Er gjaldmiðill sem sveiflast eins og íslenska veðrið endilega málið? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 5. júní 2023 12:00 Öll heimili sem skulda finna fyrir vaxtahækkunum ekki síður en sjálfri verðbólgunni. Það glittir þess vegna í forréttindablindu þegar því er sleppt að tala um þá háu vexti sem heimilin og hluti fyrirtækja í landinu borga. Það speglar veruleika þeirra sem ekki skulda neitt. Frá ríkisstjórninni og álitsgjöfum hennar er sú mantra hins vegna endurtekin aftur og aftur að verðbólga sé ekki aðeins vandamál á Íslandi. Verðbólga er vissulega alþjóðlegt vandamál en hinir ævintýralega háir vextir hérlendis eru aftur á móti innlent vandamál. Stóra lífskjara spurningin er því þessi: hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi til að kæla svipaða verðbólgu og annars staðar? Áhættufjárfesting að kaupa íbúð Íslenskt lánaumhverfi er eins og happdrætti þar sem heppni og tímasetningar hafa allt að segja um útkomuna. Fasteignakaup á Íslandi eru þar af leiðandi nánast áhættufjárfesting. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr við fáránlega erfiðar aðstæður, enda sýna allar kannanir að fólk á leigumarkaði vill ekki vera þar. Sú staða er séríslensk því í nágrannaríkjum okkar velja sér margir að leigja frekar en að kaupa. Á Íslandi borgar fólk hærra hlutfall af tekjum í leigu en af lánum en býr að auki við mun minna öryggi. Staða fólks og fyrirtækja ekki jöfn Í mörgum Evrópulöndum hafa ríkisstjórnir sýnt í verki að þau skilja aðstæður fólks vegna verðbólgunnar. Þau hafa sett fram tillögur til að styðja við almenning sem þarf að glíma við þrefalt lægri vexti en á Íslandi. Í umræðu um þyngri afborganir af lánum þarf sömuleiðis að hafa í huga að þar er staða fólks hvorki jöfn hvað varðar tekjur né um það á hvaða æviskeiði það er statt. Það blasir við að háir vextir eru sérstaklega þungir fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur, það fólk sem er í þeim kafla lífsins að lán eru frekar ný á sama tíma og nauðsynleg útgjöld eru hlutfallslega mikil. Það er líka mun erfiðara nú en áður fyrir ungt fólk að kaupa fyrstu íbúð. Ungt fólk í foreldrahúsum á núna lítil tækifæri á að kaupa íbúð ef mamma eða pabbi geta ekki hjálpað til. Baklandið hefur allt um það að segja hver tækifærin eru varðandi það að geta keypt íbúð. Tækifærin í landi tækifæranna eru, þegar betur er að gáð, fyrir þau sem eiga bakland. Val á gjaldmiðli speglar hagsmunamat Val á gjaldmiðli speglar hagsmunamat. Þeir flokkar sem verja óbreytt ástand þurfa að svara því hvers vegna það þykir réttlætanlegt að láta bara hluta samfélagsins taka á sig kostnaðinn af margfalt hærri vaxtahækkunum sem fylgja íslensku krónunni. Þeir flokkar þurfa líka að svara því hvernig íslensk stjórnvöld geta hugsað sér að bjóða fólki og fyrirtækjum upp á gjaldmiðil sem sveiflast eins og íslenska veðrið með tilheyrandi óvissu, áhættu og kostnaði. Stór hluti fyrirtækja starfar ekki í krónuhagkerfinu heldur getur valið að gera upp í öðrum gjaldmiðli. Það er fullkomlega skiljanlegt að fyrirtækin vilji starfa í öruggara umhverfi, þar sem þau finna t.d. ekki fyrir innlendum vaxtahækkunum núna. Stóra réttlætis spurningin er hins vegar hvers vegna öðrum fyrirtækjum og almenningi bjóðast ekki sömu tækifæri. Þessi innbyggða samkeppnisskekkja veldur því að hluti atvinnulífsins starfar í hagstæðara lánaumhverfi en annar hluti er í hinu íslenska lánaumhverfi. Sársaukafullar vaxtahækkanir núna bitna þess vegna mjög misjafnlega á fólki og fyrirtækjum. Og það er á engan hátt birtingarmynd þess að samfélagið allt sé að taka á sig afleiðingar verðbólgunnar. Óbreytt staða hvað varðar gjaldmiðil þýðir áfram að tækifærin verða ekki jöfn. Að það er ekki jafnt gefið. Umræða um húsnæðislán, verðbólgu og vexti í leikkerfi íslensku krónunnar snýst um jöfn tækifæri og um