðvitað sveiflur í öllum rekstri,“ segir hann. Ekkert sé uppi á borði með nýtingu húss rækjuvinnslunnar í náinni framtíð. „Við erum bara að melta þessar fréttir núna,“ segir Þorgeir sem kveðst þó bjartsýnn á framhaldið. Að hans sögn lítur sumarið á Hólmavík lítur einnig mjög vel út. „Við gerum ráð fyrir verulegri traffík á tjaldsvæði sem tekur við fullt af fólki. Hér er alls konar afþreying og veitingahús, hvalaskoðun og svo framvegis. Þannig við búumst bara við mjög massívu sumri,“ segir Þorgeir að lokum.
Strandabyggð Vinnumarkaður Sjávarútvegur Tengdar fréttir Tuttugu missa vinnuna þegar rækjuvinnsla Hólmadrangs verður stöðvuð Snæfell, sem er dótturfélag Samherja, hefur ákveðið að stöðva rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík um næstu mánaðarmót. Tuttugu starfsmönnum verður sagt upp. 14. júní 2023 14:05 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Tuttugu missa vinnuna þegar rækjuvinnsla Hólmadrangs verður stöðvuð Snæfell, sem er dótturfélag Samherja, hefur ákveðið að stöðva rækjuvinnslu Hólmadrangs á Hólmavík um næstu mánaðarmót. Tuttugu starfsmönnum verður sagt upp. 14. júní 2023 14:05