Segir stórt umhverfisslys í uppsiglingu í Skerjafirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. júní 2023 14:51 Guðlaugur Þór segir Skerjafjörðinn eina fárra ósnertra strandlengja í borginni. Því megi ekki raska ró náttúrunnar þar. Vísir/Vilhelm Umhverfisráðherra segir fyrirhugaða uppbyggingu í Skerjafirði stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu. Hann hvetur borgarstjórn til skipta um skoðun um framkvæmdir við strandlengjuna. Landfylling er áformuð í Skerjafirði vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs hverfis. Hópur íbúa hefur mótmælt fyrirhugaðri framkvæmd og sömuleiðis náttúruverndarsinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfirsráðherra tók í vikunni undir áhyggjur íbúa og lýst yfir áhyggjum um óafturkræfan skaða á náttúrna. Í kjölfarið lýsti Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, því yfir að yfirlýsingar ráðherrans væru óábyrgar. Þó Guðlaugur hafi ekki skipulagsvald í borginni segir hann umhverfiráðherra geta beitt sér með öðrum leiðum. „Hann getur vakið athygli á málinu og hvatt borgaryfirvöld til að hugsa málið betur. Hér er stórt umhverfisslys í uppsiglingu. Við þekkjum það að sveitarstjórnir hafa skipt um skoðun, meðal annars borgarstjórn Reykjavíkur,“ sagði Guðlaugur Þór að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þarna sé ósnortin strandlengja og mikið dýralíf sem ekki myndi ná sér á strik eftir framkvæmdir. Alexandra sagði í vikunni að ekkert væri fast í hendi varðandi landfyllinguna. „Já, þá er þetta nú auðvelt. Ef menn geta strax tekið þá ákvörðun að við ætlum ekki að gera þetta. Það sjá það allir sem skoða þetta mál sjá það að það er ekkert unnið með því, þvert á móti, að fara í þessar óafturkræfu aðgerðir. Ef við gerum það verður því aldrei breytt,“ segir Guðlaugur. „Þetta eru slæm áhrif á lífríkið, þetta eru slæm áhrif á loftslagsmálin og það er ekkert sem mælir með því að menn gangi fram með þessum hætti. Menn yrðu menn að meiru ef þeir segðu, eins og oft er gert: Heyrðu, við höfum skipt um skoðun.“ Umhverfismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikill ágangur borgaryfirvalda á græn svæði sé einsdæmi á heimsvísu Umhverfisráðherra telur ágang borgaryfirvalda á grænum svæðum höfuðborgarsvæðisins vera einsdæmi á heimsvísu. Fyrirhugaðar framkvæmdir í Skerjafirði séu mikið áhyggjuefni og yfirgnæfandi rök séu fyrir því að hætta við áformin. 30. maí 2023 21:00 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Ég er óábyrgur! Græn svæði eru verðmæti. Sá háttur hefur verið hafður á í hundruði ára í borgum að gera fólki kleift að njóta nátttúrunnar með grænum svæðum innan borgarmarka. 2. júní 2023 08:01 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Sjá meira
Landfylling er áformuð í Skerjafirði vegna fyrirhugaðrar byggingar nýs hverfis. Hópur íbúa hefur mótmælt fyrirhugaðri framkvæmd og sömuleiðis náttúruverndarsinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfirsráðherra tók í vikunni undir áhyggjur íbúa og lýst yfir áhyggjum um óafturkræfan skaða á náttúrna. Í kjölfarið lýsti Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, því yfir að yfirlýsingar ráðherrans væru óábyrgar. Þó Guðlaugur hafi ekki skipulagsvald í borginni segir hann umhverfiráðherra geta beitt sér með öðrum leiðum. „Hann getur vakið athygli á málinu og hvatt borgaryfirvöld til að hugsa málið betur. Hér er stórt umhverfisslys í uppsiglingu. Við þekkjum það að sveitarstjórnir hafa skipt um skoðun, meðal annars borgarstjórn Reykjavíkur,“ sagði Guðlaugur Þór að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þarna sé ósnortin strandlengja og mikið dýralíf sem ekki myndi ná sér á strik eftir framkvæmdir. Alexandra sagði í vikunni að ekkert væri fast í hendi varðandi landfyllinguna. „Já, þá er þetta nú auðvelt. Ef menn geta strax tekið þá ákvörðun að við ætlum ekki að gera þetta. Það sjá það allir sem skoða þetta mál sjá það að það er ekkert unnið með því, þvert á móti, að fara í þessar óafturkræfu aðgerðir. Ef við gerum það verður því aldrei breytt,“ segir Guðlaugur. „Þetta eru slæm áhrif á lífríkið, þetta eru slæm áhrif á loftslagsmálin og það er ekkert sem mælir með því að menn gangi fram með þessum hætti. Menn yrðu menn að meiru ef þeir segðu, eins og oft er gert: Heyrðu, við höfum skipt um skoðun.“
Umhverfismál Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mikill ágangur borgaryfirvalda á græn svæði sé einsdæmi á heimsvísu Umhverfisráðherra telur ágang borgaryfirvalda á grænum svæðum höfuðborgarsvæðisins vera einsdæmi á heimsvísu. Fyrirhugaðar framkvæmdir í Skerjafirði séu mikið áhyggjuefni og yfirgnæfandi rök séu fyrir því að hætta við áformin. 30. maí 2023 21:00 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Ég er óábyrgur! Græn svæði eru verðmæti. Sá háttur hefur verið hafður á í hundruði ára í borgum að gera fólki kleift að njóta nátttúrunnar með grænum svæðum innan borgarmarka. 2. júní 2023 08:01 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Sjá meira
Mikill ágangur borgaryfirvalda á græn svæði sé einsdæmi á heimsvísu Umhverfisráðherra telur ágang borgaryfirvalda á grænum svæðum höfuðborgarsvæðisins vera einsdæmi á heimsvísu. Fyrirhugaðar framkvæmdir í Skerjafirði séu mikið áhyggjuefni og yfirgnæfandi rök séu fyrir því að hætta við áformin. 30. maí 2023 21:00
Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12
Ég er óábyrgur! Græn svæði eru verðmæti. Sá háttur hefur verið hafður á í hundruði ára í borgum að gera fólki kleift að njóta nátttúrunnar með grænum svæðum innan borgarmarka. 2. júní 2023 08:01
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent