Vissulega lítið vit í slíkum samningi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 6. júní 2023 11:01 „Það væri mjög lítið vit í samningi sem drægi úr aðgengi íslenzkra neytenda að matvörum á hagstæðu verði.“ Þessi ummæli lét Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), falla í aðsendri grein sem birtist í Viðskiptablaðinu ekki alls fyrir löngu og má sannarlega taka undir þau orð. Tilefni greinarskrifa Ólafs var hömlur á innflutningi á landbúnaðarvörum frá öðrum aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES), þá fyrst og fremst ríkjum Evrópusambandsins. Enn verri eru þó þær hömlur sem samningurinn felur í sér þegar kemur að innflutningi frá ríkjum utan svæðisins. Með aðildinni að EES-samningnum er Ísland ekki innan tollamúra Evrópusambandsins líkt og raunin væri innan þess. Hins vegar er landið innan regluverksmúra sambandsins en regluverk hefur í vaxandi mæli leyst tolla af hólmi sem helzta verkfærið til þess að viðhalda verndarhyggju í milliríkjaviðskiptum. Verulegur kostnaður og hátt flækjustig Fjölmörg dæmi eru um slíkar hömlur. Til að mynda kom þannig fram í máli Lovísu Jennýar Sigurðardóttur, markaðsstjóra hjá Innnes, á fundi á vegum Amerísk-íslenzka viðskiptaráðsins um árið að verulegur samdráttur hefði orðið á innflutningi fyrirtækisins á vörum frá Bandaríkjunum og færi minnkandi. Þannig hefði Innnes, sem á aðild að FA, til dæmis þurft að hætta að flytja inn kex frá Bandaríkjunum ekki sízt vegna verulegs kostnaðar við aðkeypta ráðgjöf vegna þess að vörumerkingar í Evrópusambandinu, sem gilda hér á landi vegna aðildarinnar að EES, væru afar ólíkar því sem gerðist í Bandaríkjunum. Flækjustigið væri hátt að sögn Lovísu. Til að mynda væru dæmi um það að vörur væru bannaðar hér á landi samkvæmt reglum Evrópusambandsins vegna aukaefnis sem þó væri leyfilegt í öðrum vörum. Mikil vinna færi í að kanna slíkt og eins að opna alla kassa og merkja hverja vöru í samræmi við reglurnar. Þegar Costco rak sig á EES-samninginn Til stóð upphaflega að Costco á Íslandi yrði útibú frá starfsemi fyrirtækisins í Kanada. Þegar stjórnendur Costco ráku sig hins vegar á aðild Íslands að EES-samningnum var ákveðið að verzlunin hér á landi yrði þess í stað útibú frá Bretland sem var enn innan Evrópusambandsins þegar ákvörðunin var tekin. Fyrir vikið hafa fyrst og fremst evrópskar vörur verið í boði í Costco á Íslandi, ekki sízt brezkar, en mun minna af bandarískum og kanadískum en upphaflega stóð til. Ástæðan er ekki sízt regluverk Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Sem sagt minna vöruúrval og líklega dýrari vörur en ella. Fleiri dæmi mætti hæglega nefna í þessum efnum. Þar sem markmiðið með regluverki Evrópusambandsins er gjarnan að vernda framleiðslu innan þess fyrir samkeppni frá ríkjum utan þess í nafni meintrar neytendaverndar er það, líkt og markaðsstjóri Innnes kom réttilega inn á, oft innbyrðis órökrétt. Fríverzlun við Bandaríkin líklega útilokuð Við þetta má bæta að telja verður fríverzlunarsamning við Bandaríkin svo gott sem útilokaðan á meðan landið er aðili að EES-samningnum. Seint verður líklega fallizt á það í Washington að þarlendar vörur þurfi að uppfylla regluverk Evrópusambandsins, sem í gildi er hér á landi vegna hans, óbreytt. Með öðrum orðum er þannig vissulega lítið vit í samningi sem fyrir utan annað dregur úr aðgangi íslenzkra neytenda að matvörum og öðrum vörum á hagstæðu verði líkt og EES-samningurinn þó FA virðist einungis hafa áhyggjur af því í tilfelli EES en ekki þess mikla fjölda ríkja sem standa utan svæðisins. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum, víðtækur fríverzlunarsamningur við Evrópusambandið. Leið sem ríki heimsins fara allajafna þegar samið er um milliríkjaviðskipti og felur, ólíkt EES-samningnum, ekki í sér vaxandi framsal valds yfir eigin málum og hindranir í viðskiptum við aðra heimshluta. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skattar og tollar Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
„Það væri mjög lítið vit í samningi sem drægi úr aðgengi íslenzkra neytenda að matvörum á hagstæðu verði.“ Þessi ummæli lét Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA), falla í aðsendri grein sem birtist í Viðskiptablaðinu ekki alls fyrir löngu og má sannarlega taka undir þau orð. Tilefni greinarskrifa Ólafs var hömlur á innflutningi á landbúnaðarvörum frá öðrum aðildarríkjum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES), þá fyrst og fremst ríkjum Evrópusambandsins. Enn verri eru þó þær hömlur sem samningurinn felur í sér þegar kemur að innflutningi frá ríkjum utan svæðisins. Með aðildinni að EES-samningnum er Ísland ekki innan tollamúra Evrópusambandsins líkt og raunin væri innan þess. Hins vegar er landið innan regluverksmúra sambandsins en regluverk hefur í vaxandi mæli leyst tolla af hólmi sem helzta verkfærið til þess að viðhalda verndarhyggju í milliríkjaviðskiptum. Verulegur kostnaður og hátt flækjustig Fjölmörg dæmi eru um slíkar hömlur. Til að mynda kom þannig fram í máli Lovísu Jennýar Sigurðardóttur, markaðsstjóra hjá Innnes, á fundi á vegum Amerísk-íslenzka viðskiptaráðsins um árið að verulegur samdráttur hefði orðið á innflutningi fyrirtækisins á vörum frá Bandaríkjunum og færi minnkandi. Þannig hefði Innnes, sem á aðild að FA, til dæmis þurft að hætta að flytja inn kex frá Bandaríkjunum ekki sízt vegna verulegs kostnaðar við aðkeypta ráðgjöf vegna þess að vörumerkingar í Evrópusambandinu, sem gilda hér á landi vegna aðildarinnar að EES, væru afar ólíkar því sem gerðist í Bandaríkjunum. Flækjustigið væri hátt að sögn Lovísu. Til að mynda væru dæmi um það að vörur væru bannaðar hér á landi samkvæmt reglum Evrópusambandsins vegna aukaefnis sem þó væri leyfilegt í öðrum vörum. Mikil vinna færi í að kanna slíkt og eins að opna alla kassa og merkja hverja vöru í samræmi við reglurnar. Þegar Costco rak sig á EES-samninginn Til stóð upphaflega að Costco á Íslandi yrði útibú frá starfsemi fyrirtækisins í Kanada. Þegar stjórnendur Costco ráku sig hins vegar á aðild Íslands að EES-samningnum var ákveðið að verzlunin hér á landi yrði þess í stað útibú frá Bretland sem var enn innan Evrópusambandsins þegar ákvörðunin var tekin. Fyrir vikið hafa fyrst og fremst evrópskar vörur verið í boði í Costco á Íslandi, ekki sízt brezkar, en mun minna af bandarískum og kanadískum en upphaflega stóð til. Ástæðan er ekki sízt regluverk Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. Sem sagt minna vöruúrval og líklega dýrari vörur en ella. Fleiri dæmi mætti hæglega nefna í þessum efnum. Þar sem markmiðið með regluverki Evrópusambandsins er gjarnan að vernda framleiðslu innan þess fyrir samkeppni frá ríkjum utan þess í nafni meintrar neytendaverndar er það, líkt og markaðsstjóri Innnes kom réttilega inn á, oft innbyrðis órökrétt. Fríverzlun við Bandaríkin líklega útilokuð Við þetta má bæta að telja verður fríverzlunarsamning við Bandaríkin svo gott sem útilokaðan á meðan landið er aðili að EES-samningnum. Seint verður líklega fallizt á það í Washington að þarlendar vörur þurfi að uppfylla regluverk Evrópusambandsins, sem í gildi er hér á landi vegna hans, óbreytt. Með öðrum orðum er þannig vissulega lítið vit í samningi sem fyrir utan annað dregur úr aðgangi íslenzkra neytenda að matvörum og öðrum vörum á hagstæðu verði líkt og EES-samningurinn þó FA virðist einungis hafa áhyggjur af því í tilfelli EES en ekki þess mikla fjölda ríkja sem standa utan svæðisins. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum, víðtækur fríverzlunarsamningur við Evrópusambandið. Leið sem ríki heimsins fara allajafna þegar samið er um milliríkjaviðskipti og felur, ólíkt EES-samningnum, ekki í sér vaxandi framsal valds yfir eigin málum og hindranir í viðskiptum við aðra heimshluta. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar