Samgönguáætlun frestast og jarðgöng bíða nýs gjaldakerfis Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júní 2023 21:33 Vilhjálmur Árnason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Einar Árnason Innviðaráðherra hefur hætt við að leggja nýja samgönguáætlun fyrir Alþingi þetta vorið. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar sér ekki að næstu jarðgöng verði boðin út fyrr en búið verður að innleiða nýtt gjaldakerfi af umferð. Samgönguáætlun er það verkfæri sem þingið hefur til að ráðstafa þeim fjármunum sem fara til framkvæmda á því sviði. En núna er fyrirséð að hún mun ekki birtast í þinginu þetta vorið. Hvorki þingmenn né viðkomandi þingnefnd fá því tækifæri til að fjalla um áætlunina að sinni. Frá vegagerð í Njarðvík eystra, norðan Borgarfjarðar.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra áformar í staðinn að kynna hana í samráðsgátt stjórnvalda, hugsanlega í næstu viku. Hún verði síðan lögð fyrir Alþingi í haust. „Upphaflega stóð til að fá hana um áramót. Og það hefði verið mjög gott að fá hana til umfjöllunar í þinginu fyrr því þetta eru allt framkvæmdir sem er beðið eftir,“ segir Vilhjálmur Árnason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2: Áætlunin hefur þó verið kynnt í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna. „Ég held að almennt séð verði ekkert margir sáttir með plaggið. Það skortir smá á fjármögnunina. Við erum komin í innviðaskuld og því eru mörg verkefni sem bíða. Það er ekki hægt að uppfylla þau öll.“ Vilhjálmur telur að helstu útboð ættu ekki að tefjast. „Því við erum með gildandi samgönguáætlun. Það sem ég held að hafi kannski helst valdið töfum á útboðum er fjármögnun. Okkur hefur bara ekki tekist að fjármagna vegakerfið nógu vel. Það á eftir að innleiða nýja aðferð til þess að bregðast við minnkandi tekjum af umferð og annað slíkt,“ segir Vilhjálmur. Frá gjaldskýlinu við Hvalfjarðargöng.Vísir/Vilhelm Jarðgöng eru venjulega langstærstu framkvæmdir á samgönguáætlun og samkvæmt gildandi áætlun eiga Fjarðarheiðargöng að vera næst á dagskrá. En verður staðið við það? „Ég segi bæði að hvort sem það sé Fjarðarheiðargöng eða allar stórar framkvæmdir, auðvitað þurfa þær alltaf að vera í sífelldri endurskoðun þangað til að útboðið kemur. Af því að það bara á við allar fjárfestingar hjá öllum. Endanleg stefnumörkun mun ekki liggja fyrir fyrr en Alþingi hefur samþykkt næstu samgönguáætlun,“ svarar þingnefndarformaðurinn. Fjarðarheiðargöng. Svona er gangamunni í Seyðisfirði hugsaður. VEGAGERÐIN/MANNVIT Útboði Fjarðarheiðarganga hefur ítrekað verið seinkað. -Vantar bara peninga í svona stórt verk? „Já, það er bara staðan. Okkur vantar fjármögnun. Ég tel að það sé tvennt sem tefji samgönguframkvæmdir á Íslandi í dag. Það eru skipulagsmál og fjármögnun.“ Það þurfi nýtt gjaldakerfi. „Við höfum bara verið alltof lengi í að bregðast við minnkandi tekjum af umferð og að breyta um gjaldakerfi. Við þurfum að hraða því.“ -Og fyrr en þetta er komið á hreint, þá verða engin ný göng boðin út? „Ég geti ekki séð það, nei,“ svarar formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Vegtollar Skipulag Alþingi Tengdar fréttir Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12 Vill Fjarðaleið fremur en Fjarðarheiðargöng Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og fyrrverandi samgönguráðherra vill breyta forgangsröðun jarðganga á Austfjörðum í þágu almannavarna. Í stað Fjarðarheiðarganga til Seyðisfjarðar verði svokölluð Fjarðaleið valin um Mjóafjörð. 23. maí 2023 22:02 Jarðgöng undir Fjarðarheiði talin kosta 46,3 milljarða króna Kostnaður við fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er núna áætlaður 46,3 milljarðar króna, miðað við verðlag í október 2022. Þetta kom fram í erindi sérfræðings Vegagerðarinnar á opnum fjarfundi sem sveitarfélagið Múlaþing stóð fyrir síðdegis. 13. apríl 2023 18:48 Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. 13. júlí 2022 22:20 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Samgönguáætlun er það verkfæri sem þingið hefur til að ráðstafa þeim fjármunum sem fara til framkvæmda á því sviði. En núna er fyrirséð að hún mun ekki birtast í þinginu þetta vorið. Hvorki þingmenn né viðkomandi þingnefnd fá því tækifæri til að fjalla um áætlunina að sinni. Frá vegagerð í Njarðvík eystra, norðan Borgarfjarðar.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra áformar í staðinn að kynna hana í samráðsgátt stjórnvalda, hugsanlega í næstu viku. Hún verði síðan lögð fyrir Alþingi í haust. „Upphaflega stóð til að fá hana um áramót. Og það hefði verið mjög gott að fá hana til umfjöllunar í þinginu fyrr því þetta eru allt framkvæmdir sem er beðið eftir,“ segir Vilhjálmur Árnason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, í viðtali í fréttum Stöðvar 2: Áætlunin hefur þó verið kynnt í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna. „Ég held að almennt séð verði ekkert margir sáttir með plaggið. Það skortir smá á fjármögnunina. Við erum komin í innviðaskuld og því eru mörg verkefni sem bíða. Það er ekki hægt að uppfylla þau öll.“ Vilhjálmur telur að helstu útboð ættu ekki að tefjast. „Því við erum með gildandi samgönguáætlun. Það sem ég held að hafi kannski helst valdið töfum á útboðum er fjármögnun. Okkur hefur bara ekki tekist að fjármagna vegakerfið nógu vel. Það á eftir að innleiða nýja aðferð til þess að bregðast við minnkandi tekjum af umferð og annað slíkt,“ segir Vilhjálmur. Frá gjaldskýlinu við Hvalfjarðargöng.Vísir/Vilhelm Jarðgöng eru venjulega langstærstu framkvæmdir á samgönguáætlun og samkvæmt gildandi áætlun eiga Fjarðarheiðargöng að vera næst á dagskrá. En verður staðið við það? „Ég segi bæði að hvort sem það sé Fjarðarheiðargöng eða allar stórar framkvæmdir, auðvitað þurfa þær alltaf að vera í sífelldri endurskoðun þangað til að útboðið kemur. Af því að það bara á við allar fjárfestingar hjá öllum. Endanleg stefnumörkun mun ekki liggja fyrir fyrr en Alþingi hefur samþykkt næstu samgönguáætlun,“ svarar þingnefndarformaðurinn. Fjarðarheiðargöng. Svona er gangamunni í Seyðisfirði hugsaður. VEGAGERÐIN/MANNVIT Útboði Fjarðarheiðarganga hefur ítrekað verið seinkað. -Vantar bara peninga í svona stórt verk? „Já, það er bara staðan. Okkur vantar fjármögnun. Ég tel að það sé tvennt sem tefji samgönguframkvæmdir á Íslandi í dag. Það eru skipulagsmál og fjármögnun.“ Það þurfi nýtt gjaldakerfi. „Við höfum bara verið alltof lengi í að bregðast við minnkandi tekjum af umferð og að breyta um gjaldakerfi. Við þurfum að hraða því.“ -Og fyrr en þetta er komið á hreint, þá verða engin ný göng boðin út? „Ég geti ekki séð það, nei,“ svarar formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
Vegagerð Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Vegtollar Skipulag Alþingi Tengdar fréttir Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12 Vill Fjarðaleið fremur en Fjarðarheiðargöng Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og fyrrverandi samgönguráðherra vill breyta forgangsröðun jarðganga á Austfjörðum í þágu almannavarna. Í stað Fjarðarheiðarganga til Seyðisfjarðar verði svokölluð Fjarðaleið valin um Mjóafjörð. 23. maí 2023 22:02 Jarðgöng undir Fjarðarheiði talin kosta 46,3 milljarða króna Kostnaður við fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er núna áætlaður 46,3 milljarðar króna, miðað við verðlag í október 2022. Þetta kom fram í erindi sérfræðings Vegagerðarinnar á opnum fjarfundi sem sveitarfélagið Múlaþing stóð fyrir síðdegis. 13. apríl 2023 18:48 Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. 13. júlí 2022 22:20 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Óvissa um næstu jarðgöng og hvernig þau verða fjármögnuð Innviðaráðherra vill ekkert segja um það hvenær hægt verður að bjóða út næstu jarðgöng á Íslandi né hvort hann leggi til í nýrri samgönguáætlun að Fjarðarheiðargöng verði næst í röðinni. Óvissa ríkir um fjármögnun. 6. maí 2023 06:12
Vill Fjarðaleið fremur en Fjarðarheiðargöng Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og fyrrverandi samgönguráðherra vill breyta forgangsröðun jarðganga á Austfjörðum í þágu almannavarna. Í stað Fjarðarheiðarganga til Seyðisfjarðar verði svokölluð Fjarðaleið valin um Mjóafjörð. 23. maí 2023 22:02
Jarðgöng undir Fjarðarheiði talin kosta 46,3 milljarða króna Kostnaður við fyrirhuguð Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er núna áætlaður 46,3 milljarðar króna, miðað við verðlag í október 2022. Þetta kom fram í erindi sérfræðings Vegagerðarinnar á opnum fjarfundi sem sveitarfélagið Múlaþing stóð fyrir síðdegis. 13. apríl 2023 18:48
Vill bora öll jarðgöng sem þörf er á hérlendis á næstu þrjátíu árum Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra vill að á næstu þrjátíu árum verði reynt að bora öll þau jarðgöng sem þörf er á hérlendis en fjármagna þau í allt að fimmtíu ár eftir það. 1. desember 2022 22:20
Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04
Óttast ekki að umræða um gjaldtöku spilli áformum um Fjarðarheiðargöng Áform ríkisstjórnarinnar um að hefja gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins gætu orðið eitt helsta þrætumál samfélagsins á næstu misserum. Formaður byggðaráðs Múlaþings óttast ekki að umræða um jarðgangatoll spilli áformum um Fjarðarheiðargöng. 13. júlí 2022 22:20