Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júní 2023 13:00 Hvalfjarðargöng sem verða mögulega kölluð gömlu Hvalfjarðargöngin þegar Hvalfjarðargöng 2 líta dagsins ljós. Vísir/Vilhelm Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. Í samgönguáætlun 2020–2034, sem samþykkt var á Alþingi 29. júní 2020, kom meðal annars fram að stefnt væri að því að vinna heildstæða greiningu á jarðgangakostum á Íslandi. Þar ætti að meta valkosti á einstaka leiðum með tilliti til fýsileika, kostnaðar og félagshagfræðilegs ábata. Á grunni þeirrar greiningar væri svo hægt að forgangsraða jarðgangakostum til lengri tíma. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.vísir/vilhelm Þessari vinnu er nú að ljúka að sögn ráðherra. Á árinu 2021 gaf Vegagerðin út yfirlitsáætlun jarðganga um þá jarðgangakosti sem helst hafa verið til umræðu og skoðunar á undanförnum árum sem var grunnur að þessari greiningu. Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) vann í framhaldinu mat á arðsemi, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun fyrir þessa jarðgangakosti. Skýrsla RHA kom fyrst út árið 2022, en í upphafi árs 2023 var bætt við umfjöllun um Seyðisfjarðargöng og Mjóafjarðargöng. Vegagerðin hefur í framhaldinu lagt fram tillögu að forgangsröðun jarðgangakosta með hliðsjón af markmiðum samgönguáætlunar um greiðar samgöngur, öruggar samgöngur, hagkvæmar samgöngur, umhverfislega sjálfbærar samgöngur og jákvæða byggðaþróun. Einnig var tekið tillit til hversu brýnt vandamálið er sem viðkomandi jarðgöng eiga að leysa. Blaðamannafund ráðherra í heild má sjá að neðan. Í drögunum að samgönguáætlun, sem lesa má í heild hér neðst í fréttinni, er lögð til eftirfarandi forgangsröðun jarðganga: Fjarðarheiðargöng Siglufjarðarskarðsgöng Hvalfjarðargöng 2 Göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur Göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur Breiðadalsleggur, breikkun Seyðisfjarðar- og Mjóafjarðargöng Miklidalur og Hálfdán Klettsháls Öxnadalsheiði Lagt er til að jarðgangaáætlun verði endurskoðuð samhliða endurskoðun samgönguáætlunar hverju sinni. Til síðari skoðunar eru einnig þessi göng: Reynisfjall Lónsheiði Hellisheiði eystri Berufjarðargöng og Breiðdalsheiðargöng Fjármögnun jarðgangaáætlunar er eitt af verkefnum í heildarendurskoðun tekjuöflunar af ökutækjum og umferð. Stefnt hefur verið að hóflegri gjaldtöku vegna þessarar uppbyggingar sem nánar verður útfærð í samvinnu innviðaráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis. Meðal þeirra kosta sem einnig koma til greina er að stofna sérstakt innviðafélag sem haldi utan um flýtiframkvæmdir og jarðgöng. Slíku félagi yrði lagt til eigið fé, til að mynda í formi samgönguinnviða, en til greina kæmi að það hefði vel skilgreindar heimildir til lántöku. Fjárveiting í þessari áætlun er til undirbúnings og rannsókna næstu þriggja jarðganga þannig hægt verði að fara í framkvæmdir á þeim í framhaldi af gerð Fjarðarheiðarganga. Tengd skjöl Samgönguáætlun_2024-2038_f_samráðsgáttPDF6.6MBSækja skjal Samgöngur Alþingi Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Kynnir tillögu sína um nýja samgönguáætlun 2024-2038 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, mun kynna þingsályktunartillögu sína um nýja samgönguáætlun fyrir tímabilið 2024 til 2038 á fréttamannafundi sem hefst klukkan 12:15. 13. júní 2023 11:30 Samgönguáætlun frestast og jarðgöng bíða nýs gjaldakerfis Innviðaráðherra hefur hætt við að leggja nýja samgönguáætlun fyrir Alþingi þetta vorið. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar sér ekki að næstu jarðgöng verði boðin út fyrr en búið verður að innleiða nýtt gjaldakerfi af umferð. 7. júní 2023 21:33 Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Í samgönguáætlun 2020–2034, sem samþykkt var á Alþingi 29. júní 2020, kom meðal annars fram að stefnt væri að því að vinna heildstæða greiningu á jarðgangakostum á Íslandi. Þar ætti að meta valkosti á einstaka leiðum með tilliti til fýsileika, kostnaðar og félagshagfræðilegs ábata. Á grunni þeirrar greiningar væri svo hægt að forgangsraða jarðgangakostum til lengri tíma. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.vísir/vilhelm Þessari vinnu er nú að ljúka að sögn ráðherra. Á árinu 2021 gaf Vegagerðin út yfirlitsáætlun jarðganga um þá jarðgangakosti sem helst hafa verið til umræðu og skoðunar á undanförnum árum sem var grunnur að þessari greiningu. Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) vann í framhaldinu mat á arðsemi, umferðaröryggi, tengingu svæða og byggðaþróun fyrir þessa jarðgangakosti. Skýrsla RHA kom fyrst út árið 2022, en í upphafi árs 2023 var bætt við umfjöllun um Seyðisfjarðargöng og Mjóafjarðargöng. Vegagerðin hefur í framhaldinu lagt fram tillögu að forgangsröðun jarðgangakosta með hliðsjón af markmiðum samgönguáætlunar um greiðar samgöngur, öruggar samgöngur, hagkvæmar samgöngur, umhverfislega sjálfbærar samgöngur og jákvæða byggðaþróun. Einnig var tekið tillit til hversu brýnt vandamálið er sem viðkomandi jarðgöng eiga að leysa. Blaðamannafund ráðherra í heild má sjá að neðan. Í drögunum að samgönguáætlun, sem lesa má í heild hér neðst í fréttinni, er lögð til eftirfarandi forgangsröðun jarðganga: Fjarðarheiðargöng Siglufjarðarskarðsgöng Hvalfjarðargöng 2 Göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur Göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur Breiðadalsleggur, breikkun Seyðisfjarðar- og Mjóafjarðargöng Miklidalur og Hálfdán Klettsháls Öxnadalsheiði Lagt er til að jarðgangaáætlun verði endurskoðuð samhliða endurskoðun samgönguáætlunar hverju sinni. Til síðari skoðunar eru einnig þessi göng: Reynisfjall Lónsheiði Hellisheiði eystri Berufjarðargöng og Breiðdalsheiðargöng Fjármögnun jarðgangaáætlunar er eitt af verkefnum í heildarendurskoðun tekjuöflunar af ökutækjum og umferð. Stefnt hefur verið að hóflegri gjaldtöku vegna þessarar uppbyggingar sem nánar verður útfærð í samvinnu innviðaráðuneytis og fjármála- og efnahagsráðuneytis. Meðal þeirra kosta sem einnig koma til greina er að stofna sérstakt innviðafélag sem haldi utan um flýtiframkvæmdir og jarðgöng. Slíku félagi yrði lagt til eigið fé, til að mynda í formi samgönguinnviða, en til greina kæmi að það hefði vel skilgreindar heimildir til lántöku. Fjárveiting í þessari áætlun er til undirbúnings og rannsókna næstu þriggja jarðganga þannig hægt verði að fara í framkvæmdir á þeim í framhaldi af gerð Fjarðarheiðarganga. Tengd skjöl Samgönguáætlun_2024-2038_f_samráðsgáttPDF6.6MBSækja skjal
Samgöngur Alþingi Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bein útsending: Kynnir tillögu sína um nýja samgönguáætlun 2024-2038 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, mun kynna þingsályktunartillögu sína um nýja samgönguáætlun fyrir tímabilið 2024 til 2038 á fréttamannafundi sem hefst klukkan 12:15. 13. júní 2023 11:30 Samgönguáætlun frestast og jarðgöng bíða nýs gjaldakerfis Innviðaráðherra hefur hætt við að leggja nýja samgönguáætlun fyrir Alþingi þetta vorið. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar sér ekki að næstu jarðgöng verði boðin út fyrr en búið verður að innleiða nýtt gjaldakerfi af umferð. 7. júní 2023 21:33 Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Bein útsending: Kynnir tillögu sína um nýja samgönguáætlun 2024-2038 Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, mun kynna þingsályktunartillögu sína um nýja samgönguáætlun fyrir tímabilið 2024 til 2038 á fréttamannafundi sem hefst klukkan 12:15. 13. júní 2023 11:30
Samgönguáætlun frestast og jarðgöng bíða nýs gjaldakerfis Innviðaráðherra hefur hætt við að leggja nýja samgönguáætlun fyrir Alþingi þetta vorið. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar sér ekki að næstu jarðgöng verði boðin út fyrr en búið verður að innleiða nýtt gjaldakerfi af umferð. 7. júní 2023 21:33
Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12