Barnabarn mafíósans í sex mánaða bann fyrir slagsmálin við Mayweather Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júní 2023 14:30 Bardagi Floyds Mayweather og Johns Gotti III leystist upp í vitleysu. vísir/getty John Gotti III hefur verið dæmdur í sex mánaða bann eftir að hafa stofnað til slagsmála eftir sýningarbardaga gegn Floyd Mayweather. Gotti, sem er barnabarn mafíuforingjans alræmda John Gotti frá New York, brást illa við þegar dómari stöðvaði bardaga þeirra Mayweathers í sjöttu lotu vegna orðaskaks og munnsöfnuðar bardagakappanna. Gotti réðist á Mayweather og í kjölfarið brutust út slagsmál. Talið er að um fimmtíu manns hafi tekið þátt í þeim og náðu þau alla leið inn í búningsklefa. Eftir bardagann birti Gotti færslu á Instagram þar sem hann sagði að Mayweather væri óvinur hans til lífstíðar. Hann óskaði einnig eftir hjálp frá Conor McGregor sem Mayweather sigraði í bardaga fyrir sex árum. Gotti hefur nú verið dæmdur í sex mánaða bann fyrir sinn þátt í ólátunum. Mayweather slapp hins vegar við refsingu. Gotti átti erfitt uppdráttar í bardaganum og var í vandræðum með að verjast árásum Mayweathers, bæði með hnefunum og kjaftinum. Dómari bardagans bað Gotti og aðstoðarmenn hans að róa sig niður og hætta að rífa kjaft. Á endanum gafst hann upp og stöðvaði bardagann, Gotti til mikils ama. Hann skaut á dómarann á samfélagsmiðlum og sagði að hann hefði stöðvað bardagann að ósekju. Systir Gottis, Nicolette, gekk enn lengra og sendi ógnandi skilaboð til dóttur Mayweathers. Bardaginn um helgina var sjöundi sýningarbardaginn sem Mayweather tekur þátt í eftir að hann lagði hanskana á hilluna 2017. Box Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Sjá meira
Gotti, sem er barnabarn mafíuforingjans alræmda John Gotti frá New York, brást illa við þegar dómari stöðvaði bardaga þeirra Mayweathers í sjöttu lotu vegna orðaskaks og munnsöfnuðar bardagakappanna. Gotti réðist á Mayweather og í kjölfarið brutust út slagsmál. Talið er að um fimmtíu manns hafi tekið þátt í þeim og náðu þau alla leið inn í búningsklefa. Eftir bardagann birti Gotti færslu á Instagram þar sem hann sagði að Mayweather væri óvinur hans til lífstíðar. Hann óskaði einnig eftir hjálp frá Conor McGregor sem Mayweather sigraði í bardaga fyrir sex árum. Gotti hefur nú verið dæmdur í sex mánaða bann fyrir sinn þátt í ólátunum. Mayweather slapp hins vegar við refsingu. Gotti átti erfitt uppdráttar í bardaganum og var í vandræðum með að verjast árásum Mayweathers, bæði með hnefunum og kjaftinum. Dómari bardagans bað Gotti og aðstoðarmenn hans að róa sig niður og hætta að rífa kjaft. Á endanum gafst hann upp og stöðvaði bardagann, Gotti til mikils ama. Hann skaut á dómarann á samfélagsmiðlum og sagði að hann hefði stöðvað bardagann að ósekju. Systir Gottis, Nicolette, gekk enn lengra og sendi ógnandi skilaboð til dóttur Mayweathers. Bardaginn um helgina var sjöundi sýningarbardaginn sem Mayweather tekur þátt í eftir að hann lagði hanskana á hilluna 2017.
Box Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Fleiri fréttir Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Sjá meira