Farþegum fjölgaði um sextán prósent milli ára Árni Sæberg skrifar 6. júní 2023 17:47 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair group. Vísir/Vilhelm Heildarfjöldi farþega Icelandair var um 366 þúsund í maí, sextán prósent fleiri en í maí í fyrra þegar farþegar voru 316 þúsund. Sætaframboð í maí jókst um ellefu prósent miðað við fyrra ár. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Icelandair um farþegafjölda í maí. Þar segir að farþegar í millilandaflugi hafi verið 343 þúsund, átján prósent fleiri en í maí 2022, þegar 291 þúsund flugu með félaginu. Þar af hafi 41 prósent verið á leið til Íslands, sextán prósent frá Íslandi og 42 prósent verið tengifarþegar. Stundvísi í millilandaflugi hafi verið 75 prósent, sem sé nokkuð undir væntingum og skýrist meðal annars af óvenjuskörpum lægðum í maí. Sætanýting hafi verið 80,7 prósent og hún hafi aukist um 6,6 prósentustig á milli ára. Fjöldi farþega í innanlandsflugi hafi veruð um 23 þúsund, samanborið við 26 þúsund í maí í fyrra. Sætanýting hafi verið 76,6 prósent í mánuðinum og stundvísi verið 85 prósent, töluvert betri en í sama mánuði í fyrra. Framboð hafi verið minna en í maí í fyrra og skýrist það meðal annars af því að aflýsa þurfti nokkrum fjölda flugferða vegna veðurs. Fraktflutningar hafi aukist um 34 prósent á milli ára, aðallega vegna aukningar í fraktflugi yfir Atlantshafið með tilkomu tveggja Boeing 767 breiðþota í fraktflota félagsins. Seldir blokktímar í leiguflugi hafi verið 26 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra. Hröð uppbygging afrakstur þrotlausrar vinnu „Við höldum áfram að sjá góðan árangur með mikilli fjölgun farþega á milli ára og sterkri tekjumyndun. Sumarið lítur vel út og á sama tíma og við aukum umsvifin með stærstu áætlun félagsins hingað til er sætanýting með besta móti. Svo hröð uppbygging starfseminnar er afrakstur þrotlausrar vinnu starfsfólks félagsins í kjölfar heimsfaraldursins. Í heild fljúgum við til 54 áfangastaða í ár og við höfum þegar hafið flug til Detroit og Prag sem eru nýir sumaráfangastaðir í flugáætlun okkar,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair group, í fréttatilkynningu. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Icelandair um farþegafjölda í maí. Þar segir að farþegar í millilandaflugi hafi verið 343 þúsund, átján prósent fleiri en í maí 2022, þegar 291 þúsund flugu með félaginu. Þar af hafi 41 prósent verið á leið til Íslands, sextán prósent frá Íslandi og 42 prósent verið tengifarþegar. Stundvísi í millilandaflugi hafi verið 75 prósent, sem sé nokkuð undir væntingum og skýrist meðal annars af óvenjuskörpum lægðum í maí. Sætanýting hafi verið 80,7 prósent og hún hafi aukist um 6,6 prósentustig á milli ára. Fjöldi farþega í innanlandsflugi hafi veruð um 23 þúsund, samanborið við 26 þúsund í maí í fyrra. Sætanýting hafi verið 76,6 prósent í mánuðinum og stundvísi verið 85 prósent, töluvert betri en í sama mánuði í fyrra. Framboð hafi verið minna en í maí í fyrra og skýrist það meðal annars af því að aflýsa þurfti nokkrum fjölda flugferða vegna veðurs. Fraktflutningar hafi aukist um 34 prósent á milli ára, aðallega vegna aukningar í fraktflugi yfir Atlantshafið með tilkomu tveggja Boeing 767 breiðþota í fraktflota félagsins. Seldir blokktímar í leiguflugi hafi verið 26 prósent fleiri en í sama mánuði í fyrra. Hröð uppbygging afrakstur þrotlausrar vinnu „Við höldum áfram að sjá góðan árangur með mikilli fjölgun farþega á milli ára og sterkri tekjumyndun. Sumarið lítur vel út og á sama tíma og við aukum umsvifin með stærstu áætlun félagsins hingað til er sætanýting með besta móti. Svo hröð uppbygging starfseminnar er afrakstur þrotlausrar vinnu starfsfólks félagsins í kjölfar heimsfaraldursins. Í heild fljúgum við til 54 áfangastaða í ár og við höfum þegar hafið flug til Detroit og Prag sem eru nýir sumaráfangastaðir í flugáætlun okkar,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair group, í fréttatilkynningu.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira