Sundþyrstir biðu eftir starfsfólki sem vissi ekki að það mætti mæta Árni Sæberg og Helena Rós Sturludóttir skrifa 10. júní 2023 22:41 Benedikt Sveinsson er vaktstjóri í sundlaug Kópavogs. Stöð 2/Steingrímur Dúi Hópur fólks dreif sig að sundlaug Kópavogs í morgun þegar fregnir bárust af því að verkfalli BSRB hefði verið aflýst. Starfsfólk sundlaugarinnar vissi hins vegar ekki af því og hópurinn kom að læstum dyrum. Líkt og greint hefur verið frá í dag náðist loksins samkomulag milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í nótt eftir erfiðar kjaradeilur, sem voru um tíma í algjörum hnút og verkfallsaðgerðir höfðu áhrif víða. Meðal þess sem lamaðist þegar félagsfólk BSRB lagði niður störf var starfsemi sundlauga víða um land. Mörgum finnst fátt betra en að stinga sér til sunds eða ofan í heitan pott og því voru fregnir af aflýsingu verkfalls mörgum miklar gleðifregnir. Það skyldi því engan furða að þegar Benedikt Sveinsson, vaktstjóri í sundlaug Kópavogs, mætti til vinnu í morgun beið hans röð sundþyrstra Kópavogsbúa. „Ég mætti hérna um korter í níu og þá var stór hópur af fólki fyrir utan. En af því að það voru ekki allir starfsmenn mættir á svæðið þá, því miður, gátum við ekki opnað fyrr en um hálf tíu. Þá var þessi hópur farinn en samt eftir það gekk allt vel upp,“ sagði Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2. Benedikt segir að heldur færri hafi mætt í sundlaugina í dag en venjulega, um sex hundruð gestir. „En það er væntanlega af því að það eru enn þá framkvæmdir í gangi og fólk vissi ekki endilega af verkfallslokunum,“ segir Benedikt. Nú vita svo gott sem allir af verkfallslokum og því má búast við því að margir fari í langþráða sundferð á morgun. Sundlaugar Kjaraviðræður 2022-23 Kópavogur Tengdar fréttir Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. 10. júní 2023 11:31 Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá í dag náðist loksins samkomulag milli BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í nótt eftir erfiðar kjaradeilur, sem voru um tíma í algjörum hnút og verkfallsaðgerðir höfðu áhrif víða. Meðal þess sem lamaðist þegar félagsfólk BSRB lagði niður störf var starfsemi sundlauga víða um land. Mörgum finnst fátt betra en að stinga sér til sunds eða ofan í heitan pott og því voru fregnir af aflýsingu verkfalls mörgum miklar gleðifregnir. Það skyldi því engan furða að þegar Benedikt Sveinsson, vaktstjóri í sundlaug Kópavogs, mætti til vinnu í morgun beið hans röð sundþyrstra Kópavogsbúa. „Ég mætti hérna um korter í níu og þá var stór hópur af fólki fyrir utan. En af því að það voru ekki allir starfsmenn mættir á svæðið þá, því miður, gátum við ekki opnað fyrr en um hálf tíu. Þá var þessi hópur farinn en samt eftir það gekk allt vel upp,“ sagði Benedikt í kvöldfréttum Stöðvar 2. Benedikt segir að heldur færri hafi mætt í sundlaugina í dag en venjulega, um sex hundruð gestir. „En það er væntanlega af því að það eru enn þá framkvæmdir í gangi og fólk vissi ekki endilega af verkfallslokunum,“ segir Benedikt. Nú vita svo gott sem allir af verkfallslokum og því má búast við því að margir fari í langþráða sundferð á morgun.
Sundlaugar Kjaraviðræður 2022-23 Kópavogur Tengdar fréttir Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. 10. júní 2023 11:31 Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Ánægð að ná sátt og að lægstu laun hækki Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist ánægð með að hafa náð sátt við BSRB og að lægstu laun hækki. Sáttagreiðsla hafi reynst svarið við kröfum um afturvirkni og segir hún það hafa mikla þýðingu að geta hafið aftur venjubundin störf í sveitarfélögunum. 10. júní 2023 11:31
Búið að semja og öllum verkföllum aflýst Ellefu aðildarfélög BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning á áttunda tímanum í morgun. Verkfallsaðgerðum 2500 félagsmanna aðildarfélaga BSRB í þrjátíu sveitarfélögum hefur verið aflýst. 10. júní 2023 07:54