Steinþór veðjaði á eigin leik og verður í banni út árið Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2023 13:34 Steinþór Freyr Þorsteinsson í leik með KA en hann hefur spilað fyrir liðið síðan 2017. vísir/daníel Steinþór Freyr Þorsteinsson, knattspyrnumaður úr KA, hefur verið úrskurðaður í bann frá allri þátttöku í knattspyrnu út árið 2023, vegna veðmála á leiki. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú úrskurðað í máli Steinþórs en hann veðjaði meðal annars á einn leik sem hann spilaði sjálfur, með KA gegn Val í Bestu deildinni í október í fyrra þar sem hann kom inn á sem varamaður. Upp komst um Steinþór þegar veðmálafyrirtækið Pinnacle hafði samband við KSÍ til að fá upplýsingar um hvort Steinþór væri virkur leikmaður hjá íslensku félagi. Samkvæmt gögnum frá Pinnacle veðjaði Steinþór á tugi leikja á Íslandi á árunum 2018 til 2023, þar sem alvarlegast þótti að hann hefði veðjað á fyrrgreindan leik með eigin liði. Ekki kemur fram hvers konar veðmál það var. Hann veðjaði meðal annars á nítján leiki í Bestu deild karla, deildinni sem hann hefur spilað í frá heimkomunni úr atvinnumennsku árið 2017. Í greinargerð frá framkvæmdastjóra KSÍ segir að KSÍ hafi óskað eftir áliti frá veðmálaeftirliti UEFA um leik KA og Vals. Steinþór kom inn á í leiknum en þá var staðan 2-0 fyrir KA, sem urðu lokatölur leiksins. Niðurstöður UEFA eru að engar sérstakar vísbendingar séu um hagræðingu úrslita og mynstur í veðmála í kringum leikinn metin eðlileg. Viðurkenndi brot sín og iðrast Samkvæmt niðurstöðu aganefndar viðurkenndi Steinþór brot sín og iðraðist þeirra. Tók nefndin tillit til þess sem og þess að ekkert lægi fyrir um að Steinþór hefði reynt að hagræða úrslitum leikja. Eins og fyrr segir gildir bann hans til 31. desember á þessu ári en Steinþór, sem er 37 ára gamall, hefur ekkert spilað með KA í sumar. Steinþór er annar íslenski knattspyrnumaðurinn sem úrskurðaður er í bann á þessu ári en áður var Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, dæmdur í bann út leiktíðina. Samkvæmt grein 6.2. laga KSÍ er aðilum sem falla undir lögin og taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Sambærilegt ákvæði er að finna í grein 4.4. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, en þar er tiltekið að aðilar sem taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ sé óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Besta deild karla KA Fjárhættuspil Tengdar fréttir Steinþór kærður af KSÍ fyrir að veðja á leiki Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kært Steinþór Frey Þorsteinsson, leikmann KA í Bestu deild karla í fótbolta, fyrir brot á veðmálareglum. 8. júní 2023 08:42 Áfrýjun Sigurðar skilaði engu Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð um að fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Bond Snorrason skuli sæta banni frá knattspyrnu til 15. nóvember, fyrir að veðja á eigin fótboltaleiki. 2. mars 2023 10:33 Utan vallar: Krabbameinið boðið velkomið Hið mikla fordæmi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ setti með einstökum dómi yfir Sigurði Gísla Bond Snorrasyni vegna veðmála sendir alls ekki nógu afgerandi skilaboð um að knattspyrnufólk eigi aldrei að veðja á eigin leiki. 3. mars 2023 11:30 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur nú úrskurðað í máli Steinþórs en hann veðjaði meðal annars á einn leik sem hann spilaði sjálfur, með KA gegn Val í Bestu deildinni í október í fyrra þar sem hann kom inn á sem varamaður. Upp komst um Steinþór þegar veðmálafyrirtækið Pinnacle hafði samband við KSÍ til að fá upplýsingar um hvort Steinþór væri virkur leikmaður hjá íslensku félagi. Samkvæmt gögnum frá Pinnacle veðjaði Steinþór á tugi leikja á Íslandi á árunum 2018 til 2023, þar sem alvarlegast þótti að hann hefði veðjað á fyrrgreindan leik með eigin liði. Ekki kemur fram hvers konar veðmál það var. Hann veðjaði meðal annars á nítján leiki í Bestu deild karla, deildinni sem hann hefur spilað í frá heimkomunni úr atvinnumennsku árið 2017. Í greinargerð frá framkvæmdastjóra KSÍ segir að KSÍ hafi óskað eftir áliti frá veðmálaeftirliti UEFA um leik KA og Vals. Steinþór kom inn á í leiknum en þá var staðan 2-0 fyrir KA, sem urðu lokatölur leiksins. Niðurstöður UEFA eru að engar sérstakar vísbendingar séu um hagræðingu úrslita og mynstur í veðmála í kringum leikinn metin eðlileg. Viðurkenndi brot sín og iðrast Samkvæmt niðurstöðu aganefndar viðurkenndi Steinþór brot sín og iðraðist þeirra. Tók nefndin tillit til þess sem og þess að ekkert lægi fyrir um að Steinþór hefði reynt að hagræða úrslitum leikja. Eins og fyrr segir gildir bann hans til 31. desember á þessu ári en Steinþór, sem er 37 ára gamall, hefur ekkert spilað með KA í sumar. Steinþór er annar íslenski knattspyrnumaðurinn sem úrskurðaður er í bann á þessu ári en áður var Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, dæmdur í bann út leiktíðina. Samkvæmt grein 6.2. laga KSÍ er aðilum sem falla undir lögin og taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Sambærilegt ákvæði er að finna í grein 4.4. reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót, en þar er tiltekið að aðilar sem taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ sé óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót.
Besta deild karla KA Fjárhættuspil Tengdar fréttir Steinþór kærður af KSÍ fyrir að veðja á leiki Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kært Steinþór Frey Þorsteinsson, leikmann KA í Bestu deild karla í fótbolta, fyrir brot á veðmálareglum. 8. júní 2023 08:42 Áfrýjun Sigurðar skilaði engu Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð um að fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Bond Snorrason skuli sæta banni frá knattspyrnu til 15. nóvember, fyrir að veðja á eigin fótboltaleiki. 2. mars 2023 10:33 Utan vallar: Krabbameinið boðið velkomið Hið mikla fordæmi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ setti með einstökum dómi yfir Sigurði Gísla Bond Snorrasyni vegna veðmála sendir alls ekki nógu afgerandi skilaboð um að knattspyrnufólk eigi aldrei að veðja á eigin leiki. 3. mars 2023 11:30 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Sjá meira
Steinþór kærður af KSÍ fyrir að veðja á leiki Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur kært Steinþór Frey Þorsteinsson, leikmann KA í Bestu deild karla í fótbolta, fyrir brot á veðmálareglum. 8. júní 2023 08:42
Áfrýjun Sigurðar skilaði engu Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur staðfest úrskurð um að fótboltamaðurinn Sigurður Gísli Bond Snorrason skuli sæta banni frá knattspyrnu til 15. nóvember, fyrir að veðja á eigin fótboltaleiki. 2. mars 2023 10:33
Utan vallar: Krabbameinið boðið velkomið Hið mikla fordæmi sem aga- og úrskurðarnefnd KSÍ setti með einstökum dómi yfir Sigurði Gísla Bond Snorrasyni vegna veðmála sendir alls ekki nógu afgerandi skilaboð um að knattspyrnufólk eigi aldrei að veðja á eigin leiki. 3. mars 2023 11:30