Úkraínumenn þjarma að Wagner-lausum Rússum í Bakhmut Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. júní 2023 08:09 Úkraínskur hermaður skýtur úr sprengjuvörpu við framlínuna nálægt Bakhmut. AP/Efrem Lukatsky Úkraínski herinn þjarmar að Rússum við og í kringum borgina Bakhmut. Rússar lýstu sig sigurvegara í baráttunni um Bakhmut í síðasta mánuði eftir ein blóðugust átökin frá upphafi innrásarinnar. Þrýstingur Úkraínumanna er hluti af gagnsókn sem er að taka á sig mynd. Hanna Maliar, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði Rússa reyna að skapa ímynd rólegheita í kringum Bakhmut en í raun mætti sjá jafn mikið af fallbyssuskotum og var á hápunkti bardagans um borgina. Hún segir bardagann vera að þróast í nýjan fasa. „Bardaginn um Bakhmut-svæðið hefur ekki stoppað, hann heldur áfram og tekur á sig ólík form,“ sagði Maliar í viðtali við AP í Kænugarði. Rússar reyni nú að hrekja úkraínska hermenn úr hæðunum í kringum Bakhmut. „Við höldum þeim staðfastlega,“ sagði hún um Rússana í Bakhmut. Brotthvarf málaliða gæti haft afdrifarík áhrif Rússar litu á sigurinn í Bakhmut sem þátt í því að ná stjórn á austurhluta Donbas-svæðisin. Þá er borgin hluti af meira en þúsund kílómetra framlínu sem rússneski herinn telur sig verða að viðhalda. Það gæti reynst erfitt vegna brotthvarfs málaliða á vegum rússneska verktakafyrirtækisins Wagner Group frá borginni en þeir áttu stóran þátt í að Rússar náðu henni á vald sitt. Eigandi Wagner lýsti yfir brotthvarfi hópsins eftir að hafa staðfest að meira en tuttugu þúsund hermenn á vegum þeirra hefðu dáið í átökum. Í þeirra stað munu koma rússneskir hermenn. Úkraínumenn bjartsýnir Að sögn úkraínskra fulltrúa hersins hefur gengið vel að ná litlum sigrum, að ná strategískum staðsetningum Rússanna á sitt vald, sérstaklega á norðvestur og suðvestur síðu borgarinnar þar sem sveitir hersins hafa verið virkar. Átökin við Bakhmut hafa verið minna í sviðsljósinu undanfarna daga vegna linnulausra árása Rússa á Kænugarð. En áframhaldandi barátta um borgina gæti haft mikil áhrif. Rússar hafa gert mikið úr sigrinum heima fyrir og því væri áfall fyrir Pútín og hans menn að missa borgina aftur til Úkraínumanna. Michael Kofman, bandarískur rýnir, sagði í viðtali við War on the Rocks að Rússar muni einblína þeim mun meira á Bkahmut á næstunni og vegna brotthvarfs hermanna Wagner verði erfitt að verja borgina. Það gæti farið að Rússar missi borgina og þá verði blóðug átökin til einskis. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Hanna Maliar, varnarmálaráðherra Úkraínu, sagði Rússa reyna að skapa ímynd rólegheita í kringum Bakhmut en í raun mætti sjá jafn mikið af fallbyssuskotum og var á hápunkti bardagans um borgina. Hún segir bardagann vera að þróast í nýjan fasa. „Bardaginn um Bakhmut-svæðið hefur ekki stoppað, hann heldur áfram og tekur á sig ólík form,“ sagði Maliar í viðtali við AP í Kænugarði. Rússar reyni nú að hrekja úkraínska hermenn úr hæðunum í kringum Bakhmut. „Við höldum þeim staðfastlega,“ sagði hún um Rússana í Bakhmut. Brotthvarf málaliða gæti haft afdrifarík áhrif Rússar litu á sigurinn í Bakhmut sem þátt í því að ná stjórn á austurhluta Donbas-svæðisin. Þá er borgin hluti af meira en þúsund kílómetra framlínu sem rússneski herinn telur sig verða að viðhalda. Það gæti reynst erfitt vegna brotthvarfs málaliða á vegum rússneska verktakafyrirtækisins Wagner Group frá borginni en þeir áttu stóran þátt í að Rússar náðu henni á vald sitt. Eigandi Wagner lýsti yfir brotthvarfi hópsins eftir að hafa staðfest að meira en tuttugu þúsund hermenn á vegum þeirra hefðu dáið í átökum. Í þeirra stað munu koma rússneskir hermenn. Úkraínumenn bjartsýnir Að sögn úkraínskra fulltrúa hersins hefur gengið vel að ná litlum sigrum, að ná strategískum staðsetningum Rússanna á sitt vald, sérstaklega á norðvestur og suðvestur síðu borgarinnar þar sem sveitir hersins hafa verið virkar. Átökin við Bakhmut hafa verið minna í sviðsljósinu undanfarna daga vegna linnulausra árása Rússa á Kænugarð. En áframhaldandi barátta um borgina gæti haft mikil áhrif. Rússar hafa gert mikið úr sigrinum heima fyrir og því væri áfall fyrir Pútín og hans menn að missa borgina aftur til Úkraínumanna. Michael Kofman, bandarískur rýnir, sagði í viðtali við War on the Rocks að Rússar muni einblína þeim mun meira á Bkahmut á næstunni og vegna brotthvarfs hermanna Wagner verði erfitt að verja borgina. Það gæti farið að Rússar missi borgina og þá verði blóðug átökin til einskis.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira