Ríkisstjórnin bjóði upp á ófremdarástand fyrir fatlaða Bjarki Sigurðsson skrifar 14. júní 2023 11:33 María Pétursdóttir er formaður húsnæðismálahóps ÖBÍ. Öryrkjabandalag Íslands hefur sent ákall til ríkisstjórnarinnar að bregðast við því sem bandalagið kallar ófremdarástand í húsnæðismálum fatlaðs fólks. Bandalagið segir ríkisstjórnina fá falleinkunn. Húsnæðismálahópur Öryrkjabandalags Íslands krefst þess að ríkisstjórnin bregðist við ástandinu í húsnæðismálum fatlaðs fólks. Í áskorun sem hópurinn sendi frá sér í dag segir meðal annars að tryggja þurfi betra öryggi fólks sem hefur skammtíma leigusamninga gagnvart hækkun umfram vísitölu. Það þurfi að gera það óheimilt að hækka leiguna umfram hana. Háalvarleg staða María Pétursdóttir, formaður húsnæðismálahópsins, segir að yfirvöld fái falleinkunn þegar kemur að því að tryggja fötluðu fólki stuðning í húsnæðismálum. „Það hefur alltaf verið vitað að það eru fleiri fatlaðir á leigumarkaðnum heldur en á eignamarkaðnum. Það sýnir sig í okkar könnun og það eru í kringum tuttugu prósent fleiri sem eiga sitt eigið húsnæði af ófötluðu fólki heldur en fötluðu fólki. Sem er háalvarleg staða. Þessi hópur sem hefur það hvað verst er, það er ansi mikið af fötluðu fólki innan þess hóps,“ segir María. Of lítið of seint Þá komi aðhaldsaðgerðir og stýrivaxtahækkanir verulega niður á öryrkjum þrátt fyrir að þeir séu lítill valdur að hækkandi verðbólgu. „Biðlistar eru alveg hrikalega langir alls staðar. Að jafnaði þarf fólk að bíða í þrjú ár eða meira á svona biðlistum. Þannig þetta er bara hrikalegt ástand. Það er vel að bæta við stofnframlögum eitt og eitt ár í senn en það er mjög vanhugsað að mæta ekki uppsafnaðri íbúðaþörf landsmanna. Það er bara too little to late í rauninni,“ segir María. Ástandið ekki boðlegt Hún segir að það sé deginum ljósara að ekki fái allir sömu tækifærin í lífinu. „Þetta er einn tekjulægsti hópur þjóðarinnar. Þetta er náttúrulega bara ekki boðlegt ástand og að ríkisstjórnin skuli ekki koma inn í með meiri aðhaldsaðgerðir heldur en gerðar hafa verið er bara að okkar mati ótækt,“ segir María. Málefni fatlaðs fólks Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Húsnæðismálahópur Öryrkjabandalags Íslands krefst þess að ríkisstjórnin bregðist við ástandinu í húsnæðismálum fatlaðs fólks. Í áskorun sem hópurinn sendi frá sér í dag segir meðal annars að tryggja þurfi betra öryggi fólks sem hefur skammtíma leigusamninga gagnvart hækkun umfram vísitölu. Það þurfi að gera það óheimilt að hækka leiguna umfram hana. Háalvarleg staða María Pétursdóttir, formaður húsnæðismálahópsins, segir að yfirvöld fái falleinkunn þegar kemur að því að tryggja fötluðu fólki stuðning í húsnæðismálum. „Það hefur alltaf verið vitað að það eru fleiri fatlaðir á leigumarkaðnum heldur en á eignamarkaðnum. Það sýnir sig í okkar könnun og það eru í kringum tuttugu prósent fleiri sem eiga sitt eigið húsnæði af ófötluðu fólki heldur en fötluðu fólki. Sem er háalvarleg staða. Þessi hópur sem hefur það hvað verst er, það er ansi mikið af fötluðu fólki innan þess hóps,“ segir María. Of lítið of seint Þá komi aðhaldsaðgerðir og stýrivaxtahækkanir verulega niður á öryrkjum þrátt fyrir að þeir séu lítill valdur að hækkandi verðbólgu. „Biðlistar eru alveg hrikalega langir alls staðar. Að jafnaði þarf fólk að bíða í þrjú ár eða meira á svona biðlistum. Þannig þetta er bara hrikalegt ástand. Það er vel að bæta við stofnframlögum eitt og eitt ár í senn en það er mjög vanhugsað að mæta ekki uppsafnaðri íbúðaþörf landsmanna. Það er bara too little to late í rauninni,“ segir María. Ástandið ekki boðlegt Hún segir að það sé deginum ljósara að ekki fái allir sömu tækifærin í lífinu. „Þetta er einn tekjulægsti hópur þjóðarinnar. Þetta er náttúrulega bara ekki boðlegt ástand og að ríkisstjórnin skuli ekki koma inn í með meiri aðhaldsaðgerðir heldur en gerðar hafa verið er bara að okkar mati ótækt,“ segir María.
Málefni fatlaðs fólks Húsnæðismál Leigumarkaður Fjármál heimilisins Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira