„Ef við förum af stað í þessi stóru verkföll þá fer allt á hvolf“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. júní 2023 12:10 Varaformaður BSRB segir samstöðu meðal félagsfólks sterkari en nokkru sinni. Vísir/Ívar Fannar Varaformaður BSRB segir að samfélagið muni fara á hvolf, komi til allsherjarverkfalls sem boðað hefur verið til eftir helgi. Hann segir afar áhættusamt fyrir viðsemjendur að neyða þau út í slíkar aðgerðir. Átta klukkustunda sáttafundi lauk í Karphúsinu síðdegis í gær en þá höfðu formenn samninganefnda BSRB og sveitarfélaganna fundað þrjá daga í röð án árangurs. Boðað hefur verið til nýs fundar á morgun en ef samningar nást ekki kemur til allsherjarverkfalls á mánudag hjá hátt í 3000 starfsmönnum hjá 29 sveitarfélögum. Þórarinn Eyfjörð, varaformaður BSRB segir ljóst að slíkar aðgerðir hefðu gífurleg áhrif á samfélagið. „Ef við förum af stað í þessi stóru verkföll eftir helgi þá fer allt á hvolf. Við vitum það og það vill enginn vera þar. Það er bara ábyrgt af okkur þegar við sjáum lausnirnar að opna augun vel og ganga saman þá leið sem farsælast er fyrir okkur öll. Þetta er ekki góð staða og ég held að það sé afar áhættusamt fyrir okkar viðsemjendur að neyða okkur út í þessar aðgerðir.“ Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að samningaviðræður strandi á kröfum bandalagsins um launahækkun inn á samningstíma útrunninna samninga. Þórarinn gefur ekki mikið fyrir þá útskýringu. „Menn þurfa að nota rétta hugtök í þessu sambandi. Það er ekki gott ef menn eru alltaf að nota einhver fortíðarhugtök um eitthvað sem raunverulega á ekki við. Það sem við erum að horfa til er nýr samningur og það er hægt að semja um allt milli himins og jarðar. Svo getum við alveg deilt um það einn tveir og þrír hvernig samningar hafa verið efndir í gegnum tíðina, en það er ekki verkefnið núna. Verkefnið núna er að ná sátt.“ „Við höldum að það sé ekki erfitt að brúa þessa gjá“ Þórarinn segir að það sé ákveðin gjá sem nauðsynlegt sé að brúa í launum sem félagsfólk BSRBS eigi að njota til samræmis við félagsfólk annara félaga. „Við höldum að það sé ekki erfitt að brúa þessa gjá. En það er algjörlega nauðsynlegt að gera það og hefur verið okkar frumkrafa frá upphafi. Svo vitum við það og erum algjörlega sammála, báðir aðilar, að það þarf að fara í ákveðnar jafnræðisaðgerðir fyrir utan það að brúa þessa gjá.“ Foreldrar mættu fyrir utan bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar í vikunni til að sýna stuðning sinn við leikskólastarfsmenn í í verkfalli.Vísir/Elísabet Inga Þá segir Þórarinn samstöðu meðal félagsfólks BSRB sterkari en nokkru sinni. „Við áttum langan fund með okkar baklandi í gærkvöldi eftir að við höfðum gert hlé á viðræðunum þar sem við kölluðum alla saman. Ef eitthvað er þá gengur okkar bakland sterkara og ákveðnara inn í þessa tíma sem eru að koma því núna verða bara aðilar að skilja hvað verkfall er. Við vildum það aldrei og sögðum það á sínu tíma, að ef til verkfalla kæmi þá yrði þetta miklu erfiðara, þvældara og dýrara og sárara fyrir alla aðila.“ Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Kjaramál Tengdar fréttir Þriggja daga maraþonfundi lokið án árangurs Lítið hefur miðað á þriggja daga fundum forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundi sem hófst klukkan tíu í morgun lauk nú klukkan rétt rúmlega sex 2. júní 2023 18:24 „Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Átta klukkustunda sáttafundi lauk í Karphúsinu síðdegis í gær en þá höfðu formenn samninganefnda BSRB og sveitarfélaganna fundað þrjá daga í röð án árangurs. Boðað hefur verið til nýs fundar á morgun en ef samningar nást ekki kemur til allsherjarverkfalls á mánudag hjá hátt í 3000 starfsmönnum hjá 29 sveitarfélögum. Þórarinn Eyfjörð, varaformaður BSRB segir ljóst að slíkar aðgerðir hefðu gífurleg áhrif á samfélagið. „Ef við förum af stað í þessi stóru verkföll eftir helgi þá fer allt á hvolf. Við vitum það og það vill enginn vera þar. Það er bara ábyrgt af okkur þegar við sjáum lausnirnar að opna augun vel og ganga saman þá leið sem farsælast er fyrir okkur öll. Þetta er ekki góð staða og ég held að það sé afar áhættusamt fyrir okkar viðsemjendur að neyða okkur út í þessar aðgerðir.“ Inga Rún Ólafsdóttir formaður samninganefndar Sambands sveitarfélaga sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að samningaviðræður strandi á kröfum bandalagsins um launahækkun inn á samningstíma útrunninna samninga. Þórarinn gefur ekki mikið fyrir þá útskýringu. „Menn þurfa að nota rétta hugtök í þessu sambandi. Það er ekki gott ef menn eru alltaf að nota einhver fortíðarhugtök um eitthvað sem raunverulega á ekki við. Það sem við erum að horfa til er nýr samningur og það er hægt að semja um allt milli himins og jarðar. Svo getum við alveg deilt um það einn tveir og þrír hvernig samningar hafa verið efndir í gegnum tíðina, en það er ekki verkefnið núna. Verkefnið núna er að ná sátt.“ „Við höldum að það sé ekki erfitt að brúa þessa gjá“ Þórarinn segir að það sé ákveðin gjá sem nauðsynlegt sé að brúa í launum sem félagsfólk BSRBS eigi að njota til samræmis við félagsfólk annara félaga. „Við höldum að það sé ekki erfitt að brúa þessa gjá. En það er algjörlega nauðsynlegt að gera það og hefur verið okkar frumkrafa frá upphafi. Svo vitum við það og erum algjörlega sammála, báðir aðilar, að það þarf að fara í ákveðnar jafnræðisaðgerðir fyrir utan það að brúa þessa gjá.“ Foreldrar mættu fyrir utan bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar í vikunni til að sýna stuðning sinn við leikskólastarfsmenn í í verkfalli.Vísir/Elísabet Inga Þá segir Þórarinn samstöðu meðal félagsfólks BSRB sterkari en nokkru sinni. „Við áttum langan fund með okkar baklandi í gærkvöldi eftir að við höfðum gert hlé á viðræðunum þar sem við kölluðum alla saman. Ef eitthvað er þá gengur okkar bakland sterkara og ákveðnara inn í þessa tíma sem eru að koma því núna verða bara aðilar að skilja hvað verkfall er. Við vildum það aldrei og sögðum það á sínu tíma, að ef til verkfalla kæmi þá yrði þetta miklu erfiðara, þvældara og dýrara og sárara fyrir alla aðila.“
Kjaraviðræður 2022-23 Sveitarstjórnarmál Kjaramál Tengdar fréttir Þriggja daga maraþonfundi lokið án árangurs Lítið hefur miðað á þriggja daga fundum forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundi sem hófst klukkan tíu í morgun lauk nú klukkan rétt rúmlega sex 2. júní 2023 18:24 „Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Þriggja daga maraþonfundi lokið án árangurs Lítið hefur miðað á þriggja daga fundum forystu samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga en fundi sem hófst klukkan tíu í morgun lauk nú klukkan rétt rúmlega sex 2. júní 2023 18:24
„Við höfum lagt fram tilboð eftir tilboð“ Fulltrúar samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga héldu að nýju til viðræðna í húsakynnum ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun. Formaður samninganefndar SÍS segir að deilan snúist aðallega um afturvirkni. 2. júní 2023 12:46