„Alltaf langbest að skjóta með vinstri“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. júní 2023 21:43 Pétur Pétursson var nokkuð sáttur með sigur Vals í kvöld. VÍSIR/VILHELM Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, var nokkuð sáttur eftir 1-0 sigur liðsins gegn Þór/KA í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. „Ég ætla nú ekki að segja að þetta hafi verið torsótt því mér fannst við spila alveg frábærlega í fyrri hálfleik. Við vorum að spila þennan leik glæsilega og boltinn gekk vel,“ sagði Pétur í leikslok. „Svo skorum við snemma í seinni hálfleik og áttum svo sem að skora úr víti í fyrri hálfleik líka. Við skorum strax í upphafi seinni hálfleiks, en mér fannst við frekar kærulausar sendingalega séð og annað. En auðvitað er alltaf erfitt að spila á móti Þór/KA.“ Eftir jafnar upphafsmínútur fór Valsliðið að herða tökin og náði að skapa sér nokkur ákjósanleg færi. Pétur segist hafa viljað sjá sitt lið koma boltanum oftar í netið en bara í þetta eina skipti í leiknum. „Mér fannst við eiga að gera það í fyrri hálfleik. En eins og ég segi þá er erfitt að spila á móti Þór/KA því þetta er gott lið þannig ég er bara sáttur við að vinna leikinn 1-0.“ Það var svo Þórdís Elva Ágústsdóttir sem skoraði eina mark leiksins þegar hún lét vaða af löngu færi og smurði boltann upp í samskeytin fjær. „Með vinstri meira að segja,“ sagði Pétur léttur aðspurður út í markið. „Það er alltaf langbest að skjóta með vinstri og reyna að skora.“ Þrátt fyrir að Valsliðið sé nú búið að tengja saman þrjá deildarsigra í röð og sitji á toppi deildarinnar vildi Pétur þó ekki missa sig í gleðinni. „Það er bara næsti leikur á móti Tindastóli sem er jafn erfiður og þessi. Þetta er bara einn leikur í einu í bili,“ sagði Pétur að lokum. Besta deild kvenna Valur Þór Akureyri KA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór/KA 1-0 | Meistararnir unnið þrjá í röð Íslandsmeistarar Vals unnu góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þór/KA í 7. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valskonur tróna því enn á toppnum og hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, en þetta var hins vegar þriðja tap Þórs/KA í röð. 6. júní 2023 21:05 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
„Ég ætla nú ekki að segja að þetta hafi verið torsótt því mér fannst við spila alveg frábærlega í fyrri hálfleik. Við vorum að spila þennan leik glæsilega og boltinn gekk vel,“ sagði Pétur í leikslok. „Svo skorum við snemma í seinni hálfleik og áttum svo sem að skora úr víti í fyrri hálfleik líka. Við skorum strax í upphafi seinni hálfleiks, en mér fannst við frekar kærulausar sendingalega séð og annað. En auðvitað er alltaf erfitt að spila á móti Þór/KA.“ Eftir jafnar upphafsmínútur fór Valsliðið að herða tökin og náði að skapa sér nokkur ákjósanleg færi. Pétur segist hafa viljað sjá sitt lið koma boltanum oftar í netið en bara í þetta eina skipti í leiknum. „Mér fannst við eiga að gera það í fyrri hálfleik. En eins og ég segi þá er erfitt að spila á móti Þór/KA því þetta er gott lið þannig ég er bara sáttur við að vinna leikinn 1-0.“ Það var svo Þórdís Elva Ágústsdóttir sem skoraði eina mark leiksins þegar hún lét vaða af löngu færi og smurði boltann upp í samskeytin fjær. „Með vinstri meira að segja,“ sagði Pétur léttur aðspurður út í markið. „Það er alltaf langbest að skjóta með vinstri og reyna að skora.“ Þrátt fyrir að Valsliðið sé nú búið að tengja saman þrjá deildarsigra í röð og sitji á toppi deildarinnar vildi Pétur þó ekki missa sig í gleðinni. „Það er bara næsti leikur á móti Tindastóli sem er jafn erfiður og þessi. Þetta er bara einn leikur í einu í bili,“ sagði Pétur að lokum.
Besta deild kvenna Valur Þór Akureyri KA Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór/KA 1-0 | Meistararnir unnið þrjá í röð Íslandsmeistarar Vals unnu góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þór/KA í 7. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valskonur tróna því enn á toppnum og hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, en þetta var hins vegar þriðja tap Þórs/KA í röð. 6. júní 2023 21:05 Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Sjá meira
Leik lokið: Valur - Þór/KA 1-0 | Meistararnir unnið þrjá í röð Íslandsmeistarar Vals unnu góðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Þór/KA í 7. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valskonur tróna því enn á toppnum og hafa nú unnið þrjá deildarleiki í röð, en þetta var hins vegar þriðja tap Þórs/KA í röð. 6. júní 2023 21:05