Kynntu fyrstu þjóðaröryggistefnu Þýskalands Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2023 12:23 Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kynnti nýja þjóðaröryggisstefnu. Þá fyrstu í Þýskalandi. EPA/CLEMENS BILAN Olaf Scholz, kanslari Þýskalandi, opinberaði í dag nýja þjóðaröryggisstefnu ríkisstjórnar sinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðverjar setja sér stefnu sem þessa en er hann kynnti hana í morgun talaði Scholz um gerbreytt öryggisástand í Evrópu vegna innrásar Rússa í Úkraínu og sagði Rússland helstu ógnina sem Þýskaland stæði frammi fyrir. Forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætluðu að opinbera nýja þjóðaröryggisstefnu mun fyrr en því hefur verið frestað hingað til. Innrásin í Úkraínu hefur leitt til aukinna áhyggja af raunverulegri hernaðargetu Þýskalands en her ríkisins hefur staðið frammi fyrir umfangsmiklum niðurskurði í gegnum árin. Scholz tilkynnti í fyrra að farið yrði í verulega aukningu fjárútláta til varnarmála. Markmið Þjóðverja er að verja tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála, eins og viðmið Atlantshafsbandalagsins segja til um, á næsta ári. Þjóðverjar hafa einnig haft áhyggjur af aukinni upplýsingaóreiðu, tölvuárásum og mögulegum efnahagsþrýstingi frá stórveldum. Scholz sagði í morgun að tryggja þyrfti styrk lýðræðislegra stofnana Þýskalands, styrk efnahagsins og samheldni þýsks samfélags. Þar að auki þurfti að tryggja aðgang Þjóðverja að nauðsynlegum hráefnum. Þýskir ráðherrar í Berlín í morgun.AP/Markus Schreiber Í frétt DW segir að innrásin í Úkraínu hafi varpað ljósi á galla á þýska hernum, sýnt hve háðir Þjóðverjar voru orðnir Rússum og opnað á spurningar um hvernig verja eigi innviði eins og olíu- og gasleiðslur. Þjóðaröryggisstefnan snýr einnig að ógnum vegna veðurfarsbreytinga og aukinnar hættu á hungursneyð, sjúkdómum, óveðrum og átökum í heiminum. AP fréttaveitan segir ekki farið djúpt í stefnumál ríkisstjórnarinnar og stendur til að gera það í framhaldinu af þjóðaröryggisstefnunni. „Rússland dagsins í dag, og í fyrirsjáanlegri framtíð, er helsta ógnin gegn friði og öryggi á Evrópu-Atlantshafssvæðinu,“ sagði Scholz í morgun. Hann sagði Þjóðverja og aðra standa frammi fyrir tímum þar sem sum ríki væru að reyna að breyta öryggisskipulagi heimsins samkvæmt þeirri sýn á heiminn. Í skjalinu segir einnig að Kína sé í senn „félagi, samkeppnisaðili og andstæðingur“ og að samkeppni milli ríkjanna hafi aukist á undanförnum árum. Þar segir þó einnig að þrátt fyrir það sé Kína félagi og ekki sé hægt að leysa mörg af helstu vandamálum heimsins án Kínverja. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína NATO Tengdar fréttir Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. 14. maí 2023 07:57 Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira
Forsvarsmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætluðu að opinbera nýja þjóðaröryggisstefnu mun fyrr en því hefur verið frestað hingað til. Innrásin í Úkraínu hefur leitt til aukinna áhyggja af raunverulegri hernaðargetu Þýskalands en her ríkisins hefur staðið frammi fyrir umfangsmiklum niðurskurði í gegnum árin. Scholz tilkynnti í fyrra að farið yrði í verulega aukningu fjárútláta til varnarmála. Markmið Þjóðverja er að verja tveimur prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála, eins og viðmið Atlantshafsbandalagsins segja til um, á næsta ári. Þjóðverjar hafa einnig haft áhyggjur af aukinni upplýsingaóreiðu, tölvuárásum og mögulegum efnahagsþrýstingi frá stórveldum. Scholz sagði í morgun að tryggja þyrfti styrk lýðræðislegra stofnana Þýskalands, styrk efnahagsins og samheldni þýsks samfélags. Þar að auki þurfti að tryggja aðgang Þjóðverja að nauðsynlegum hráefnum. Þýskir ráðherrar í Berlín í morgun.AP/Markus Schreiber Í frétt DW segir að innrásin í Úkraínu hafi varpað ljósi á galla á þýska hernum, sýnt hve háðir Þjóðverjar voru orðnir Rússum og opnað á spurningar um hvernig verja eigi innviði eins og olíu- og gasleiðslur. Þjóðaröryggisstefnan snýr einnig að ógnum vegna veðurfarsbreytinga og aukinnar hættu á hungursneyð, sjúkdómum, óveðrum og átökum í heiminum. AP fréttaveitan segir ekki farið djúpt í stefnumál ríkisstjórnarinnar og stendur til að gera það í framhaldinu af þjóðaröryggisstefnunni. „Rússland dagsins í dag, og í fyrirsjáanlegri framtíð, er helsta ógnin gegn friði og öryggi á Evrópu-Atlantshafssvæðinu,“ sagði Scholz í morgun. Hann sagði Þjóðverja og aðra standa frammi fyrir tímum þar sem sum ríki væru að reyna að breyta öryggisskipulagi heimsins samkvæmt þeirri sýn á heiminn. Í skjalinu segir einnig að Kína sé í senn „félagi, samkeppnisaðili og andstæðingur“ og að samkeppni milli ríkjanna hafi aukist á undanförnum árum. Þar segir þó einnig að þrátt fyrir það sé Kína félagi og ekki sé hægt að leysa mörg af helstu vandamálum heimsins án Kínverja.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína NATO Tengdar fréttir Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. 14. maí 2023 07:57 Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Sjá meira
Ræðir vopn og nánara samstarf við þýska leiðtoga Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, er nú í Þýskalandi í fyrsta skipti frá því að Rússar réðust inn í heimaland hans í fyrra. Hann segist ætla að ræða hernaðaraðstoð og aðild að Evrópusambandinu og NATO í heimsókninni. Ítalskir leiðtogar hétu honum áframhaldandi stuðningi í Róm í gær. 14. maí 2023 07:57
Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17