réttlæti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Íslenska krónan Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Öll heimili sem skulda finna fyrir vaxtahækkunum ekki síður en sjálfri verðbólgunni. Það glittir þess vegna í forréttindablindu þegar því er sleppt að tala um þá háu vexti sem heimilin og hluti fyrirtækja í landinu borga. Það speglar veruleika þeirra sem ekki skulda neitt. Frá ríkisstjórninni og álitsgjöfum hennar er sú mantra hins vegna endurtekin aftur og aftur að verðbólga sé ekki aðeins vandamál á Íslandi. Verðbólga er vissulega alþjóðlegt vandamál en hinir ævintýralega háir vextir hérlendis eru aftur á móti innlent vandamál. Stóra lífskjara spurningin er því þessi: hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi til að kæla svipaða verðbólgu og annars staðar? Áhættufjárfesting að kaupa íbúð Íslenskt lánaumhverfi er eins og happdrætti þar sem heppni og tímasetningar hafa allt að segja um útkomuna. Fasteignakaup á Íslandi eru þar af leiðandi nánast áhættufjárfesting. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr við fáránlega erfiðar aðstæður, enda sýna allar kannanir að fólk á leigumarkaði vill ekki vera þar. Sú staða er séríslensk því í nágrannaríkjum okkar velja sér margir að leigja frekar en að kaupa. Á Íslandi borgar fólk hærra hlutfall af tekjum í leigu en af lánum en býr að auki við mun minna öryggi. Staða fólks og fyrirtækja ekki jöfn Í mörgum Evrópulöndum hafa ríkisstjórnir sýnt í verki að þau skilja aðstæður fólks vegna verðbólgunnar. Þau hafa sett fram tillögur til að styðja við almenning sem þarf að glíma við þrefalt lægri vexti en á Íslandi. Í umræðu um þyngri afborganir af lánum þarf sömuleiðis að hafa í huga að þar er staða fólks hvorki jöfn hvað varðar tekjur né um það á hvaða æviskeiði það er statt. Það blasir við að háir vextir eru sérstaklega þungir fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur, það fólk sem er í þeim kafla lífsins að lán eru frekar ný á sama tíma og nauðsynleg útgjöld eru hlutfallslega mikil. Það er líka mun erfiðara nú en áður fyrir ungt fólk að kaupa fyrstu íbúð. Ungt fólk í foreldrahúsum á núna lítil tækifæri á að kaupa íbúð ef mamma eða pabbi geta ekki hjálpað til. Baklandið hefur allt um það að segja hver tækifærin eru varðandi það að geta keypt íbúð. Tækifærin í landi tækifæranna eru, þegar betur er að gáð, fyrir þau sem eiga bakland. Val á gjaldmiðli speglar hagsmunamat Val á gjaldmiðli speglar hagsmunamat. Þeir flokkar sem verja óbreytt ástand þurfa að svara því hvers vegna það þykir réttlætanlegt að láta bara hluta samfélagsins taka á sig kostnaðinn af margfalt hærri vaxtahækkunum sem fylgja íslensku krónunni. Þeir flokkar þurfa líka að svara því hvernig íslensk stjórnvöld geta hugsað sér að bjóða fólki og fyrirtækjum upp á gjaldmiðil sem sveiflast eins og íslenska veðrið með tilheyrandi óvissu, áhættu og kostnaði. Stór hluti fyrirtækja starfar ekki í krónuhagkerfinu heldur getur valið að gera upp í öðrum gjaldmiðli. Það er fullkomlega skiljanlegt að fyrirtækin vilji starfa í öruggara umhverfi, þar sem þau finna t.d. ekki fyrir innlendum vaxtahækkunum núna. Stóra réttlætis spurningin er hins vegar hvers vegna öðrum fyrirtækjum og almenningi bjóðast ekki sömu tækifæri. Þessi innbyggða samkeppnisskekkja veldur því að hluti atvinnulífsins starfar í hagstæðara lánaumhverfi en annar hluti er í hinu íslenska lánaumhverfi. Sársaukafullar vaxtahækkanir núna bitna þess vegna mjög misjafnlega á fólki og fyrirtækjum. Og það er á engan hátt birtingarmynd þess að samfélagið allt sé að taka á sig afleiðingar verðbólgunnar. Óbreytt staða hvað varðar gjaldmiðil þýðir áfram að tækifærin verða ekki jöfn. Að það er ekki jafnt gefið. Umræða um húsnæðislán, verðbólgu og vexti í leikkerfi íslensku krónunnar snýst um jöfn tækifæri og um réttlæti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun