Ægifegurð hvalsins Ragnheiður Harpa Leifsdóttir skrifar 13. júní 2023 11:01 Í yfirgefnum firði fyrir vestan hruflast slétt yfirborð sjávarins og hvalur skýst upp úr vatninu. Okkur bregður. Svo skyndilega erum við minnt á smæð okkar. Undrun skolast yfir eins og alda. Í andartak er erum við kippt úr hversdeginum: hafragrautnum, reikningunum, bílaviðgerðinni. Í augnablik erum við agnarsmáar manneskjur með brjóstið barmafullt af fegurð. Karim Iliya - Kogia.org Í sumar stendur til að drepa tvö hundruð hvali. Um ævina kolefnisbindur hvalur á við skóg. Að drepa tvö hundruð hvali mætti því sjá eins og að útrýma stórum hluta skóglendis Íslands. Hvernig getur einn maður (sem kemst fyrir í hjarta hvals) fengið leyfi til að skjóta og drepa tvö hundruð hvali í sumar með ömurlegum og ofbeldisfullum aðferðum þvert á móti vilja þjóðarinnar? Í dag lifa þessir tvö hundruð hvalir enn, og nema stjórnvöld afturkalli leyfið til að skjóta þá, munu þeir óhjákvæmilega líða kvalafullan, langdreginn dauðdaga. Hvalur hf. mun engu skeyta um hvort hvalkú er með mjólkandi kálf sér við hlið, eða ef hún er ólétt. Þá verður fóstrið skorið úr maga hennar á höfninni í Hvalfirði og drepið. Hvalirnir verða skotnir með úrsérgengnum búnaði og sumir eiga eftir að berjast fyrir lífi sínu klukkutímum saman. Karim Iliya - Kogia.org Þegar eftirspurnin eftir kjötinu er enginn, arður fyrirtækisins á sölu hvalkjöti nær ekki til, mengun sem stafar af starfsstöð fyrirtækis sýnilega í höfninni og hundruð þúsundir manna eru á móti þessu - hvernig líðum við þetta? Hvernig látum eftir vilja eins manns þegar í samfélagi okkar eru óteljandi sterkir einstaklingar, öll með mikilvæga rödd. Hvalir eru hljóðlátir risar sjávarins. Þeir eru nauðsynlegur hluti vistkerfis sjávar og stuðla að heilbrigðu lífkerfi í sjónum, og þeir eru í útrýmingarhættu á heimsvísu. Söngur þeirra getur ferðast um 16.000 km, en það er vegalengdin frá Íslandi til Kambódíu. Karim Iliya - Kogia.org Alþjóðasamfélagið horfir. Það fylgist með og það dæmir. Nú er mikilvægt að við spyrnum á móti. Fyrir hvalina tvö hundruð sem munu annars láta lífið í sumar. Fyrir náttúruna, sjávarlífríkið við eyjuna okkar, fyrir börnin okkar sem munu erfa landið og læra söguna. Þau munu horfa tilbaka gagnrýnum augum á okkur, hvernig við tókumst við á loftslagsvánnisem blasir við. Árið er 2023 og látum það vera árið sem hvalveiðar heyra sögunni til. Hvalveiðar hafa ekkert með menningararf okkar að gera. Við viljum ekki að það séu stundaðar hvalveiðar í okkar nafni. Það sem við viljum er að fagna hvölunum. Jafnmargir ferðamenn fara í hvalaskoðun á sumri og byggja landið. Án þess að gera annað en að vera til bjóða hvalir manneskjunni að skynja smæð sína og ægifegurðina allt um lykjandi. Náttúra landsins okkar á sér enga hliðstæðu, rétt eins og hvalirnir sem synda um höfin. Stöndum vörð um þá. Bönnum hvalveiðar. Skrifum undir hér: https://stoppumhvalveidar.is/ Höfundur er skáld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í yfirgefnum firði fyrir vestan hruflast slétt yfirborð sjávarins og hvalur skýst upp úr vatninu. Okkur bregður. Svo skyndilega erum við minnt á smæð okkar. Undrun skolast yfir eins og alda. Í andartak er erum við kippt úr hversdeginum: hafragrautnum, reikningunum, bílaviðgerðinni. Í augnablik erum við agnarsmáar manneskjur með brjóstið barmafullt af fegurð. Karim Iliya - Kogia.org Í sumar stendur til að drepa tvö hundruð hvali. Um ævina kolefnisbindur hvalur á við skóg. Að drepa tvö hundruð hvali mætti því sjá eins og að útrýma stórum hluta skóglendis Íslands. Hvernig getur einn maður (sem kemst fyrir í hjarta hvals) fengið leyfi til að skjóta og drepa tvö hundruð hvali í sumar með ömurlegum og ofbeldisfullum aðferðum þvert á móti vilja þjóðarinnar? Í dag lifa þessir tvö hundruð hvalir enn, og nema stjórnvöld afturkalli leyfið til að skjóta þá, munu þeir óhjákvæmilega líða kvalafullan, langdreginn dauðdaga. Hvalur hf. mun engu skeyta um hvort hvalkú er með mjólkandi kálf sér við hlið, eða ef hún er ólétt. Þá verður fóstrið skorið úr maga hennar á höfninni í Hvalfirði og drepið. Hvalirnir verða skotnir með úrsérgengnum búnaði og sumir eiga eftir að berjast fyrir lífi sínu klukkutímum saman. Karim Iliya - Kogia.org Þegar eftirspurnin eftir kjötinu er enginn, arður fyrirtækisins á sölu hvalkjöti nær ekki til, mengun sem stafar af starfsstöð fyrirtækis sýnilega í höfninni og hundruð þúsundir manna eru á móti þessu - hvernig líðum við þetta? Hvernig látum eftir vilja eins manns þegar í samfélagi okkar eru óteljandi sterkir einstaklingar, öll með mikilvæga rödd. Hvalir eru hljóðlátir risar sjávarins. Þeir eru nauðsynlegur hluti vistkerfis sjávar og stuðla að heilbrigðu lífkerfi í sjónum, og þeir eru í útrýmingarhættu á heimsvísu. Söngur þeirra getur ferðast um 16.000 km, en það er vegalengdin frá Íslandi til Kambódíu. Karim Iliya - Kogia.org Alþjóðasamfélagið horfir. Það fylgist með og það dæmir. Nú er mikilvægt að við spyrnum á móti. Fyrir hvalina tvö hundruð sem munu annars láta lífið í sumar. Fyrir náttúruna, sjávarlífríkið við eyjuna okkar, fyrir börnin okkar sem munu erfa landið og læra söguna. Þau munu horfa tilbaka gagnrýnum augum á okkur, hvernig við tókumst við á loftslagsvánnisem blasir við. Árið er 2023 og látum það vera árið sem hvalveiðar heyra sögunni til. Hvalveiðar hafa ekkert með menningararf okkar að gera. Við viljum ekki að það séu stundaðar hvalveiðar í okkar nafni. Það sem við viljum er að fagna hvölunum. Jafnmargir ferðamenn fara í hvalaskoðun á sumri og byggja landið. Án þess að gera annað en að vera til bjóða hvalir manneskjunni að skynja smæð sína og ægifegurðina allt um lykjandi. Náttúra landsins okkar á sér enga hliðstæðu, rétt eins og hvalirnir sem synda um höfin. Stöndum vörð um þá. Bönnum hvalveiðar. Skrifum undir hér: https://stoppumhvalveidar.is/ Höfundur er skáld.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar